Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:33 • Sest 01:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:46 • Síðdegis: 14:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:46 í Reykjavík

Hvernig er landslagið undir Vatnajökli?

Helgi Björnsson

Vatnajökull hvílir á hásléttu í 600 til 800 m hæð. Hæstu fjöll ná 1,900 m en neðst nær botninn 200-300 m niður fyrir sjávarmál undir Breiðarmerkurjökli og Skeiðarárjökli. Mikill dalur er upp af Skeiðarárjökli yfir til Brúarjökuls og nær hann hvergi 700 m hæð yfir sjó. Aðeins um tíundi hluti af botninum rís yfir 1.100 m hæð, – sem er meðalhæð hjarnmarka á sunnanverðum jöklinum. Hyrfi jökullinn yrði hann því ekki til á ný við núverandi loftslag. Hins vegar eru 70% af yfirborði jökulíssins ofan við 1.100 m hæð. Jökullinn helst því við vegna eigin hæðar.

Undir vestanverðum jöklinum er eldvirkni öflugust á Íslandi, svo að þar hafa hlaðist upp mörg hæstu fjöll landsins: Bárðarbunga, Hamarinn, Háabunga, Grímsfjall og Kverkfjöll. Fjallshryggir myndaðir við gos á sprungum teygja sig út frá þeim. Greina má fimm eldstöðvakerfi undir jöklinum. Frá megineldstöðinni Bárðarbungu nær sprungurein suðvestur til Veiðivatnasvæðis um hrygg til Hamarsins og norðaustur á Dyngjuháls. Grímsvötn eru megineldstöð á sprungurein (um Háubungu og Þórðarhyrnu) sem virðist ná undir Síðujökul til Lakagíga og samsetning gosefna gæti bent til þess að Kverkfjöll séu í sama eldstöðvakerfi þótt ekki sjáist fjallshryggur ná til þeirra undir jöklinum. Öskjur eru í Grímsvötnum, Bárðarbungu og Kverkfjöllum.

Svona myndi svæðið undir Vatnajökli líta út ef jökullinn bráðnaði.

Milli Veiðivatna- og Grímsvatnakerfis fer sprungurein kennd við Fögrufjöll undir jökul og gæti tengst svonefndum Lokahrygg sem stefnir austur frá Hamrinum að norðanverðum Grímsvötnum. Undir Dyngjujökul hverfur sprungurein frá Öskju. Eldstöðin Öræfajökull er utan flekaskila (rekbeltisins), en virk þótt kulnandi sé. Einnig gæti enn verið nokkurt líf í eldstöð í Esjufjöllum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:
  • © Helgi Björnsson.

Höfundur

Helgi Björnsson

prófessor emeritus í jöklafræði

Útgáfudagur

20.1.2009

Spyrjandi

Sigurður Svavarsson

Tilvísun

Helgi Björnsson. „Hvernig er landslagið undir Vatnajökli?“ Vísindavefurinn, 20. janúar 2009. Sótt 16. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=19128.

Helgi Björnsson. (2009, 20. janúar). Hvernig er landslagið undir Vatnajökli? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=19128

Helgi Björnsson. „Hvernig er landslagið undir Vatnajökli?“ Vísindavefurinn. 20. jan. 2009. Vefsíða. 16. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=19128>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er landslagið undir Vatnajökli?
Vatnajökull hvílir á hásléttu í 600 til 800 m hæð. Hæstu fjöll ná 1,900 m en neðst nær botninn 200-300 m niður fyrir sjávarmál undir Breiðarmerkurjökli og Skeiðarárjökli. Mikill dalur er upp af Skeiðarárjökli yfir til Brúarjökuls og nær hann hvergi 700 m hæð yfir sjó. Aðeins um tíundi hluti af botninum rís yfir 1.100 m hæð, – sem er meðalhæð hjarnmarka á sunnanverðum jöklinum. Hyrfi jökullinn yrði hann því ekki til á ný við núverandi loftslag. Hins vegar eru 70% af yfirborði jökulíssins ofan við 1.100 m hæð. Jökullinn helst því við vegna eigin hæðar.

Undir vestanverðum jöklinum er eldvirkni öflugust á Íslandi, svo að þar hafa hlaðist upp mörg hæstu fjöll landsins: Bárðarbunga, Hamarinn, Háabunga, Grímsfjall og Kverkfjöll. Fjallshryggir myndaðir við gos á sprungum teygja sig út frá þeim. Greina má fimm eldstöðvakerfi undir jöklinum. Frá megineldstöðinni Bárðarbungu nær sprungurein suðvestur til Veiðivatnasvæðis um hrygg til Hamarsins og norðaustur á Dyngjuháls. Grímsvötn eru megineldstöð á sprungurein (um Háubungu og Þórðarhyrnu) sem virðist ná undir Síðujökul til Lakagíga og samsetning gosefna gæti bent til þess að Kverkfjöll séu í sama eldstöðvakerfi þótt ekki sjáist fjallshryggur ná til þeirra undir jöklinum. Öskjur eru í Grímsvötnum, Bárðarbungu og Kverkfjöllum.

Svona myndi svæðið undir Vatnajökli líta út ef jökullinn bráðnaði.

Milli Veiðivatna- og Grímsvatnakerfis fer sprungurein kennd við Fögrufjöll undir jökul og gæti tengst svonefndum Lokahrygg sem stefnir austur frá Hamrinum að norðanverðum Grímsvötnum. Undir Dyngjujökul hverfur sprungurein frá Öskju. Eldstöðin Öræfajökull er utan flekaskila (rekbeltisins), en virk þótt kulnandi sé. Einnig gæti enn verið nokkurt líf í eldstöð í Esjufjöllum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:
  • © Helgi Björnsson.

...