Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru háloftavindar?

Guðrún Nína Petersen

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvað eru háloftavindar? Hvernig verða þeir til? Í hvaða hæð eru þeir?

Í stuttu máli þá eru háloftavindar vindar í lofthjúpnum þar sem viðnám yfirborðs jarðarinnar gætir ekki. Þeir myndast vegna þrýstimunar, líkt og allur vindur. Í háloftunum eru vindrastir þar sem vindur er mun meiri en að meðaltali. Yfirleitt þegar talað er um háloftavind og háloftavindrastir er átt við vind í meira en 5 km hæð. Háloftavindar ná yfirleitt mestum styrk við veðrahvörfin.

Háloftavindröstin, þar sem vindhraði er mikill, er gjarnan löng og mjó og vel afmörkuð frá umhverfinu líkt og rastir í straumvatni. Mesti vindhraði er merktur með rauðu, minni vindhraði með bláu. Með því að fara inn á Youtube slóðina í lok svarsins má sjá hreyfimynd af því hvernig röstin liðast um norðurhvelið.

Háloftavindar eru vindar í hinum frjálsa lofthjúp, það er að segja yfir þeirri hæð þar sem áhrifa viðnáms yfirborðs jarðar gætir en þó geta hæstu fjallgarðarnir, svo sem Klettafjöllin og Himalajafjöllin, haft nokkur áhrif. Háloftavindar myndast líkt og allur vindur vegna hitamunar, sem orsakar þrýstingsmun. Vindar, ásamt hafstraumum, sjá um að flytja varma frá hitabeltinu í átt að heimsskautunum. Ef ekki gætti snúnings jarðar myndi þessi flutningur vera beint frá miðbaug að heimskautunum. Snúningur jarðar býr til svokallaðan svigkraft (Corioliskraftur, e. Coriolis force) sem leitast til að sveigja loftstrauminn til hægri á norðurhveli og vinstri á suðurhveli. Vindurinn verður því vestlægur í háloftum (sjá Af hverju er vindur?).

Hve hátt upp þarf að fara til að komast inn í hinn frjálsa lofthjúp fer eftir breiddarstigi og árstíð. Yfirleitt þegar rætt er um háloftavinda er þó átt við vinda í yfir 5 km hæð. Þótt háloftavindar virðist ekki streyma fram hjá neinu sérstöku, nema hæstu fjallgörðunum, þá myndast í þeim vindstrengir eða rastir (e. jet stream). Þetta er líkt og gerist gjarnan í straumvötnum þar sem ár leggjast í strengi eða rastir með mun meiri straum en er að meðaltali í ánni. Einnig geta myndast hringstraumar sem beina straumnum á móti meginstraumstefnu. Vindrastir háloftanna eru mjög breytilegar frá degi til dags og á norðurhveli eru þær venjulega öflugastar nokkuð langt sunnan Íslands, til dæmis yfir Bandaríkjunum. Þær sveiflast þó til líkt og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. Mjög gott samband er milli legu þeirra og veðurlags á jörðu niðri um allt tempraða beltið og norður á heimskautasvæðin. Með því að fljúga með vindröstunum, það er í straumnum, er hægt að stytta flugtíma en þegar fljúga þarf á móti þeim lengist flugið (sjá Hvers vegna er flugvél hálftíma lengur að fljúga frá Keflavík til Boston en öfugt?).

Vindörvar og vindhraði yfir 60 hnútum (30 m/s) í 300 hPa hæð (8-10 km) . Greining Reiknimiðstöðvar evrópskra veðurstofa 10. janúar 2017 kl. 12.

Háloftavindar hafa jafnan mestan vindstyrk við veðrahvörfin, í 9-12 km hæð. Háloftavindröstin er oft skilgreind sem tiltölulega langt en mjótt afmarkað svæði þar sem vindhraði er mun meiri en umhverfis hana. Í miðri röstinni er að finna mesta vindhraðann, svokallaðan skotvind rastarinnar (e. jet streak eða jet stream core).

Myndir:

Höfundur

Guðrún Nína Petersen

veðurfræðingur

Útgáfudagur

8.9.2017

Spyrjandi

Hlöðver Þór Árnason

Tilvísun

Guðrún Nína Petersen. „Hvað eru háloftavindar?“ Vísindavefurinn, 8. september 2017, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=15083.

Guðrún Nína Petersen. (2017, 8. september). Hvað eru háloftavindar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=15083

Guðrún Nína Petersen. „Hvað eru háloftavindar?“ Vísindavefurinn. 8. sep. 2017. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=15083>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru háloftavindar?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hvað eru háloftavindar? Hvernig verða þeir til? Í hvaða hæð eru þeir?

Í stuttu máli þá eru háloftavindar vindar í lofthjúpnum þar sem viðnám yfirborðs jarðarinnar gætir ekki. Þeir myndast vegna þrýstimunar, líkt og allur vindur. Í háloftunum eru vindrastir þar sem vindur er mun meiri en að meðaltali. Yfirleitt þegar talað er um háloftavind og háloftavindrastir er átt við vind í meira en 5 km hæð. Háloftavindar ná yfirleitt mestum styrk við veðrahvörfin.

Háloftavindröstin, þar sem vindhraði er mikill, er gjarnan löng og mjó og vel afmörkuð frá umhverfinu líkt og rastir í straumvatni. Mesti vindhraði er merktur með rauðu, minni vindhraði með bláu. Með því að fara inn á Youtube slóðina í lok svarsins má sjá hreyfimynd af því hvernig röstin liðast um norðurhvelið.

Háloftavindar eru vindar í hinum frjálsa lofthjúp, það er að segja yfir þeirri hæð þar sem áhrifa viðnáms yfirborðs jarðar gætir en þó geta hæstu fjallgarðarnir, svo sem Klettafjöllin og Himalajafjöllin, haft nokkur áhrif. Háloftavindar myndast líkt og allur vindur vegna hitamunar, sem orsakar þrýstingsmun. Vindar, ásamt hafstraumum, sjá um að flytja varma frá hitabeltinu í átt að heimsskautunum. Ef ekki gætti snúnings jarðar myndi þessi flutningur vera beint frá miðbaug að heimskautunum. Snúningur jarðar býr til svokallaðan svigkraft (Corioliskraftur, e. Coriolis force) sem leitast til að sveigja loftstrauminn til hægri á norðurhveli og vinstri á suðurhveli. Vindurinn verður því vestlægur í háloftum (sjá Af hverju er vindur?).

Hve hátt upp þarf að fara til að komast inn í hinn frjálsa lofthjúp fer eftir breiddarstigi og árstíð. Yfirleitt þegar rætt er um háloftavinda er þó átt við vinda í yfir 5 km hæð. Þótt háloftavindar virðist ekki streyma fram hjá neinu sérstöku, nema hæstu fjallgörðunum, þá myndast í þeim vindstrengir eða rastir (e. jet stream). Þetta er líkt og gerist gjarnan í straumvötnum þar sem ár leggjast í strengi eða rastir með mun meiri straum en er að meðaltali í ánni. Einnig geta myndast hringstraumar sem beina straumnum á móti meginstraumstefnu. Vindrastir háloftanna eru mjög breytilegar frá degi til dags og á norðurhveli eru þær venjulega öflugastar nokkuð langt sunnan Íslands, til dæmis yfir Bandaríkjunum. Þær sveiflast þó til líkt og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. Mjög gott samband er milli legu þeirra og veðurlags á jörðu niðri um allt tempraða beltið og norður á heimskautasvæðin. Með því að fljúga með vindröstunum, það er í straumnum, er hægt að stytta flugtíma en þegar fljúga þarf á móti þeim lengist flugið (sjá Hvers vegna er flugvél hálftíma lengur að fljúga frá Keflavík til Boston en öfugt?).

Vindörvar og vindhraði yfir 60 hnútum (30 m/s) í 300 hPa hæð (8-10 km) . Greining Reiknimiðstöðvar evrópskra veðurstofa 10. janúar 2017 kl. 12.

Háloftavindar hafa jafnan mestan vindstyrk við veðrahvörfin, í 9-12 km hæð. Háloftavindröstin er oft skilgreind sem tiltölulega langt en mjótt afmarkað svæði þar sem vindhraði er mun meiri en umhverfis hana. Í miðri röstinni er að finna mesta vindhraðann, svokallaðan skotvind rastarinnar (e. jet streak eða jet stream core).

Myndir:

...