Á Vísindavefnum er svar við fyrirspurn um mállýskur á Íslandi: Hvað eru margar mállýskur í íslensku og hverjar eru þær? eftir Guðrúnu Kvaran. Þar eru nefnd sex helstu einkenni á framburði.
Á Suðvesturlandi er linmæli ríkjandi, það er p, t og k eru borin fram ófráblásin eins og b, d og g. Orðin hrapa, láta og r...
Stutta svarið við spurningunni er já, Þjóðverjar, Austurríkismenn og þýskumælandi Svisslendingar eiga að geta skilið hverjir aðra án vandræða þegar þeir tala það sem nefnt er háþýska eða staðalþýska.
Staðalþýska er nefnd Standarddeutsch eða Bundesdeutsches Hochdeutsch í Þýskalandi, Österreichisches Deutsch í Au...
Forngríska er töluvert frábrugðin nýgrísku, það er að segja þeirri grísku sem er töluð í dag. Grikkir skilja yfirleitt ekki forngríska texta nema þeir hafi lært að lesa forngrísku í skóla en reyndar læra öll grísk börn einhverja forngrísku í skólanum. Sömu sögu er að segja af Ítölum og öðrum þeim sem tala rómönsk ...
Þessari spurningu er erfitt að svara. Engar áreiðanlegar tölur eru um fjölda tungumála heimsins og ekki heldur samkomulag um hvernig ákvarða á hvort ákveðið mál er sjálfstætt mál eða mállýska. Fræðimenn eiga enn talsvert langt í land með að rannsaka öll þau mál sem þekkt eru og lýsa þeim og sumum ná þeir aldrei að...
Á Spáni eru fjögur opinber tungumál. Þau eru kastilíska (sem alla jafna er nefnd spænska), galisíska, baskneska og katalónska. Spænska er töluð í öllum héruðum landsins, en galisíska í Galisíu, baskneska í Baskalandi og katalónska í Katalóníu. Í þeim héruðum er spænska einnig opinbert mál og hún er það tungumál se...
Mállýskumunur er lítill hér á landi ef hann er til dæmis borinn saman við nágrannamálin norrænu, ensku eða þýsku þar sem algengt er að menn skilji ekki hver annan ef þeir nota mállýskur sínar í samtali. Því er ekki til að dreifa hér á landi og þess vegna er því stundum haldið fram að íslenska sé án mállýskna.
Ý...
Eftir því sem ég best veit hefur ekki verið kannað hvers vegna sú þróun varð að bera fram lokhljóðin p, t, k í innstöðu á eftir löngu sérhljóði, sem á norðanverðu landinu eru fráblásin harðhljóð, sem órödduð linhljóð [b, d, g] annars staðar.
Harðmælisframburðurinn er talinn eldri í málinu, en linmælið hefur só...
Úganda er í Austur-Afríku, og á landamæri að Súdan, Kongó, Kenía, Tansaníu og Rúanda. Enska er opinbert mál Uganda en meira en 30 tungumál og mállýskur eru talaðar í landinu. Enska er þó útbreiddasta tungumálið í landinu heldur eru luganda sem tilheyrir níger-kongó málum og Swahili þau algengustu. Meðal annarra t...
Spurningin í heild hljóðaði svona:Hvaðan kemur baskneska og hvað er hún gömul tunga? Er hún skyld öðrum tungumálum?
Baskneska er tungumál Baska á norðvestanverðum Spáni og í Suður-Frakklandi. Hún þykir afar fornleg og flókin að allri byggingu. Baskneska virðist ekki skyld neinu öðru máli og er því stakmál. Baskar...
Ítalíska mállýskan latína heitir eftir Latverjum sem settust að í Latíum þar sem síðar var Róm, stofnuð 753 fyrir Krist að sögn Rómverja. Þetta mál var í það minnsta talað frá 800 f.Kr. og líklega fyrr. Með Rómverjum breiddist latínan út um Ítalíuskagann og síðan Rómaveldi. Ritmálið þróaðist eftir þörfum þjóðfélag...
Haraldur Bernharðsson er dósent í miðaldafræði við Íslensku- og menningardeild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands og forstöðumaður Miðaldastofu Háskóla Íslands. Haraldur er málfræðingur og fæst einkum við rannsóknir á forníslensku, íslenskri málsögu og íslenskum miðaldahandritum. Meginviðfangsefnið er þær breytingar ...
Með vestfirsku er átt við þau málfarslegu atriði sem teljast einkennandi fyrir Vestfirðinga. Þau eru einkum tvö. Annars vegar er um að ræða svokallaðan vestfirskan einhljóðaframburð. Sérstaklega er átt við að sérhljóðin a, e og ö eru borin fram sem einhljóð á undan -ng- og -nk- þar sem annars postaðar á landinu er...
Samar búa í norðurhéruðum Noregs, Svíþjóðar og Finnlands og á Kólaskaga í Rússlandi.
Heimkynni Sama.
Samar eru flestir í Noregi, eitthvað um 40.000, um 20.000 í Svíþjóð, 6.000 í Finnlandi og 2.000 í Rússlandi. Þessar tölur eru þó nokkuð á reiki og þar með tölur um heildarfjölda Sama. Ástæðan er meðal annars sú...
Engin leið er til að svara því hvaða mál er talið flóknast í heimi. Tungumál eru byggð misjafnlega upp. Sum eru beygingarmál, önnur beygingarlaus, sum teljast til svokallaðra viðskeytamála, önnur til fjöltengimála. Þeim sem vanist hefur beygingarlausu máli kann að finnast íslenska flókið mál á sama hátt og Íslendi...
Kýrillíska stafrófið varð til á 9. öld e. Kr. og var það hannað til nota fyrir þær þjóðir sem töluðu slavnesk mál og tilheyrðu rétttrúnaðarkirkjunni. Rússar, Hvítrússar, Úkraínumenn og Serbar nota enn þetta stafróf. Sömuleiðis er það enn í notkun í Makedóníu og Bosníu.
Elsta slavneska letrið nefndist glagolica...
Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!