Sólin Sólin Rís 07:00 • sest 19:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:39 • Sest 07:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:17 • Síðdegis: 18:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:15 • Síðdegis: 12:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:00 • sest 19:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:39 • Sest 07:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:17 • Síðdegis: 18:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:15 • Síðdegis: 12:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að fá fóstur til þess að þroskast utan móðurkviðar?

Arnar Hauksson

Spurningin er ekki alls kostar heppilega orðuð. Það er ekki hægt að fá fóstur til að gera neitt, heldur er hægt að gera tilraun til þess að láta fóstur þroskast utan móðurkviðar.

Þetta er gert til dæmis í glasafrjóvgunum þar sem egg móður er frjóvgað í tilraunaglasi og sett upp aftur sem fósturvísir (nokkrar frumur). Gerðar hafa verið tilraunir með að láta dýrafóstur vaxa á tilraunastofum. Það er mjög flókið ferli og gengur aðeins upp að ákveðinni stærð fósturvísis en þá næst ekki að sjá því fyrir lífsnæringu. Það er því langt í land að slíkt sé hægt.

Hins vegar vex fóstur oft utan legs móður. Það kallast utanlegsfóstur og hefur þá fóstrið tekið sér bólfestu utan legholsins, oftast í eggjaleiðara eða á eggjastokki. Einnig getur fóstur vaxið út frá þörmum og grindarvegg. Þessi fóstur eru ekki lífvænleg. Þetta er mjög hættulegt fyrir móðurina því að fóstursekkurinn sprengir eggjaleiðarann eða eggjastokkinn þegar hann nær ákveðinni stærð eða rýfur æðar eða þarma með lífshættulegum blæðingum.

Þetta var algeng dánarorsök áður fyrr, en nú á dögum hefur læknisfræðin yfir að ráða góðum greiningaraðferðum til að finna utanlegsfóstur og veita þá meðferð sem til þarf svo að móðirin fái bata og geti reynt að verða þunguð á ný.

Aldrei er hægt að taka utanlegsfóstur og setja það inn í legholið. Vitað er um tvö tilfelli í heiminum þar sem utanlegsfótur hefur náðst lifandi út og dafnað og móðirin einnig lifað af. Slíkt er mikil tilviljun og guðslán.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

kvensjúkdómalæknir og yfirmaður vísindastarfs hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Útgáfudagur

7.3.2000

Spyrjandi

Gylfi Ólafsson

Tilvísun

Arnar Hauksson. „Er hægt að fá fóstur til þess að þroskast utan móðurkviðar?“ Vísindavefurinn, 7. mars 2000, sótt 18. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=196.

Arnar Hauksson. (2000, 7. mars). Er hægt að fá fóstur til þess að þroskast utan móðurkviðar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=196

Arnar Hauksson. „Er hægt að fá fóstur til þess að þroskast utan móðurkviðar?“ Vísindavefurinn. 7. mar. 2000. Vefsíða. 18. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=196>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að fá fóstur til þess að þroskast utan móðurkviðar?
Spurningin er ekki alls kostar heppilega orðuð. Það er ekki hægt að fá fóstur til að gera neitt, heldur er hægt að gera tilraun til þess að láta fóstur þroskast utan móðurkviðar.

Þetta er gert til dæmis í glasafrjóvgunum þar sem egg móður er frjóvgað í tilraunaglasi og sett upp aftur sem fósturvísir (nokkrar frumur). Gerðar hafa verið tilraunir með að láta dýrafóstur vaxa á tilraunastofum. Það er mjög flókið ferli og gengur aðeins upp að ákveðinni stærð fósturvísis en þá næst ekki að sjá því fyrir lífsnæringu. Það er því langt í land að slíkt sé hægt.

Hins vegar vex fóstur oft utan legs móður. Það kallast utanlegsfóstur og hefur þá fóstrið tekið sér bólfestu utan legholsins, oftast í eggjaleiðara eða á eggjastokki. Einnig getur fóstur vaxið út frá þörmum og grindarvegg. Þessi fóstur eru ekki lífvænleg. Þetta er mjög hættulegt fyrir móðurina því að fóstursekkurinn sprengir eggjaleiðarann eða eggjastokkinn þegar hann nær ákveðinni stærð eða rýfur æðar eða þarma með lífshættulegum blæðingum.

Þetta var algeng dánarorsök áður fyrr, en nú á dögum hefur læknisfræðin yfir að ráða góðum greiningaraðferðum til að finna utanlegsfóstur og veita þá meðferð sem til þarf svo að móðirin fái bata og geti reynt að verða þunguð á ný.

Aldrei er hægt að taka utanlegsfóstur og setja það inn í legholið. Vitað er um tvö tilfelli í heiminum þar sem utanlegsfótur hefur náðst lifandi út og dafnað og móðirin einnig lifað af. Slíkt er mikil tilviljun og guðslán.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...