Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort er Suður-Ameríka þéttbýl eða strjálbýl?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Þegar fjallað er um hversu þéttbýl svæði eru er venjan að tala um fólksfjölda á flatarmálseiningu. Í okkar heimshluta er gjarnan miðað við ferkílómetra (km2) en í Norður-Ameríku er yfirleitt talað um fólksfjölda á fermílu.

Það fer alveg eftir því við hvað er miðað hvort við teljum Suður-Ameríku vera þéttbýla eða strjálbýla. Þéttbýlustu heimsálfurnar eru Asía þar sem tæplega 90 manns eru á hvern km2 og síðan Evrópa með um 70 manns/km2. Í samanburði við þessar heimsálfur er Suður-Ameríka ekkert sérlega þéttbýl þar sem um 21 einstaklingur er um hvern km2. Ef miðað er við Eyjaálfu þar sem einungis um 4 eru á hvern km2 er Suður-Ameríka hins vegar nokkuð þéttbýl. Þess má geta að Norður-Ameríka er mjög svipuð álfunni fyrir sunnan hvað þéttbýli varðar og í Afríku eru um 30 íbúar/km2.

Það er þó langt því frá að íbúar Suður-Ameríku dreifist jafnt um álfuna, ekki frekar en í öðrum heimsálfum. Búsetumynstrinu verður best lýst með korti eins og því sem hér fylgir.



Eins og annars staðar er búsetumynstur mjög mótað af náttúrufari, svo sem gróðurfari, landslagi og veðurfari en endurspeglar líka söguna að töluverðu leyti. Gríðarlega stór svæði í norðanverðri álfunni eru mjög strjálbýl og helgast það meðal annars af því að þar er stærsta regnskógasvæði heims, Amasonsvæðið. Syðsti hluti Suður-Ameríku, svæði sem nefnist Patagónía, er einnig mjög strjálbýl en það er tiltölulega gróðursnautt svæði og veðurfar allt annað en í hitabeltinu norðar.

Mesta þéttbýlið er hins vegar meðfram ströndinni og þá sérstaklega í austur- og suðausturhlutanum, en þar settust Evrópumenn að í miklum mæli, og einnig meðfram norðvesturströndinni sem að hluta til nær inn á svæði þar sem ríki Inkanna var öflugt á sínum tíma. Þegar Inkamenningin stóð í sem mestum blóma er talið að hásléttur Andesfjalla hafi verið þéttbýlustu svæði Suður-Ameríku.

Af einstökum löndum er Ekvador þéttbýlasta land Suður-Ameríku með um 47 íbúa á hvern km2. Á eftir Ekvador koma Kólumbía með tæplega 38 íbúa/km2 og svo Venesúela með um 28 íbúa/km2. Öll eru þessi ríki í hitabeltinu í norðurhluta álfunnar.

Í Suður-Ameríku er að finna fimmta fjölmennasta ríki heims, en það er Brasilía. Landið er þó ekkert sérlega þéttbýlt það sem það er gríðarlega stórt, en um 22 íbúar eru á hvern km2. Öfgarnar í búsetumynstrinu eru hins vegar miklar, þarna er að finna stærstu borg á suðurhveli jarðar, São Paulo og einnig aðrar mjög fjölmennar borgir eins Rio de Janeiro. Á móti kemur að Amasonsvæðið tekur yfir stóran hluta landsins og þar er mjög strjálbýlt eins og glögglega má sjá á kortinu hér fyrir ofan.

Til gaman má geta þess að næst strjálbýlasta land í heimi tilheyrir Suður-Ameríku, en það eru Falklandseyjar eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvert er strjálbýlasta land í heimi? Þar eru einungis 0,24 íbúar/km2 og aðeins Grænland er strjálbýlla.

Í lokin er rétt að hafa í huga að samspil þátta eins og náttúrufars og sögu í mótun búsetu er vissulega mun flóknara en hér hefur verið drepið á. Aðrir þættir hafa einnig verið áhrifamiklir í gegnum tíðina, bæði í Suður-Ameríku og annars staðar. Má þar nefna samgöngur. Á síðari tímum hafa atriði eins og fjarskipti og ýmsar tækninýjungar einnig farið að skipta máli þó þau komi varla til með að kollvarpa því búsetumynstri sem þróast hefur í gegnum aldir og árþúsundir.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

18.9.2008

Spyrjandi

Ásta H.

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvort er Suður-Ameríka þéttbýl eða strjálbýl?“ Vísindavefurinn, 18. september 2008, sótt 10. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=21381.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2008, 18. september). Hvort er Suður-Ameríka þéttbýl eða strjálbýl? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=21381

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvort er Suður-Ameríka þéttbýl eða strjálbýl?“ Vísindavefurinn. 18. sep. 2008. Vefsíða. 10. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=21381>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort er Suður-Ameríka þéttbýl eða strjálbýl?
Þegar fjallað er um hversu þéttbýl svæði eru er venjan að tala um fólksfjölda á flatarmálseiningu. Í okkar heimshluta er gjarnan miðað við ferkílómetra (km2) en í Norður-Ameríku er yfirleitt talað um fólksfjölda á fermílu.

Það fer alveg eftir því við hvað er miðað hvort við teljum Suður-Ameríku vera þéttbýla eða strjálbýla. Þéttbýlustu heimsálfurnar eru Asía þar sem tæplega 90 manns eru á hvern km2 og síðan Evrópa með um 70 manns/km2. Í samanburði við þessar heimsálfur er Suður-Ameríka ekkert sérlega þéttbýl þar sem um 21 einstaklingur er um hvern km2. Ef miðað er við Eyjaálfu þar sem einungis um 4 eru á hvern km2 er Suður-Ameríka hins vegar nokkuð þéttbýl. Þess má geta að Norður-Ameríka er mjög svipuð álfunni fyrir sunnan hvað þéttbýli varðar og í Afríku eru um 30 íbúar/km2.

Það er þó langt því frá að íbúar Suður-Ameríku dreifist jafnt um álfuna, ekki frekar en í öðrum heimsálfum. Búsetumynstrinu verður best lýst með korti eins og því sem hér fylgir.



Eins og annars staðar er búsetumynstur mjög mótað af náttúrufari, svo sem gróðurfari, landslagi og veðurfari en endurspeglar líka söguna að töluverðu leyti. Gríðarlega stór svæði í norðanverðri álfunni eru mjög strjálbýl og helgast það meðal annars af því að þar er stærsta regnskógasvæði heims, Amasonsvæðið. Syðsti hluti Suður-Ameríku, svæði sem nefnist Patagónía, er einnig mjög strjálbýl en það er tiltölulega gróðursnautt svæði og veðurfar allt annað en í hitabeltinu norðar.

Mesta þéttbýlið er hins vegar meðfram ströndinni og þá sérstaklega í austur- og suðausturhlutanum, en þar settust Evrópumenn að í miklum mæli, og einnig meðfram norðvesturströndinni sem að hluta til nær inn á svæði þar sem ríki Inkanna var öflugt á sínum tíma. Þegar Inkamenningin stóð í sem mestum blóma er talið að hásléttur Andesfjalla hafi verið þéttbýlustu svæði Suður-Ameríku.

Af einstökum löndum er Ekvador þéttbýlasta land Suður-Ameríku með um 47 íbúa á hvern km2. Á eftir Ekvador koma Kólumbía með tæplega 38 íbúa/km2 og svo Venesúela með um 28 íbúa/km2. Öll eru þessi ríki í hitabeltinu í norðurhluta álfunnar.

Í Suður-Ameríku er að finna fimmta fjölmennasta ríki heims, en það er Brasilía. Landið er þó ekkert sérlega þéttbýlt það sem það er gríðarlega stórt, en um 22 íbúar eru á hvern km2. Öfgarnar í búsetumynstrinu eru hins vegar miklar, þarna er að finna stærstu borg á suðurhveli jarðar, São Paulo og einnig aðrar mjög fjölmennar borgir eins Rio de Janeiro. Á móti kemur að Amasonsvæðið tekur yfir stóran hluta landsins og þar er mjög strjálbýlt eins og glögglega má sjá á kortinu hér fyrir ofan.

Til gaman má geta þess að næst strjálbýlasta land í heimi tilheyrir Suður-Ameríku, en það eru Falklandseyjar eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvert er strjálbýlasta land í heimi? Þar eru einungis 0,24 íbúar/km2 og aðeins Grænland er strjálbýlla.

Í lokin er rétt að hafa í huga að samspil þátta eins og náttúrufars og sögu í mótun búsetu er vissulega mun flóknara en hér hefur verið drepið á. Aðrir þættir hafa einnig verið áhrifamiklir í gegnum tíðina, bæði í Suður-Ameríku og annars staðar. Má þar nefna samgöngur. Á síðari tímum hafa atriði eins og fjarskipti og ýmsar tækninýjungar einnig farið að skipta máli þó þau komi varla til með að kollvarpa því búsetumynstri sem þróast hefur í gegnum aldir og árþúsundir.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

...