Allir hafa í sér umbunarkerfi og er það talið mikilvægt meðal annars til að læra og viðhalda hegðun. Þar sem öll ávanaefni og “fíknihegðun” (til dæmis spilafíkn) ræsa kerfið telja margir að þeir sem þróa með sér fíkn hafi einhvers konar konar galla í umbunarkerfinu. Þegar neysla áfengis er mikil bætast við fleiri þættir sem gera menn háða efninu. Áfengi losar ekki bara dópamaín heldur einnig mörg önnur boðefni í heilanum og náttúruleg viðbrögð heilans eru að vinna á móti þessum nýju aðstæðum. Þetta veldur smám saman auknu áfengisþoli og svo fráhvarfseinkennum ef drykkju er hætt. Heilinn er þá orðinn vanur áfengisbaði og einstaklingurinn um leið háður áfengi til forðast fráhvarfseinkenni og líða eðlilega. Á Vísindavefnum eru fleiri svör sem fjalla um áfengi eða fíkn, til dæmis:
- Hvaða áhrif hefur alkóhól á heila og líkama? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur
- Hvers vegna verður fólk hresst og glatt við það að drekka áfengi? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur
- Hvað er áfengiseitrun? eftir Bjarni Össurarson Rafnar
- Hvað er alkóhólismi? eftir Erlu Björgu Sigurðardóttur
- Eru tölvuleikir vanabindandi? eftir Zuilma Gabrielu Sigurðardóttur og Sigurð J. Grétarsson
- Er spilafíkn á meðal íslenskra ungmenna? eftir Daníel Þór Ólason
- New Jersey City University Counseling Center. Sótt 6. 3. 2009.