Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hver fór næstur út í geiminn á eftir hundinum?

EDS

Það hafa nokkrir hundar farið út í geim en hundurinn sem hér er vísað til er væntanlega hin sovéska Laika sem er eitt frægasta dæmið um geimdýr. Laika fór út í geiminn árið 1957, fyrst dýra til þess að fara á braut um jörðu.

Laika var þó hvorki fyrsta né síðasta dýrið sem farið hefur út í geiminn. Áður en mannaðar geimferðir hófust voru gerðar þónokkrar tilraunir með dýr til þess að kanna áhrif geimferða á lifandi verur, hvernig þeim reiddi af við geimskot, áhrif þyngdarleysis og hvernig tækist til við að ná þeim heilum á höldnu aftur til jarðar.

Hundurinn Laika öðlaðist nokkra frægð þegar hún fór með flaug Sovétmanna, Spútnik 2, út í geiminn árið 1957. Hún komst meðal annars á frímerki í nokkrum löndum.

Bandaríkjamenn gerðu ýmsar tilraunir með að senda bæði apa og mýs út í geim. Albert II var fyrsti apinn í geimnum en Bandaríkjamenn sendu hann út í geim 14. júní 1949. Hann náði að komast í 134 km hæð frá jörðu en lifði ekki af ferðina til baka. Tilraunir héldu áfram en það gekk misvel að ná dýrunum lifandi til jarðar. Apinn Albert VI, sem einnig var þekktur sem Yorick, komst í fréttirnar í september 1951 þegar hann, ásamt 11 ferðafélögum sínum af músakyni, var fyrstur apa til að lifa af geimferð. Hann náði reyndar ekki að komast nema í 72 km hæð, en oft er miðað við 100 km þegar talað er um geiminn, og hann drapst fáum klukkutímum eftir að hann náði jörðu. Hann var þó engu að síður fyrstur apa til þess að lifa af lendingu eftir geimskot.

Sovétmenn notuðu hunda frekar en apa í sínum tilraunum í að senda dýr út í geiminn. Í ágúst 1951 urðu Dezik og Tsygan fyrstu hundarnir sem skotið var út í geim og það sem meira var, þeir komu lifandi til baka. Tilraunir héldu áfram og í nóvember 1957 varð Laika fyrsta dýrið sem fór á braut um jörðu. Laika hlaut nokkra frægð fyrir en lifði ferðina því miður ekki af. Reyndar var það vitað áður en geimferðin hófst að Laika yrði að fórna lífinu í þágu vísindanna, þar sem ekki lá fyrir hvernig ætti að ná hlut af braut um jörðu sem einu sinni var kominn þangað.

Eftir því sem næst verður komist voru það bandarískar mýs sem fóru í geimferðir næst á eftir hinni sovésku Laiku, en þar á eftir kom bandaríski apinn Gordo sem fór í sína geimferð í desember 1958. Hann lifði af ferðina út í geiminn en hylkið sem hann var í flaut ekki eftir að hafa skollið á sjónum við lendingu og fannst aldrei.

Apinn Gordo fór í sína geimferð um ári á eftir Laiku.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

25.8.2015

Spyrjandi

Ingunn Ósk

Tilvísun

EDS. „Hver fór næstur út í geiminn á eftir hundinum?“ Vísindavefurinn, 25. ágúst 2015. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=22192.

EDS. (2015, 25. ágúst). Hver fór næstur út í geiminn á eftir hundinum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=22192

EDS. „Hver fór næstur út í geiminn á eftir hundinum?“ Vísindavefurinn. 25. ágú. 2015. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=22192>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver fór næstur út í geiminn á eftir hundinum?
Það hafa nokkrir hundar farið út í geim en hundurinn sem hér er vísað til er væntanlega hin sovéska Laika sem er eitt frægasta dæmið um geimdýr. Laika fór út í geiminn árið 1957, fyrst dýra til þess að fara á braut um jörðu.

Laika var þó hvorki fyrsta né síðasta dýrið sem farið hefur út í geiminn. Áður en mannaðar geimferðir hófust voru gerðar þónokkrar tilraunir með dýr til þess að kanna áhrif geimferða á lifandi verur, hvernig þeim reiddi af við geimskot, áhrif þyngdarleysis og hvernig tækist til við að ná þeim heilum á höldnu aftur til jarðar.

Hundurinn Laika öðlaðist nokkra frægð þegar hún fór með flaug Sovétmanna, Spútnik 2, út í geiminn árið 1957. Hún komst meðal annars á frímerki í nokkrum löndum.

Bandaríkjamenn gerðu ýmsar tilraunir með að senda bæði apa og mýs út í geim. Albert II var fyrsti apinn í geimnum en Bandaríkjamenn sendu hann út í geim 14. júní 1949. Hann náði að komast í 134 km hæð frá jörðu en lifði ekki af ferðina til baka. Tilraunir héldu áfram en það gekk misvel að ná dýrunum lifandi til jarðar. Apinn Albert VI, sem einnig var þekktur sem Yorick, komst í fréttirnar í september 1951 þegar hann, ásamt 11 ferðafélögum sínum af músakyni, var fyrstur apa til að lifa af geimferð. Hann náði reyndar ekki að komast nema í 72 km hæð, en oft er miðað við 100 km þegar talað er um geiminn, og hann drapst fáum klukkutímum eftir að hann náði jörðu. Hann var þó engu að síður fyrstur apa til þess að lifa af lendingu eftir geimskot.

Sovétmenn notuðu hunda frekar en apa í sínum tilraunum í að senda dýr út í geiminn. Í ágúst 1951 urðu Dezik og Tsygan fyrstu hundarnir sem skotið var út í geim og það sem meira var, þeir komu lifandi til baka. Tilraunir héldu áfram og í nóvember 1957 varð Laika fyrsta dýrið sem fór á braut um jörðu. Laika hlaut nokkra frægð fyrir en lifði ferðina því miður ekki af. Reyndar var það vitað áður en geimferðin hófst að Laika yrði að fórna lífinu í þágu vísindanna, þar sem ekki lá fyrir hvernig ætti að ná hlut af braut um jörðu sem einu sinni var kominn þangað.

Eftir því sem næst verður komist voru það bandarískar mýs sem fóru í geimferðir næst á eftir hinni sovésku Laiku, en þar á eftir kom bandaríski apinn Gordo sem fór í sína geimferð í desember 1958. Hann lifði af ferðina út í geiminn en hylkið sem hann var í flaut ekki eftir að hafa skollið á sjónum við lendingu og fannst aldrei.

Apinn Gordo fór í sína geimferð um ári á eftir Laiku.

Heimildir og myndir:

...