Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:33 • Sest 01:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:46 • Síðdegis: 14:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:46 í Reykjavík

Hversu lengi hafa kennitölur verið notaðar á Íslandi og til hvers þurfum við þær?

Emelía Eiríksdóttir

Þrenns konar persónuauðkennisnúmer hafa verið notuð á Íslandi: fæðingarnúmer, nafnnúmer og kennitala.

Hið fyrsta í röðinni var fæðingarnúmer sem kallaðist í fyrstu einnig fæðingardagsnúmer. Það byggðist á fæðingardegi viðkomandi og innihélt í byrjun einungis sex tölustafi; þetta fæðingarnúmer var fyrst notað í íbúatali 1. desember 1953. Fljótlega var fæðingarnúmerið lengt upp í átta tölustafi, ÁÁDMMDD-RT, þar sem fyrstu sex tölustafirnir gáfu til kynna fæðingardag viðkomandi einstaklings (ár (ÁÁ), mánuður (MM), dagur (DD)) og seinustu tveir (RT) var svokölluð raðtala en hún var handahófskennd. Einstaklingar sem voru fæddir sama dag á sama ári voru með mismunandi raðtölu til að hægt væri að aðgreina fæðingarnúmerin þeirra. Þetta átta tölustafa fæðingarnúmer birtist í íbúatali 1. desember 1954.

Með tilkomu fæðingarnúmersins var auðveldara að halda utan um eina grunnskrá yfir alla landsmenn. Þessi skrá kallast þjóðskrá og er í raun fjölmargar skrár sem eru undirstaða skattlagningar, kjörskrár, menntakerfisins og heilbrigðiskerfisins, svo dæmi séu tekin. Þá var loks mun auðveldara að sjá til þess að fólk hyrfi ekki af skrá sveitarfélaga við flutning en slík skráningarmistök gátu haft það í för með sér að viðkomandi einstaklingar greiddu engin opinber gjöld. Einnig bar á því að fólk væri skráð í tveimur sveitarfélögum samtímis en með komu persónuauðkennisnúmeranna var haldið utan um skráningar af þessu tagi, auk fæðingar, kyns, skírnar, nafngiftar, hjónavígslu, andláts, ríkisfangs, trúfélagsaðildar og fleira. Þjóðskrá geymir upplýsingar um alla þá sem hafa haft lögheimili á Íslandi síðan 1952.

Nafnskírteini frá árinu 1987 innihéldu bæði nafnnúmer og fæðingarnúmer einstaklinga.

Nafnnúmerakerfið var tekið í notkun 1959. Það byggðist á því í hvaða röð nafn viðkomandi einstaklings birtist í stafrófinu og var tekið upp til að hægt væri að raða nöfnum landsmanna í stafrófsröð. Einungis fornafn og eftirnafn voru notuð í nafnnúmerin, ekki millinöfn. Hvert nafn fékk úthlutað ákveðið mörgum nafnnúmerum sem áttu að duga fyrir alla með viðkomandi nafn (til dæmis allar konur sem hétu Sigríður Jónsdóttir) á komandi ári. Ástæðan á bak við nafnnúmerin var að á þessum tíma notaðist Þjóðskrá við gataspjaldavél sem gat einungis lesið tölur en ekki bókstafi. Í byrjun var nafnnúmerið sjö stafa tala en 1963 eða 1964 var einni tölu bætt aftan við, svokallaðri vartölu eða öryggistölu sem var reiknuð út frá hinum sjö tölustöfunum svipað og gert er með kennitölurnar. Nafnskírteini með nafnnúmerum og fæðingarnúmerum einstaklinga 12 ára og eldri voru síðan gefin út fyrir almenning árið 1965 en þessi aðgerð hratt af stað almennri notkun á nafnnúmerunum.

Nafnnúmerakerfið var ekki nógu hentugt í notkun. Til dæmis krafðist nafnabreyting einstaklings breytinga á nafnnúmeri viðkomandi enda hafði hann færst um stað í stafrófsröðinni. Ekki var hægt að úthluta barni nafnnúmer fyrr en því hafði verið gefið nafn og gat það komið sér illa í heilbrigðis- og menntakerfinu. Einnig bar á því eftir 1980 að sum nafnnúmer voru uppurin og farið var að endurnýta nafnnúmer látinna einstaklinga sem leiddi einstaka sinnum til vandræða.

Þá var aftur horfið til persónunúmersins en við það bætt tveimur tölustöfum. Þetta nýja númer fékk heitið kennitala og innihélt hún tíu tölustafi, DDMMÁÁ-RTVÖ, þar sem RT er raðtala sem er úthlutað í röð frá 20 upp í 99, næst aftasta talan (V) er vartala eða öryggistala og seinasta talan táknar árhundraðið sem viðkomandi er fæddur á.

Nokkrar ástæður lágu að baki því að kennitalan varð fyrir valinu. Tiltölulega auðvelt var að innleiða kennitöluna þar sem allir Íslendingar áttu í raun sitt fæðingarnúmer (DDMMÁÁ-RTV), sem var meðal annars notað í heilbrigðiskerfinu. Auðvelt var að gefa út kennitölur og með henni var hægt að greina á milli einstaklinga og fyrirtækja.

Byrjað var að nota kennitölurnar árið 1987. Fyrst í stað voru bæði kennitölur og nafnnúmer gjaldgeng en 1. janúar 1988 duttu nafnnúmerin út úr kerfinu og hafa kennitölur eingöngu verið notaðar síðan. Vegna breytinganna fengu einstaklingar fæddir 1975 og síðar ekki nafnnúmer, eins og venjan var við 12 ára aldur, heldur kennitölur. Í dag fá öll börn kennitölu um leið og þau eru skráð í tölvukerfi fæðingarstofnunar.

Kennitölur Íslendinga eru sérstakar fyrir þær sakir að í þeim felast persónuupplýsingar, það er fæðingardagur okkar. Fleiri lönd (til dæmis Norðurlöndin) eru með svipaðar kennitölur þó að í fjölmörgum löndum (til dæmis Bandaríkjunum) sé ekki hægt að lesa neinar persónuupplýsingar út úr kennitölunum.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

20.4.2012

Spyrjandi

Lína Dóra Hannesdóttir, Elmar Freyr Torfason, Alfreð Ágúst

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Hversu lengi hafa kennitölur verið notaðar á Íslandi og til hvers þurfum við þær?“ Vísindavefurinn, 20. apríl 2012. Sótt 16. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=19500.

Emelía Eiríksdóttir. (2012, 20. apríl). Hversu lengi hafa kennitölur verið notaðar á Íslandi og til hvers þurfum við þær? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=19500

Emelía Eiríksdóttir. „Hversu lengi hafa kennitölur verið notaðar á Íslandi og til hvers þurfum við þær?“ Vísindavefurinn. 20. apr. 2012. Vefsíða. 16. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=19500>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu lengi hafa kennitölur verið notaðar á Íslandi og til hvers þurfum við þær?
Þrenns konar persónuauðkennisnúmer hafa verið notuð á Íslandi: fæðingarnúmer, nafnnúmer og kennitala.

Hið fyrsta í röðinni var fæðingarnúmer sem kallaðist í fyrstu einnig fæðingardagsnúmer. Það byggðist á fæðingardegi viðkomandi og innihélt í byrjun einungis sex tölustafi; þetta fæðingarnúmer var fyrst notað í íbúatali 1. desember 1953. Fljótlega var fæðingarnúmerið lengt upp í átta tölustafi, ÁÁDMMDD-RT, þar sem fyrstu sex tölustafirnir gáfu til kynna fæðingardag viðkomandi einstaklings (ár (ÁÁ), mánuður (MM), dagur (DD)) og seinustu tveir (RT) var svokölluð raðtala en hún var handahófskennd. Einstaklingar sem voru fæddir sama dag á sama ári voru með mismunandi raðtölu til að hægt væri að aðgreina fæðingarnúmerin þeirra. Þetta átta tölustafa fæðingarnúmer birtist í íbúatali 1. desember 1954.

Með tilkomu fæðingarnúmersins var auðveldara að halda utan um eina grunnskrá yfir alla landsmenn. Þessi skrá kallast þjóðskrá og er í raun fjölmargar skrár sem eru undirstaða skattlagningar, kjörskrár, menntakerfisins og heilbrigðiskerfisins, svo dæmi séu tekin. Þá var loks mun auðveldara að sjá til þess að fólk hyrfi ekki af skrá sveitarfélaga við flutning en slík skráningarmistök gátu haft það í för með sér að viðkomandi einstaklingar greiddu engin opinber gjöld. Einnig bar á því að fólk væri skráð í tveimur sveitarfélögum samtímis en með komu persónuauðkennisnúmeranna var haldið utan um skráningar af þessu tagi, auk fæðingar, kyns, skírnar, nafngiftar, hjónavígslu, andláts, ríkisfangs, trúfélagsaðildar og fleira. Þjóðskrá geymir upplýsingar um alla þá sem hafa haft lögheimili á Íslandi síðan 1952.

Nafnskírteini frá árinu 1987 innihéldu bæði nafnnúmer og fæðingarnúmer einstaklinga.

Nafnnúmerakerfið var tekið í notkun 1959. Það byggðist á því í hvaða röð nafn viðkomandi einstaklings birtist í stafrófinu og var tekið upp til að hægt væri að raða nöfnum landsmanna í stafrófsröð. Einungis fornafn og eftirnafn voru notuð í nafnnúmerin, ekki millinöfn. Hvert nafn fékk úthlutað ákveðið mörgum nafnnúmerum sem áttu að duga fyrir alla með viðkomandi nafn (til dæmis allar konur sem hétu Sigríður Jónsdóttir) á komandi ári. Ástæðan á bak við nafnnúmerin var að á þessum tíma notaðist Þjóðskrá við gataspjaldavél sem gat einungis lesið tölur en ekki bókstafi. Í byrjun var nafnnúmerið sjö stafa tala en 1963 eða 1964 var einni tölu bætt aftan við, svokallaðri vartölu eða öryggistölu sem var reiknuð út frá hinum sjö tölustöfunum svipað og gert er með kennitölurnar. Nafnskírteini með nafnnúmerum og fæðingarnúmerum einstaklinga 12 ára og eldri voru síðan gefin út fyrir almenning árið 1965 en þessi aðgerð hratt af stað almennri notkun á nafnnúmerunum.

Nafnnúmerakerfið var ekki nógu hentugt í notkun. Til dæmis krafðist nafnabreyting einstaklings breytinga á nafnnúmeri viðkomandi enda hafði hann færst um stað í stafrófsröðinni. Ekki var hægt að úthluta barni nafnnúmer fyrr en því hafði verið gefið nafn og gat það komið sér illa í heilbrigðis- og menntakerfinu. Einnig bar á því eftir 1980 að sum nafnnúmer voru uppurin og farið var að endurnýta nafnnúmer látinna einstaklinga sem leiddi einstaka sinnum til vandræða.

Þá var aftur horfið til persónunúmersins en við það bætt tveimur tölustöfum. Þetta nýja númer fékk heitið kennitala og innihélt hún tíu tölustafi, DDMMÁÁ-RTVÖ, þar sem RT er raðtala sem er úthlutað í röð frá 20 upp í 99, næst aftasta talan (V) er vartala eða öryggistala og seinasta talan táknar árhundraðið sem viðkomandi er fæddur á.

Nokkrar ástæður lágu að baki því að kennitalan varð fyrir valinu. Tiltölulega auðvelt var að innleiða kennitöluna þar sem allir Íslendingar áttu í raun sitt fæðingarnúmer (DDMMÁÁ-RTV), sem var meðal annars notað í heilbrigðiskerfinu. Auðvelt var að gefa út kennitölur og með henni var hægt að greina á milli einstaklinga og fyrirtækja.

Byrjað var að nota kennitölurnar árið 1987. Fyrst í stað voru bæði kennitölur og nafnnúmer gjaldgeng en 1. janúar 1988 duttu nafnnúmerin út úr kerfinu og hafa kennitölur eingöngu verið notaðar síðan. Vegna breytinganna fengu einstaklingar fæddir 1975 og síðar ekki nafnnúmer, eins og venjan var við 12 ára aldur, heldur kennitölur. Í dag fá öll börn kennitölu um leið og þau eru skráð í tölvukerfi fæðingarstofnunar.

Kennitölur Íslendinga eru sérstakar fyrir þær sakir að í þeim felast persónuupplýsingar, það er fæðingardagur okkar. Fleiri lönd (til dæmis Norðurlöndin) eru með svipaðar kennitölur þó að í fjölmörgum löndum (til dæmis Bandaríkjunum) sé ekki hægt að lesa neinar persónuupplýsingar út úr kennitölunum.

Heimildir:

Mynd:...