Hins vegar vex fóstur oft utan legs móður. Það kallast utanlegsfóstur og hefur þá fóstrið tekið sér bólfestu utan legholsins, oftast í eggjaleiðara eða á eggjastokki. Einnig getur fóstur vaxið út frá þörmum og grindarvegg. Þessi fóstur eru ekki lífvænleg. Þetta er mjög hættulegt fyrir móðurina því að fóstursekkurinn sprengir eggjaleiðarann eða eggjastokkinn þegar hann nær ákveðinni stærð eða rýfur æðar eða þarma með lífshættulegum blæðingum.
Þetta var algeng dánarorsök áður fyrr, en nú á dögum hefur læknisfræðin yfir að ráða góðum greiningaraðferðum til að finna utanlegsfóstur og veita þá meðferð sem til þarf svo að móðirin fái bata og geti reynt að verða þunguð á ný.
Aldrei er hægt að taka utanlegsfóstur og setja það inn í legholið. Vitað er um tvö tilfelli í heiminum þar sem utanlegsfótur hefur náðst lifandi út og dafnað og móðirin einnig lifað af. Slíkt er mikil tilviljun og guðslán.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:- Getur fóstur í móðurkviði gefið frá sér hljóð? eftir MBS
- Getur krabbamein borist frá móður til fósturs? eftir Helgu Ögmundsdóttur
- Hvers vegna er barnsfæðing sett af stað ef meðgangan er komin yfir 40 vikur? eftir Helgu Gottfreðsdóttur
- Meðganga er talin vera 38-42 vikur en samt er alltaf talað um 9 mánuði (sem eru 36 vikur). Hvernig gengur þetta upp? eftir ÞV
- Doktor.is - örin sýnir utanlegsfóstur. Sótt 17.11.2010.