Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er það í áfengi sem gerir fólk háð því?

Það er ekki vitað algerlega fyrir víst hvað það er í áfengi sem gerir fólk háð því. Hins vegar eiga öll vímu- og ávanaefni það sameiginlegt að losa boðefnið dópamín á ákveðnum stað í heilanum. Dópamínbrautir heilans hafa verið kallaðar ýmsum nöfnum til dæmis ”umbunarkerfið” eða “fíknikerfið”. Losun á dópamíni í umbunarkerfinu veldur vellíðan og ræsing á kerfinu á sér reyndar stað við margs konar ánægjulegt atferli eins og til dæmis kynlíf.Allir hafa í sér umbunarkerfi og er það talið mikilvægt meðal annars til að læra og viðhalda hegðun. Þar sem öll ávanaefni og “fíknihegðun” (til dæmis spilafíkn) ræsa kerfið telja margir að þeir sem þróa með sér fíkn hafi einhvers konar konar galla í umbunarkerfinu.

Þegar neysla áfengis er mikil bætast við fleiri þættir sem gera menn háða efninu. Áfengi losar ekki bara dópamaín heldur einnig mörg önnur boðefni í heilanum og náttúruleg viðbrögð heilans eru að vinna á móti þessum nýju aðstæðum. Þetta veldur smám saman auknu áfengisþoli og svo fráhvarfseinkennum ef drykkju er hætt. Heilinn er þá orðinn vanur áfengisbaði og einstaklingurinn um leið háður áfengi til forðast fráhvarfseinkenni og líða eðlilega.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör sem fjalla um áfengi eða fíkn, til dæmis:

Mynd:

Útgáfudagur

9.3.2009

Spyrjandi

Freyja Hrönn

Höfundur

yfirlæknir vímuefnadeildar LSH

Tilvísun

Bjarni Össurarson Rafnar. „Hvað er það í áfengi sem gerir fólk háð því?“ Vísindavefurinn, 9. mars 2009. Sótt 20. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=15805.

Bjarni Össurarson Rafnar. (2009, 9. mars). Hvað er það í áfengi sem gerir fólk háð því? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=15805

Bjarni Össurarson Rafnar. „Hvað er það í áfengi sem gerir fólk háð því?“ Vísindavefurinn. 9. mar. 2009. Vefsíða. 20. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=15805>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ingibjörg Gunnarsdóttir

1974

Ingibjörg Gunnarsdóttir er prófessor í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknastofu í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala. Ingibjörg hefur rannsakað áhrif næringar á meðgöngu á heilsu móður og tengsl næringar og vaxtar fyrstu ár ævinnar við heilsu allt fram á fullorðins ár.