Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Haraldur Bernharðsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Haraldur Bernharðsson er dósent í miðaldafræði við Íslensku- og menningardeild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands og forstöðumaður Miðaldastofu Háskóla Íslands. Haraldur er málfræðingur og fæst einkum við rannsóknir á forníslensku, íslenskri málsögu og íslenskum miðaldahandritum. Meginviðfangsefnið er þær breytingar sem orðið hafa á íslensku máli í tímans rás og breytileiki (eða mállýskumunur) á fyrri öldum eins og hann birtist í fornum handritum. Þá hefur Haraldur fengist við rannsóknir á stöðlun íslensku á nítjándu öld þegar málfyrirmynda var gjarna leitað í forníslensku.

Haraldur sat í Íslenskri málnefnd í níu ár og átti meðal annars þátt í mótun íslenskrar málstefnu sem Alþingi samþykkti 2009 og gerð nýrra ritreglna. Ennfremur hefur hann tekið þátt í norrænum samstarfsnefndum um málnotkun í háskólastarfi á Norðurlöndum. Haraldur hefur byggt upp og stýrir alþjóðlegu meistaranámi í norrænum miðaldafræðum (Viking and Medieval Norse Studies) sem sótt er af erlendum nemendum hvaðanæva úr heiminum.

Haraldur er málfræðingur og fæst einkum við rannsóknir á forníslensku, íslenskri málsögu og íslenskum miðaldahandritum.

Haraldur fæddist á Akureyri 1968 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1988. Hann lauk BA-prófi í íslensku frá Háskóla Íslands 1991, MA-prófi í íslenskri málfræði frá sama skóla 1995, MA-prófi í málvísindum frá Cornell-háskóla í New York 1998 og doktorsprófi í málvísindum frá sama skóla 2001.

Haraldur var styrkþegi við málvísindadeild Harvard-háskóla 1999–2001, nýdoktor við Hugvísindastofnun Háskóla Íslands 2001–2005 og við Stofnun Árna Magnússonar 2005–2008, gegndi rannsóknastöðu Árna Magnússonar við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum 2008–2010, var sérfræðingur við Hugvísindastofnun Háskóla Íslands 2011–2012 og hefur verið dósent í miðaldafræði við Íslensku- og menningardeild frá 2012.

Mynd:
  • Úr safni HB.

Útgáfudagur

7.1.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Haraldur Bernharðsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 7. janúar 2018, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74980.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 7. janúar). Hvað hefur vísindamaðurinn Haraldur Bernharðsson rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74980

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Haraldur Bernharðsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 7. jan. 2018. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74980>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Haraldur Bernharðsson rannsakað?
Haraldur Bernharðsson er dósent í miðaldafræði við Íslensku- og menningardeild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands og forstöðumaður Miðaldastofu Háskóla Íslands. Haraldur er málfræðingur og fæst einkum við rannsóknir á forníslensku, íslenskri málsögu og íslenskum miðaldahandritum. Meginviðfangsefnið er þær breytingar sem orðið hafa á íslensku máli í tímans rás og breytileiki (eða mállýskumunur) á fyrri öldum eins og hann birtist í fornum handritum. Þá hefur Haraldur fengist við rannsóknir á stöðlun íslensku á nítjándu öld þegar málfyrirmynda var gjarna leitað í forníslensku.

Haraldur sat í Íslenskri málnefnd í níu ár og átti meðal annars þátt í mótun íslenskrar málstefnu sem Alþingi samþykkti 2009 og gerð nýrra ritreglna. Ennfremur hefur hann tekið þátt í norrænum samstarfsnefndum um málnotkun í háskólastarfi á Norðurlöndum. Haraldur hefur byggt upp og stýrir alþjóðlegu meistaranámi í norrænum miðaldafræðum (Viking and Medieval Norse Studies) sem sótt er af erlendum nemendum hvaðanæva úr heiminum.

Haraldur er málfræðingur og fæst einkum við rannsóknir á forníslensku, íslenskri málsögu og íslenskum miðaldahandritum.

Haraldur fæddist á Akureyri 1968 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1988. Hann lauk BA-prófi í íslensku frá Háskóla Íslands 1991, MA-prófi í íslenskri málfræði frá sama skóla 1995, MA-prófi í málvísindum frá Cornell-háskóla í New York 1998 og doktorsprófi í málvísindum frá sama skóla 2001.

Haraldur var styrkþegi við málvísindadeild Harvard-háskóla 1999–2001, nýdoktor við Hugvísindastofnun Háskóla Íslands 2001–2005 og við Stofnun Árna Magnússonar 2005–2008, gegndi rannsóknastöðu Árna Magnússonar við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum 2008–2010, var sérfræðingur við Hugvísindastofnun Háskóla Íslands 2011–2012 og hefur verið dósent í miðaldafræði við Íslensku- og menningardeild frá 2012.

Mynd:
  • Úr safni HB.

...