Ár var alda, það er ekki var, var-a sandur né sær né svalar unnir; jörð fannst æva né upphiminn, gap var ginnunga en gras hvergi,Óðinn, Víli og Vé skópu himinkringluna úr höfði Ýmis, sjóinn úr blóði hans og fjöllin úr beinunum. Í gegnum miðjan heiminn gekk tréð Askur Yggdrasils. Ein rót þess lá yfir Niflheimi, sem voru undirheimar og ríki Heljar. Þar var viskubrunnurinn Mímir.

- Hvað hétu örlaganornirnar í norrænni goðafræði? eftir Evu Hrund Hlynsdóttur, Katrínu Arndísi Blomsterberg Magneudóttur og Helga Kristjánsson
- Í hvaða háskólanámi er hægt að læra um norræna goðafræði? eftir Terry Gunnell
- Af hverju er Óðinn eineygður? eftir Erlu Sighvatsdóttur
- Hverju hvíslaði Óðinn í eyra Baldurs? eftir Gísla Sigurðsson
Þetta svar er að hluta eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2008.