Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað búa margir í Suður-Ameríku?

EDS

Í svari við spurningunni Hvað eru mörg ríki í Norður- og Suður-Ameríku? kemur fram að löng hefð er fyrir því að skipta Ameríku í tvær heimsálfur og liggja mörkin á milli þeirra um Panamaeiðið. Panama og öll ríki þar fyrir norðan, auk eyja Karíbahafsins, tilheyra þá Norður-Ameríku en ríkin þar fyrir sunnan teljast til Suður-Ameríku. Í svarinu hér á eftir er tekið mið af þessari skiptingu.

Suður-Ameríka er önnur fámennasta heimsálfan, aðeins í Eyjaálfu eru íbúarnir færri. Áætlað er að í Suður-Ameríku hafi búið rétt rúmlega 418 milljónir manna árið 2015 sem er um það bil 5,8% jarðarbúa.



Suður-Ameríka.

Í Suður-Ameríku eru 12 sjálfstæð ríki auk tveggja landa sem lúta stjórn annarra ríkja. Áætlað er að fjöldi íbúa í einstökum löndum hafi árið 2015 verið eftirfarandi:

LandFjöldi íbúa
Brasilía 206.302.000
Kólumbía 48.801.000
Argentína43.590.000
Perú31.488.000
Venesúela 31.028.000
Chile 18.191.000
Ekvador16.564.000
Bólivía10.985.000
Paragvæ6.854.000
Úrúgvæ3.480.000
Gvæjana747.000
Súrínam541.000
Franska Gínea (Frakkland)239.000
Falklandseyjar (Bretland)2.563
Samtals418.812.563

Eins og sjá má ber Brasilía höfuð og herðar yfir önnur ríki í Suður-Ameríku þegar kemur að fólksfjölda, enda fimmta fjölmennasta ríki heims á eftir Kína, Indlandi, Bandaríkjunum og Indónesíu. Rétt tæplega helmingur allra Suður-Ameríkubúa eru í Brasilíu. Fámennasta landið eru Falklandseyjar sem heyra undir Bretland en íbúar eyjanna eru rétt rúmlega 2.500. Þess má til gamans geta að Falklandseyjar eru annað strjálbýlasta land heims á eftir Grænlandi eins og lesa má í svari við spurningunni Hvert er strjálbýlasta land í heimi?

Að lokum má geta þess að Ameríku er stundum skipt upp í önnur svæði sem ekki fylgja alveg þessari heimsálfuskiptingu sem hér er gengið út frá. Hugtakið Mið-Ameríka er til dæmis oft notað um syðsta hluta Norður-Ameríku eða það svæði sem tengir saman meginlönd Norður- og Suður-Ameríku. Annað hugtak sem gjarnan er notað er Rómanska Ameríka, en það tekur til Mexíkó, Mið- og Suður-Ameríku. Nánar má lesa um þetta í svari sama höfundar við spurningunni Í hvaða heimsálfu er Mexíkó, Norður- eða Suður-Ameríku?

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um fólksfjölda, til dæmis:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

18.1.2008

Spyrjandi

Benedikt Þór Jóhannsson

Tilvísun

EDS. „Hvað búa margir í Suður-Ameríku?“ Vísindavefurinn, 18. janúar 2008. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7013.

EDS. (2008, 18. janúar). Hvað búa margir í Suður-Ameríku? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7013

EDS. „Hvað búa margir í Suður-Ameríku?“ Vísindavefurinn. 18. jan. 2008. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7013>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað búa margir í Suður-Ameríku?
Í svari við spurningunni Hvað eru mörg ríki í Norður- og Suður-Ameríku? kemur fram að löng hefð er fyrir því að skipta Ameríku í tvær heimsálfur og liggja mörkin á milli þeirra um Panamaeiðið. Panama og öll ríki þar fyrir norðan, auk eyja Karíbahafsins, tilheyra þá Norður-Ameríku en ríkin þar fyrir sunnan teljast til Suður-Ameríku. Í svarinu hér á eftir er tekið mið af þessari skiptingu.

Suður-Ameríka er önnur fámennasta heimsálfan, aðeins í Eyjaálfu eru íbúarnir færri. Áætlað er að í Suður-Ameríku hafi búið rétt rúmlega 418 milljónir manna árið 2015 sem er um það bil 5,8% jarðarbúa.



Suður-Ameríka.

Í Suður-Ameríku eru 12 sjálfstæð ríki auk tveggja landa sem lúta stjórn annarra ríkja. Áætlað er að fjöldi íbúa í einstökum löndum hafi árið 2015 verið eftirfarandi:

LandFjöldi íbúa
Brasilía 206.302.000
Kólumbía 48.801.000
Argentína43.590.000
Perú31.488.000
Venesúela 31.028.000
Chile 18.191.000
Ekvador16.564.000
Bólivía10.985.000
Paragvæ6.854.000
Úrúgvæ3.480.000
Gvæjana747.000
Súrínam541.000
Franska Gínea (Frakkland)239.000
Falklandseyjar (Bretland)2.563
Samtals418.812.563

Eins og sjá má ber Brasilía höfuð og herðar yfir önnur ríki í Suður-Ameríku þegar kemur að fólksfjölda, enda fimmta fjölmennasta ríki heims á eftir Kína, Indlandi, Bandaríkjunum og Indónesíu. Rétt tæplega helmingur allra Suður-Ameríkubúa eru í Brasilíu. Fámennasta landið eru Falklandseyjar sem heyra undir Bretland en íbúar eyjanna eru rétt rúmlega 2.500. Þess má til gamans geta að Falklandseyjar eru annað strjálbýlasta land heims á eftir Grænlandi eins og lesa má í svari við spurningunni Hvert er strjálbýlasta land í heimi?

Að lokum má geta þess að Ameríku er stundum skipt upp í önnur svæði sem ekki fylgja alveg þessari heimsálfuskiptingu sem hér er gengið út frá. Hugtakið Mið-Ameríka er til dæmis oft notað um syðsta hluta Norður-Ameríku eða það svæði sem tengir saman meginlönd Norður- og Suður-Ameríku. Annað hugtak sem gjarnan er notað er Rómanska Ameríka, en það tekur til Mexíkó, Mið- og Suður-Ameríku. Nánar má lesa um þetta í svari sama höfundar við spurningunni Í hvaða heimsálfu er Mexíkó, Norður- eða Suður-Ameríku?

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um fólksfjölda, til dæmis:

Heimildir og mynd:

...