Sólin Sólin Rís 09:56 • sest 17:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:17 • Sest 11:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:35 • Síðdegis: 18:54 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:23 • Síðdegis: 12:53 í Reykjavík

Hvað er klukkan á norður- og suðurpólnum?

EDS

Í örstuttu máli þá getur þú ráðið því!

Hnettinum er skipt í 24 tímabelti sem hvert um sig tekur yfir 15 lengdarbauga og er grunnhugmyndin er sú að innan hvers tímabeltis sé klukkan alls staðar það sama. Tímabeltin fylgja þó ekki lengdarbaugunum alveg nákvæmlega því víða fara þau eftir landamærum þannig að sami tími gildi í landinu öllu. Það er ákvörðun stjórnvalda á hverjum stað hvaða tímabelti er fylgt. Í þessu sambandi má benda á svar við spurningunni Hvað er klukkan í Kína þegar hún er 12 á hádegi hér?

Lengdarbaugar eru ímyndaðir hálfhringir sem dregnir eru á milli norður- og suðurpóls jarðar hornrétt á miðbaug. Bilið á milli lengdarbauga er mest við miðbaug en minnkar eftir því sem nær dregur pólunum og er ekkert við pólana sjálfa þar sem þeir koma allir saman.Í Amundsen-Scott-rannsóknarstöðinni sem staðsett er á suðurpólnum er notaður sami tími og á Nýja-Sjálandi.

Þar sem lengdarbaugarnir koma allir saman er lítið vit í að nota þá til þess að ákvarða hvaða tímabelti er á norður- eða suðurpólnum. Þess vegna getur í raun hver og einn ráðið því hvaða tímabelti hann vill fylgja á þessum stöðum. Hins vegar hefur skapast sú hefð í Amundsen-Scott-rannsóknarstöðinni sem staðsett er á suðurpólnum að nota þar sama tíma og á Nýja-Sjálandi af þeirri ástæðu að allt flug til Suðurskautslandsins er þaðan.

Aftur á móti eru menn ekki á norðurpólnum að staðaldri og þess vegna hefur ekki skapast sama hefð fyrir að nota ákveðið tímabelti þar. Þeir sem fara á norðurpólinn nota því gjarnan þann tíma sem er í þeirra heimalandi eða miðtíma Greenwich.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

16.2.2009

Spyrjandi

Óskar Pétur Einarsson
Guðjón Magnússon
Steinar Geirdal

Tilvísun

EDS. „Hvað er klukkan á norður- og suðurpólnum?“ Vísindavefurinn, 16. febrúar 2009. Sótt 5. febrúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=16705.

EDS. (2009, 16. febrúar). Hvað er klukkan á norður- og suðurpólnum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=16705

EDS. „Hvað er klukkan á norður- og suðurpólnum?“ Vísindavefurinn. 16. feb. 2009. Vefsíða. 5. feb. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=16705>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er klukkan á norður- og suðurpólnum?
Í örstuttu máli þá getur þú ráðið því!

Hnettinum er skipt í 24 tímabelti sem hvert um sig tekur yfir 15 lengdarbauga og er grunnhugmyndin er sú að innan hvers tímabeltis sé klukkan alls staðar það sama. Tímabeltin fylgja þó ekki lengdarbaugunum alveg nákvæmlega því víða fara þau eftir landamærum þannig að sami tími gildi í landinu öllu. Það er ákvörðun stjórnvalda á hverjum stað hvaða tímabelti er fylgt. Í þessu sambandi má benda á svar við spurningunni Hvað er klukkan í Kína þegar hún er 12 á hádegi hér?

Lengdarbaugar eru ímyndaðir hálfhringir sem dregnir eru á milli norður- og suðurpóls jarðar hornrétt á miðbaug. Bilið á milli lengdarbauga er mest við miðbaug en minnkar eftir því sem nær dregur pólunum og er ekkert við pólana sjálfa þar sem þeir koma allir saman.Í Amundsen-Scott-rannsóknarstöðinni sem staðsett er á suðurpólnum er notaður sami tími og á Nýja-Sjálandi.

Þar sem lengdarbaugarnir koma allir saman er lítið vit í að nota þá til þess að ákvarða hvaða tímabelti er á norður- eða suðurpólnum. Þess vegna getur í raun hver og einn ráðið því hvaða tímabelti hann vill fylgja á þessum stöðum. Hins vegar hefur skapast sú hefð í Amundsen-Scott-rannsóknarstöðinni sem staðsett er á suðurpólnum að nota þar sama tíma og á Nýja-Sjálandi af þeirri ástæðu að allt flug til Suðurskautslandsins er þaðan.

Aftur á móti eru menn ekki á norðurpólnum að staðaldri og þess vegna hefur ekki skapast sama hefð fyrir að nota ákveðið tímabelti þar. Þeir sem fara á norðurpólinn nota því gjarnan þann tíma sem er í þeirra heimalandi eða miðtíma Greenwich.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:...