Sólin Sólin Rís 11:00 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:24 • Sest 10:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:46 • Síðdegis: 18:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 12:02 • Síðdegis: 24:09 í Reykjavík

Hver er besta aðferðin fyrir fullorðna sem vilja læra önnur tungumál?

Birna Arnbjörnsdóttir

Því miður er engin ein aðferð best fyrir fullorðna til að læra tungumál. Þeir þættir sem hafa hvað mest áhrif á hvort og að hve miklu leyti fullorðnum tekst að læra erlend tungumál eru meðal annars hvatinn til námsins, þörfin fyrir að nota tungumálið, tilgangurinn með náminu og það hversu gott aðgengi nemandinn hefur að tungumálinu. Það gefur því auga leið að besta aðferðin við að læra tungumál er að dveljast í því umhverfi þar sem málið er talað og eiga tjáskipti við innfædda. Ef það er ekki hægt, fylgja hér á eftir nokkrar uppástungur sem ef til vill mæti nýta til að auðvelda námið.

Undanfarið hafa orðið miklar áherslubreytingar í kennslu tungumála og athyglinni beint að nemandanum og þörfum hans og einkennum. Reynt hefur verið að skapa aðstæður sem virkja hvetjandi til náms, gefa nemendum ástæðu til að læra, meðal annars með kennsluaðferðum og námsefni sem höfða til áhuga og þarfa nemandans og síðast en ekki síst kenna nemendum skilvirkar námsaðferðir. Í Evrópu er mikil áhersla á að hvetja nemendur til sjálfsnáms og á móti að efla aðgengi að markmálinu á Netinu og í gegnum tungumálamiðstöðvar. Með því er reynt að koma til móts við þarfir einstaklingsins þannig að hver og einn geti lært eftir eigin leiðum á eigin hraða.


Í sýndarveröldinni Second Life geta nemendur haft tjáskipti við annað fólk og nýtt sér þannig tæknina við tungumálanám.

Með tilkomu gagnvirkra vefsíðna eins og Facebook og sýndarheima eins og Second Life fjölgar tækifærum nemenda til að nota markmálið í raunverulegum tjáskiptum við aðra. Þá hefur vefsíðum og spjallrásum fjölgað sem sérhæfa sig í tungumálakennslu. Þær má auðveldlega finna með því að glöggva á leitarvélinni Google. Hér eru til dæmis leitarniðurstöður sem koma ef orðin language learning eru slegin inn og önnur sem kemur ef orðin language learning tools eru notuð.

Þar sem engin ein aðferð gildir fyrir alla gæti ef til vill hjálpað að vita hvað einkennir þá nemendur sem eru góðir tungumálanemar. Joan Rubin sem kennir við Yale-háskóla, taldi í grein sem hún skrifaði 1975, að góðir nemendur væru snjallir að giska, hefðu mikla þörf fyrir tjáskipti við aðra, væru óþvingaðir og óhræddir við að gera mistök, leituðu eftir mynstrum í málinu, nýttu sér öll möguleg tækifæri til að æfa sig, vöktuðu eigin málnotkun og annarra, og ígrunduðu merkingu orða og orðasambanda.

Rebecca Oxford hefur rannsakað námsaðferðir málnema sem tekst vel að tileinka sér erlend tungumál. Það sem einkennir þessa nemendur er að þeir vinda sér í námið af miklum áhuga og á skipulegan hátt og geta oftast útskýrt hvaða aðferðir henta þeim best. Þeir nota mismunandi námsaðferðir eftir því hvaða hluta málsins þeir eru að vinna með. Við ritun er gott að skipuleggja fyrirfram, spá í orðaforða og orðasambönd og endurrita. Talmálsþjálfun krefst endursagnar, endurtekningar og sjálfsvaktar. Hlustun og skilningur verður betri ef málhafinn er undirbúinn, einbeittur og er tilbúinn að giska á merkingu og leita eftir staðfestingu á réttum skilningi. Lesskilningur gengur betur ef málneminn er undirbúinn fyrirfram til að takast á við textann, hefur kynnt sér innihaldið, hefur nægilega bakgrunnsþekkingu og orðaforða til að skilja hann. Langskemmtilegast er svo að tungumálanámið fari fram í tengslum við menningu þeirrar þjóðar sem talar markmálið.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

prófessor í rannsóknum og kennslufræði erlendra tungumála við HÍ

Útgáfudagur

20.2.2009

Spyrjandi

Snæbjörn Guðmundsson
Kristófer Alex Guðmundsson

Tilvísun

Birna Arnbjörnsdóttir. „Hver er besta aðferðin fyrir fullorðna sem vilja læra önnur tungumál?“ Vísindavefurinn, 20. febrúar 2009. Sótt 7. desember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=21098.

Birna Arnbjörnsdóttir. (2009, 20. febrúar). Hver er besta aðferðin fyrir fullorðna sem vilja læra önnur tungumál? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=21098

Birna Arnbjörnsdóttir. „Hver er besta aðferðin fyrir fullorðna sem vilja læra önnur tungumál?“ Vísindavefurinn. 20. feb. 2009. Vefsíða. 7. des. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=21098>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er besta aðferðin fyrir fullorðna sem vilja læra önnur tungumál?
Því miður er engin ein aðferð best fyrir fullorðna til að læra tungumál. Þeir þættir sem hafa hvað mest áhrif á hvort og að hve miklu leyti fullorðnum tekst að læra erlend tungumál eru meðal annars hvatinn til námsins, þörfin fyrir að nota tungumálið, tilgangurinn með náminu og það hversu gott aðgengi nemandinn hefur að tungumálinu. Það gefur því auga leið að besta aðferðin við að læra tungumál er að dveljast í því umhverfi þar sem málið er talað og eiga tjáskipti við innfædda. Ef það er ekki hægt, fylgja hér á eftir nokkrar uppástungur sem ef til vill mæti nýta til að auðvelda námið.

Undanfarið hafa orðið miklar áherslubreytingar í kennslu tungumála og athyglinni beint að nemandanum og þörfum hans og einkennum. Reynt hefur verið að skapa aðstæður sem virkja hvetjandi til náms, gefa nemendum ástæðu til að læra, meðal annars með kennsluaðferðum og námsefni sem höfða til áhuga og þarfa nemandans og síðast en ekki síst kenna nemendum skilvirkar námsaðferðir. Í Evrópu er mikil áhersla á að hvetja nemendur til sjálfsnáms og á móti að efla aðgengi að markmálinu á Netinu og í gegnum tungumálamiðstöðvar. Með því er reynt að koma til móts við þarfir einstaklingsins þannig að hver og einn geti lært eftir eigin leiðum á eigin hraða.


Í sýndarveröldinni Second Life geta nemendur haft tjáskipti við annað fólk og nýtt sér þannig tæknina við tungumálanám.

Með tilkomu gagnvirkra vefsíðna eins og Facebook og sýndarheima eins og Second Life fjölgar tækifærum nemenda til að nota markmálið í raunverulegum tjáskiptum við aðra. Þá hefur vefsíðum og spjallrásum fjölgað sem sérhæfa sig í tungumálakennslu. Þær má auðveldlega finna með því að glöggva á leitarvélinni Google. Hér eru til dæmis leitarniðurstöður sem koma ef orðin language learning eru slegin inn og önnur sem kemur ef orðin language learning tools eru notuð.

Þar sem engin ein aðferð gildir fyrir alla gæti ef til vill hjálpað að vita hvað einkennir þá nemendur sem eru góðir tungumálanemar. Joan Rubin sem kennir við Yale-háskóla, taldi í grein sem hún skrifaði 1975, að góðir nemendur væru snjallir að giska, hefðu mikla þörf fyrir tjáskipti við aðra, væru óþvingaðir og óhræddir við að gera mistök, leituðu eftir mynstrum í málinu, nýttu sér öll möguleg tækifæri til að æfa sig, vöktuðu eigin málnotkun og annarra, og ígrunduðu merkingu orða og orðasambanda.

Rebecca Oxford hefur rannsakað námsaðferðir málnema sem tekst vel að tileinka sér erlend tungumál. Það sem einkennir þessa nemendur er að þeir vinda sér í námið af miklum áhuga og á skipulegan hátt og geta oftast útskýrt hvaða aðferðir henta þeim best. Þeir nota mismunandi námsaðferðir eftir því hvaða hluta málsins þeir eru að vinna með. Við ritun er gott að skipuleggja fyrirfram, spá í orðaforða og orðasambönd og endurrita. Talmálsþjálfun krefst endursagnar, endurtekningar og sjálfsvaktar. Hlustun og skilningur verður betri ef málhafinn er undirbúinn, einbeittur og er tilbúinn að giska á merkingu og leita eftir staðfestingu á réttum skilningi. Lesskilningur gengur betur ef málneminn er undirbúinn fyrirfram til að takast á við textann, hefur kynnt sér innihaldið, hefur nægilega bakgrunnsþekkingu og orðaforða til að skilja hann. Langskemmtilegast er svo að tungumálanámið fari fram í tengslum við menningu þeirrar þjóðar sem talar markmálið.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...