Sólin Sólin Rís 10:37 • sest 16:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:10 • Sest 22:26 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:35 • Síðdegis: 20:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:55 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:37 • sest 16:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:10 • Sest 22:26 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:35 • Síðdegis: 20:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:55 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Tapaði einhver kalda stríðinu?

Rósa Magnúsdóttir

Hefðbundna skoðunin er sú að Sovétríkin hafi tapað kalda stríðinu. Hugmyndafræðilega snerist kalda stríðið um baráttuna á milli kapítalískrar frjálshyggju og kommúnískrar alræðishyggju. Hrun Sovétríkjanna var af mörgum túlkað á þann hátt að ekki hefði tekist að byggja upp samfélag sem byggði á gildum kommúnismans og því hefði lýðræðisleg frjálshyggja sigrað. Einnig var horft til þess að Varsjárbandalagið leið undir lok en Atlantshafsbandalagið stækkaði, og þannig tóku Bandaríkin sér leiðandi stöðu á alþjóðasviðinu á tíunda áratug síðustu aldar.

Bandarískir og sovéskir skriðdrekar andspænis hverjum öðrum við Checkpoint Charlie í Berlín 1961.

Bandarískir og sovéskir skriðdrekar andspænis hverjum öðrum við Checkpoint Charlie í Berlín 1961.

Fljótlega fór þó að bera á öðrum skoðunum enda er erfitt að tala um að einhver hafi sigrað í átökum sem voru gríðarlega kostnaðarsöm fyrir alla aðila. Þá er sérstaklega horft á vígbúnaðarkapphlaupið og hernaðaruppbygginguna sem hafði afleiðingar víða um heim. Einnig hafa ýmsir fræðimenn haldið því fram að flóknar innri aðstæður í Sovétríkjunum hafi haft meiri áhrif á endanlegt hrun þeirra heldur en þrýstingurinn frá Bandaríkjunum. Þannig að þó svo að hefðbundna skoðunin sé sú að Sovétríkin hafi tapað þá er því líka haldið á lofti að í raun hafi enginn sigrað kalda stríðið þar sem átökin höfðu víðtækar neikvæðar afleiðingar. Þá hafa fræðimenn einnig bent á að eftir því sem tíminn líður og við höfum aðgang að fleiri heimildum, til dæmis vitnisburði helstu þátttakenda í kalda stríðinu á níunda áratugnum, þá muni sýn okkar á endalok kalda stríðsins halda áfram að þróast.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Rósa Magnúsdóttir

prófessor í sagnfræði við HÍ

Útgáfudagur

22.1.2026

Spyrjandi

Pétur Ingimarsson

Tilvísun

Rósa Magnúsdóttir. „Tapaði einhver kalda stríðinu?“ Vísindavefurinn, 22. janúar 2026, sótt 22. janúar 2026, https://visindavefur.is/svar.php?id=18988.

Rósa Magnúsdóttir. (2026, 22. janúar). Tapaði einhver kalda stríðinu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=18988

Rósa Magnúsdóttir. „Tapaði einhver kalda stríðinu?“ Vísindavefurinn. 22. jan. 2026. Vefsíða. 22. jan. 2026. <https://visindavefur.is/svar.php?id=18988>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Tapaði einhver kalda stríðinu?
Hefðbundna skoðunin er sú að Sovétríkin hafi tapað kalda stríðinu. Hugmyndafræðilega snerist kalda stríðið um baráttuna á milli kapítalískrar frjálshyggju og kommúnískrar alræðishyggju. Hrun Sovétríkjanna var af mörgum túlkað á þann hátt að ekki hefði tekist að byggja upp samfélag sem byggði á gildum kommúnismans og því hefði lýðræðisleg frjálshyggja sigrað. Einnig var horft til þess að Varsjárbandalagið leið undir lok en Atlantshafsbandalagið stækkaði, og þannig tóku Bandaríkin sér leiðandi stöðu á alþjóðasviðinu á tíunda áratug síðustu aldar.

Bandarískir og sovéskir skriðdrekar andspænis hverjum öðrum við Checkpoint Charlie í Berlín 1961.

Bandarískir og sovéskir skriðdrekar andspænis hverjum öðrum við Checkpoint Charlie í Berlín 1961.

Fljótlega fór þó að bera á öðrum skoðunum enda er erfitt að tala um að einhver hafi sigrað í átökum sem voru gríðarlega kostnaðarsöm fyrir alla aðila. Þá er sérstaklega horft á vígbúnaðarkapphlaupið og hernaðaruppbygginguna sem hafði afleiðingar víða um heim. Einnig hafa ýmsir fræðimenn haldið því fram að flóknar innri aðstæður í Sovétríkjunum hafi haft meiri áhrif á endanlegt hrun þeirra heldur en þrýstingurinn frá Bandaríkjunum. Þannig að þó svo að hefðbundna skoðunin sé sú að Sovétríkin hafi tapað þá er því líka haldið á lofti að í raun hafi enginn sigrað kalda stríðið þar sem átökin höfðu víðtækar neikvæðar afleiðingar. Þá hafa fræðimenn einnig bent á að eftir því sem tíminn líður og við höfum aðgang að fleiri heimildum, til dæmis vitnisburði helstu þátttakenda í kalda stríðinu á níunda áratugnum, þá muni sýn okkar á endalok kalda stríðsins halda áfram að þróast.

Heimildir og myndir:...