Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær kom fyrsta bókin um Tinna út og hafa allar Tinnabækurnar komið út á íslensku?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Tinni er söguhetja í belgískum teiknimyndasögum eftir teiknarann Hergé. Fyrsta sagan um Tinna kom út árið 1929 og fjölmargar fylgdu í kjölfarið. Flestar sögurnar hafa komið út á íslensku. Nokkrir íslenskir karlar bera nafnið Tinni en það virðist sótt til söguhetjunnar.

Skapari Tinna var Belginn Georgés Remi (1907-1983) sem gekk undir höfundarnafninu Hergé. Nafnið er myndað með því að bera fram í öfugri röð upphafsstafi höfundarins á frönsku, það er RG.

Fyrstu teikningar Hergés birtust árið 1921 í skólablaði sem skátafélag höfundarins gaf út. Tveimur árum síðar sáust teikningar Hergés í almennu skátablaði belgískra skáta. Blaðið nefndist Le Boy-scout belge og kom út einu sinni í mánuði. Árið 1926 kom fyrsta teiknimyndasaga Hergés út í sama blaði. Í henni segir frá söguhetjunni Totor sem var eins konar fyrirrennari Tinna.

Kápumynd Le Petit Vingtième sem var vikulegt barnablað. Þar birtist fyrsta sagan af Tinna, framhaldssaga sem hófst 10. janúar 1929. Myndin til hægri birtist fimmtudaginn 1. maí 1930.

Fyrsta sagan um Tinna var framhaldssaga í barnablaðinu Le Petit Vingtième, sem fylgdi vikulega með dagblaðinu Le Vingtième Siècle. Fyrsti söguhlutinn birtist 10. janúar árið 1929 og sá síðasti 8. maí 1930. Sagan kom síðan út á bókarformi árið 1930 og nefndist á frummálinu Tintin au pays des Soviets. Hluti upplagsins eða 500 eintök, var gefinn út með áritun söguhetjunnar Tinna og hundsins Tobba. Hergé áritaði fyrir hönd Tinna en ritari á blaðinu Le Vingtième Siècle áritaði fyrir hönd Tobba. Sagan kom fyrst út á íslensku árið 2007 og nefndist Tinni í Sovétríkjunum.

Í bókinni segir af blaðamanninum Tinna sem starfar fyrir barnablaðið Le Petit Vingtième og er sendur til Sovétríkjanna til að greina ungum lesendum blaðsins frá ástandi mála þar. Samkvæmt sumum heimildum hafði Hergé fyrirhugað að fyrsta sagan um Tinna gerðist í Ameríku en samningur Hergés við belgíska prestinn og blaðamaðinn Norbert Wallez (1882-1952), ritstjóra Le Vingtième Siècle, kvað á um að fyrsta sagan gerðist í Sovétríkjunum. Áður en Hergé hófst handa við söguna fékk Wallez honum í hendur ritið Moscou sans voiles: Neuf ans de travail au pays des Soviets sem fyrrum ræðismaður Belga í Sovétríkjunum, Joseph Douillet, hafði skrifað og gefið út 1928. Þar er sett fram hörð gagnrýni á stjórnarfar í Sovétríkjunum og hugmyndafræði kommúnismans. Sum atriði úr riti Douillets voru tekin lítið breytt upp í framhaldssögunni um Tinna.

Í fyrstu framhaldssögunni af Tinna og bókinni Tinni í Sovétríkjunum eru einu myndirnar af Tinna þar sem hann sést skrifa fréttir.

Eitt helsta einkenni Tinna er gulleitur hárbrúskur sem birtist strax í fyrstu sögunni. Í sögubyrjun er Tinni vel greiddur en á áttundu síðu stekkur hann upp í opinn bíl og brunar svo hratt af stað að hárið á honum ýfist. Eftir þessa bílferð hélst greiðsla Tinna óbreytt allar 24 bækurnar.

Tinni var mikill ferðalangur og kom meðal annars einu sinni til Íslands. Í bókinni Dularfulla stjarnan koma félagarnir Tinni, Tobbi og Kolbeinn við á Akureyri með skipinu Aurora til að sækja olíu og vistir fyrir rannsóknarleiðangur norður í Íshaf í leit að lofsteini. Kolbeinn kafteinn, sem var þá forseti Bindindissamtaka sjómanna, varð Bakkusi að bráð í heimsókninni til Akureyrar og háði margar glímur við Bakkus eftir það.

Myndaröð úr bókinni Dularfulla stjarnan. Á myndinni lengst til hægri sjást Tinni, Kolbeinn og Tobbi stíga á land á Akureyri. Dularfulla stjarnan var fyrsta Tinnabókin sem kom út í íslenskri þýðingu, líklega hafði Íslandsheimsóknin þar sitt að segja.

Eiginlega Tinnabækur eru 24 talsins. Af þeim hafa 23 verið þýddar á íslensku, aðeins seinasta bókin Tintin et l'Alph-Art er óþýdd. Hergé náði ekki að ljúka þeirri bók áður en hann lést í mars 1983 en hún var engu að síður gefin út eftir lát hans, ófullgerð.

Tinnabækurnar eru með vinsælustu evrópsku teiknimyndasögum sem gefnar hafa verið út. Þær hafa verið þýddar á yfir 70 tungumál og selst í meira en 230 milljónum eintaka.

Hér fylgir listi yfir eiginlegar Tinnabækur, listanum er raðað eftir útgáfuári þýðingar á íslensku og í aftasta dálki kemur fram hvenær sagan var fyrst gefin út á frummálinu á bókarformi.

Titill Útgáfuár þýðingar Frumútgáfa
Dularfulla stjarnan 1971 1942
Svaðilför í Surtsey 1971 1938
Eldflaugastöðin : ævintýri Tinna á tunglinu : fyrri hluti 1972 1953
Vindlar Faraos : ævintýri Tinna í Austurlöndum 1972 1934
Krabbinn með gylltu klærnar 1973 1941
Í myrkum Mánafjöllum : ævintýri Tinna á tunglinu 1973 1954
Sjö kraftmiklar kristallskúlur 1974 1948
Fangarnir í Sólhofinu 1974 1949
Tinni í Tíbet 1974 1960
Veldissproti Ottókars konungs 1974 1939
Leynivopnið 1975 1956
Kola-farmurinn 1975 1958
Skurðgoðið með skarð í eyra 1975 1937
Svarta gullið 1975 1950
Leyndardómur Einhyrningsins 1976 1943
Tinni í Kongó 1976 1931
Tinni í Ameríku 1976 1932
Flugrás 714 til Sydney 1976 1968
Vandræði ungfrú Vailu Veinólinó 1977 1963
Blái lótusinn 1977 1936
Tinni og Pikkarónarnir 1977 1976
Fjársjóður Rögnvaldar rauða 1977 1944
Tinni í Sovétríkjunum 2007 1930
Tintin et l'Alph-Art óútgefin 1986

Heimildir:

Myndir:

Upprunalega spurningin var þessi:

Komu allar Tinnabækurnar út á íslensku og hver er útgáfuröð þeirra í Belgíu? Segið mér líka allt um Tinna.

Höfundur þakkar Sigurjóni Ólafssyni, stundakennara við HÍ, fyrir yfirlestur og fyrir að skrifa efnisgreinina um heimsókn Tinna til Akureyrar.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

10.1.2016

Spyrjandi

Kjartan Bragi Valgeirsson

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvenær kom fyrsta bókin um Tinna út og hafa allar Tinnabækurnar komið út á íslensku?“ Vísindavefurinn, 10. janúar 2016, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=11847.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2016, 10. janúar). Hvenær kom fyrsta bókin um Tinna út og hafa allar Tinnabækurnar komið út á íslensku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=11847

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvenær kom fyrsta bókin um Tinna út og hafa allar Tinnabækurnar komið út á íslensku?“ Vísindavefurinn. 10. jan. 2016. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=11847>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær kom fyrsta bókin um Tinna út og hafa allar Tinnabækurnar komið út á íslensku?
Tinni er söguhetja í belgískum teiknimyndasögum eftir teiknarann Hergé. Fyrsta sagan um Tinna kom út árið 1929 og fjölmargar fylgdu í kjölfarið. Flestar sögurnar hafa komið út á íslensku. Nokkrir íslenskir karlar bera nafnið Tinni en það virðist sótt til söguhetjunnar.

Skapari Tinna var Belginn Georgés Remi (1907-1983) sem gekk undir höfundarnafninu Hergé. Nafnið er myndað með því að bera fram í öfugri röð upphafsstafi höfundarins á frönsku, það er RG.

Fyrstu teikningar Hergés birtust árið 1921 í skólablaði sem skátafélag höfundarins gaf út. Tveimur árum síðar sáust teikningar Hergés í almennu skátablaði belgískra skáta. Blaðið nefndist Le Boy-scout belge og kom út einu sinni í mánuði. Árið 1926 kom fyrsta teiknimyndasaga Hergés út í sama blaði. Í henni segir frá söguhetjunni Totor sem var eins konar fyrirrennari Tinna.

Kápumynd Le Petit Vingtième sem var vikulegt barnablað. Þar birtist fyrsta sagan af Tinna, framhaldssaga sem hófst 10. janúar 1929. Myndin til hægri birtist fimmtudaginn 1. maí 1930.

Fyrsta sagan um Tinna var framhaldssaga í barnablaðinu Le Petit Vingtième, sem fylgdi vikulega með dagblaðinu Le Vingtième Siècle. Fyrsti söguhlutinn birtist 10. janúar árið 1929 og sá síðasti 8. maí 1930. Sagan kom síðan út á bókarformi árið 1930 og nefndist á frummálinu Tintin au pays des Soviets. Hluti upplagsins eða 500 eintök, var gefinn út með áritun söguhetjunnar Tinna og hundsins Tobba. Hergé áritaði fyrir hönd Tinna en ritari á blaðinu Le Vingtième Siècle áritaði fyrir hönd Tobba. Sagan kom fyrst út á íslensku árið 2007 og nefndist Tinni í Sovétríkjunum.

Í bókinni segir af blaðamanninum Tinna sem starfar fyrir barnablaðið Le Petit Vingtième og er sendur til Sovétríkjanna til að greina ungum lesendum blaðsins frá ástandi mála þar. Samkvæmt sumum heimildum hafði Hergé fyrirhugað að fyrsta sagan um Tinna gerðist í Ameríku en samningur Hergés við belgíska prestinn og blaðamaðinn Norbert Wallez (1882-1952), ritstjóra Le Vingtième Siècle, kvað á um að fyrsta sagan gerðist í Sovétríkjunum. Áður en Hergé hófst handa við söguna fékk Wallez honum í hendur ritið Moscou sans voiles: Neuf ans de travail au pays des Soviets sem fyrrum ræðismaður Belga í Sovétríkjunum, Joseph Douillet, hafði skrifað og gefið út 1928. Þar er sett fram hörð gagnrýni á stjórnarfar í Sovétríkjunum og hugmyndafræði kommúnismans. Sum atriði úr riti Douillets voru tekin lítið breytt upp í framhaldssögunni um Tinna.

Í fyrstu framhaldssögunni af Tinna og bókinni Tinni í Sovétríkjunum eru einu myndirnar af Tinna þar sem hann sést skrifa fréttir.

Eitt helsta einkenni Tinna er gulleitur hárbrúskur sem birtist strax í fyrstu sögunni. Í sögubyrjun er Tinni vel greiddur en á áttundu síðu stekkur hann upp í opinn bíl og brunar svo hratt af stað að hárið á honum ýfist. Eftir þessa bílferð hélst greiðsla Tinna óbreytt allar 24 bækurnar.

Tinni var mikill ferðalangur og kom meðal annars einu sinni til Íslands. Í bókinni Dularfulla stjarnan koma félagarnir Tinni, Tobbi og Kolbeinn við á Akureyri með skipinu Aurora til að sækja olíu og vistir fyrir rannsóknarleiðangur norður í Íshaf í leit að lofsteini. Kolbeinn kafteinn, sem var þá forseti Bindindissamtaka sjómanna, varð Bakkusi að bráð í heimsókninni til Akureyrar og háði margar glímur við Bakkus eftir það.

Myndaröð úr bókinni Dularfulla stjarnan. Á myndinni lengst til hægri sjást Tinni, Kolbeinn og Tobbi stíga á land á Akureyri. Dularfulla stjarnan var fyrsta Tinnabókin sem kom út í íslenskri þýðingu, líklega hafði Íslandsheimsóknin þar sitt að segja.

Eiginlega Tinnabækur eru 24 talsins. Af þeim hafa 23 verið þýddar á íslensku, aðeins seinasta bókin Tintin et l'Alph-Art er óþýdd. Hergé náði ekki að ljúka þeirri bók áður en hann lést í mars 1983 en hún var engu að síður gefin út eftir lát hans, ófullgerð.

Tinnabækurnar eru með vinsælustu evrópsku teiknimyndasögum sem gefnar hafa verið út. Þær hafa verið þýddar á yfir 70 tungumál og selst í meira en 230 milljónum eintaka.

Hér fylgir listi yfir eiginlegar Tinnabækur, listanum er raðað eftir útgáfuári þýðingar á íslensku og í aftasta dálki kemur fram hvenær sagan var fyrst gefin út á frummálinu á bókarformi.

Titill Útgáfuár þýðingar Frumútgáfa
Dularfulla stjarnan 1971 1942
Svaðilför í Surtsey 1971 1938
Eldflaugastöðin : ævintýri Tinna á tunglinu : fyrri hluti 1972 1953
Vindlar Faraos : ævintýri Tinna í Austurlöndum 1972 1934
Krabbinn með gylltu klærnar 1973 1941
Í myrkum Mánafjöllum : ævintýri Tinna á tunglinu 1973 1954
Sjö kraftmiklar kristallskúlur 1974 1948
Fangarnir í Sólhofinu 1974 1949
Tinni í Tíbet 1974 1960
Veldissproti Ottókars konungs 1974 1939
Leynivopnið 1975 1956
Kola-farmurinn 1975 1958
Skurðgoðið með skarð í eyra 1975 1937
Svarta gullið 1975 1950
Leyndardómur Einhyrningsins 1976 1943
Tinni í Kongó 1976 1931
Tinni í Ameríku 1976 1932
Flugrás 714 til Sydney 1976 1968
Vandræði ungfrú Vailu Veinólinó 1977 1963
Blái lótusinn 1977 1936
Tinni og Pikkarónarnir 1977 1976
Fjársjóður Rögnvaldar rauða 1977 1944
Tinni í Sovétríkjunum 2007 1930
Tintin et l'Alph-Art óútgefin 1986

Heimildir:

Myndir:

Upprunalega spurningin var þessi:

Komu allar Tinnabækurnar út á íslensku og hver er útgáfuröð þeirra í Belgíu? Segið mér líka allt um Tinna.

Höfundur þakkar Sigurjóni Ólafssyni, stundakennara við HÍ, fyrir yfirlestur og fyrir að skrifa efnisgreinina um heimsókn Tinna til Akureyrar.

...