Sólin Sólin Rís 07:26 • sest 19:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 08:03 • Sest 19:28 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:11 • Síðdegis: 18:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:28 í Reykjavík

Fann einhver upp samlokuna?

Baldur Steindórsson og Nökkvi Gunnarsson

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Er einhver sem fann upp samlokuna? Af hverju heitir hún sandwich á ensku?

Hér er einnig svarað spurningu Hjalta:
Hvers vegna er samloka á ensku sandwich, ætti langloka þá ekki að vera longwich?

Enska og alþjóðlega heitið sandwich er sagt vera frá 18. öld og kennt við 4. jarlinn af Sandwich, John Montagu (1718-1792). Hann sá kosti þess að borða í senn brauð og kjöt og nota aðeins aðra höndina til þess. John Montagu hafði að sögn unun að því að sitja við spil. Þegar hann fann til svengdar þurfti hann ekki setjast til borðs annars staðar heldur gat hann haldið áfram að spila með samloku í annarri hendi og spilin í hinni. Sagt er að vinir hans hafi þá beðið um „það sama og Sandwich!“ Önnur saga segir þó að jarlinn hafi vegna mikillar vinnu sinnar þótt hentugt að borða samlokur við skrifborð sitt.

John Montagu, 4. jarlinn af Sandwich. Málverkið er frá 1783.

Þó nútímaútgáfan af samlokunni sé kennd við jarlinn er næsta víst að sú hugmynd að setja kjöt eða annað álegg ofan á eða milli tveggja brauðsneiða sé mun eldri. Þannig er talið að gyðingurinn Hillel eldri, sem uppi var á 1. öld f.Kr., hafi tekið tvær flatbrauðssneiðar, nefndar matzo, og sett lambakjöt og beiskar jurtir á milli þeirra.

Á miðöldum voru þykkar, gamlar brauðsneiðar gjarnan notaðar í stað diska. Þegar menn höfðu lokið við matinn, gáfu þeir hundum sínum eða fátækum brauðsneiðina. Á 16. og 17. öld var helst talað um 'brauð með osti' eða 'brauð með kjöti' þegar átt var við einhvers konar samlokur. Um miðja 19. öld barst samlokan yfir Atlantshafið. Undir lok þriðja áratugar 20. aldar fóru bakarí og verslanir í Bandaríkjunum að selja niðursneitt brauð og gera má ráð fyrir að vinsældir samlokunnar hafi aukist töluvert við það.

Enska og alþjóðlega heitið sandwich er sagt vera frá 18. öld og kennt við 4. jarlinn af Sandwich, John Montagu (1718-1792). Hann sá kosti þess að borða í senn brauð og kjöt og nota aðeins til þess aðra höndina.

Nú á dögum eru samlokur mjög vinsælar, sérstaklega sem nesti í skóla, vinnu eða ferðalög. Stafar það meðal annars af því að auðvelt er að búa þær til og geyma. Enn fremur eru til margs konar tegundir af brauði og það sem fer á samlokuna er einungis takmarkað af hugmyndafluginu og smekk manna.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2016.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

15.7.2016

Spyrjandi

Ritstjórn, Hjalti Þorkelsson

Tilvísun

Baldur Steindórsson og Nökkvi Gunnarsson. „Fann einhver upp samlokuna? “ Vísindavefurinn, 15. júlí 2016. Sótt 21. mars 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=14503.

Baldur Steindórsson og Nökkvi Gunnarsson. (2016, 15. júlí). Fann einhver upp samlokuna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=14503

Baldur Steindórsson og Nökkvi Gunnarsson. „Fann einhver upp samlokuna? “ Vísindavefurinn. 15. júl. 2016. Vefsíða. 21. mar. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=14503>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Fann einhver upp samlokuna?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:

Er einhver sem fann upp samlokuna? Af hverju heitir hún sandwich á ensku?

Hér er einnig svarað spurningu Hjalta:
Hvers vegna er samloka á ensku sandwich, ætti langloka þá ekki að vera longwich?

Enska og alþjóðlega heitið sandwich er sagt vera frá 18. öld og kennt við 4. jarlinn af Sandwich, John Montagu (1718-1792). Hann sá kosti þess að borða í senn brauð og kjöt og nota aðeins aðra höndina til þess. John Montagu hafði að sögn unun að því að sitja við spil. Þegar hann fann til svengdar þurfti hann ekki setjast til borðs annars staðar heldur gat hann haldið áfram að spila með samloku í annarri hendi og spilin í hinni. Sagt er að vinir hans hafi þá beðið um „það sama og Sandwich!“ Önnur saga segir þó að jarlinn hafi vegna mikillar vinnu sinnar þótt hentugt að borða samlokur við skrifborð sitt.

John Montagu, 4. jarlinn af Sandwich. Málverkið er frá 1783.

Þó nútímaútgáfan af samlokunni sé kennd við jarlinn er næsta víst að sú hugmynd að setja kjöt eða annað álegg ofan á eða milli tveggja brauðsneiða sé mun eldri. Þannig er talið að gyðingurinn Hillel eldri, sem uppi var á 1. öld f.Kr., hafi tekið tvær flatbrauðssneiðar, nefndar matzo, og sett lambakjöt og beiskar jurtir á milli þeirra.

Á miðöldum voru þykkar, gamlar brauðsneiðar gjarnan notaðar í stað diska. Þegar menn höfðu lokið við matinn, gáfu þeir hundum sínum eða fátækum brauðsneiðina. Á 16. og 17. öld var helst talað um 'brauð með osti' eða 'brauð með kjöti' þegar átt var við einhvers konar samlokur. Um miðja 19. öld barst samlokan yfir Atlantshafið. Undir lok þriðja áratugar 20. aldar fóru bakarí og verslanir í Bandaríkjunum að selja niðursneitt brauð og gera má ráð fyrir að vinsældir samlokunnar hafi aukist töluvert við það.

Enska og alþjóðlega heitið sandwich er sagt vera frá 18. öld og kennt við 4. jarlinn af Sandwich, John Montagu (1718-1792). Hann sá kosti þess að borða í senn brauð og kjöt og nota aðeins til þess aðra höndina.

Nú á dögum eru samlokur mjög vinsælar, sérstaklega sem nesti í skóla, vinnu eða ferðalög. Stafar það meðal annars af því að auðvelt er að búa þær til og geyma. Enn fremur eru til margs konar tegundir af brauði og það sem fer á samlokuna er einungis takmarkað af hugmyndafluginu og smekk manna.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2016....