Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er rúmmál Vatnajökuls talið vera og hversu gott er það mat?

Vatnajökull er víðast hvar 400-700 m þykkur, um 400 m að meðaltali, en mest um 950 m. Alls er rúmmál hans um 3.200 km3 sem jafngildir um 30 m þykku íslagi jafndreifðu yfir allt Ísland. Nákvæmni matsins gæti verið 3%.Vatnajökull 22. september 1973. Mynd frá Landsat gervitungli.

Þykkt jökulsins hefur verið mæld með svokallaðri íssjá sem mælir tímann sem það tekur rafsegulbylgju að berast frá yfirborði niður á jökulbotn og til baka upp á yfirborð eftir að hún hefur endurkastast frá botninum. Við þekkjum hraða bylgjunnar og getum því reiknað vegalengdina sem hún fór um ísinn og fundið þykkt hans. Íssjáin er dregin af snjóbíl eða vélsleða eftir jöklinum og ísþykktin er skráð samfellt á ljósmyndafilmu. Alls hafa verið eknar um 10,000 km langar mælilínur á Vatnajökli, að jafnaði með 200 m til 1 km millibili.

Í upprunaleg spurningunni var einnig spurt um aldur Vatnajökuls. Í svari sama höfundar við spurningunni Hversu hratt mun Vatnajökull bráðna á næstu árum? kemur fram að jökullinn myndaðist við mun kaldara loftslag en nú er hér á landi og er talið að það hafi verið fyrir um 2500 árum. Hins vegar er elsti ís í jöklinum í dag ekki svo gamall því eins og fram kemur í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvað er líklegt að ísinn neðst í Vatnajökli sé gamall? er ólíklegt að undir Vatnajökli sé að finna eldri ís en frá því um 1100.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: U.S. Geological Survey. Sótt 23. 12. 2008


Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvert er rúmmál Vatnajökuls talið vera og hversu gott er það mat? Hvað er jökullinn gamall?

Útgáfudagur

23.12.2008

Spyrjandi

Sigurbjörn Ólafsson

Höfundur

Helgi Björnsson

prófessor emeritus í jöklafræði

Tilvísun

Helgi Björnsson. „Hvert er rúmmál Vatnajökuls talið vera og hversu gott er það mat?“ Vísindavefurinn, 23. desember 2008. Sótt 20. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=30090.

Helgi Björnsson. (2008, 23. desember). Hvert er rúmmál Vatnajökuls talið vera og hversu gott er það mat? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=30090

Helgi Björnsson. „Hvert er rúmmál Vatnajökuls talið vera og hversu gott er það mat?“ Vísindavefurinn. 23. des. 2008. Vefsíða. 20. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=30090>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ingibjörg Gunnarsdóttir

1974

Ingibjörg Gunnarsdóttir er prófessor í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknastofu í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala. Ingibjörg hefur rannsakað áhrif næringar á meðgöngu á heilsu móður og tengsl næringar og vaxtar fyrstu ár ævinnar við heilsu allt fram á fullorðins ár.