Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Má annar en líffaðir barns, sem er fætt utan hjónabands, viðurkenna barnið sem sitt eigið ef líffaðir neitar faðerni eða er látinn við fæðingu?

Ragnar Guðmundsson

Já, það er ekkert sem kemur í veg fyrir að annar en líffaðir viðurkenni faðerni barns ef móðir lýsir því yfir að viðkomandi maður sé faðir barnsins og hann samþykkir að gangast við faðerninu í viðurvist fulltrúa sýslumanns.

Ef móðir er ekki í hjúskap eða skráðri sambúð þegar barn fæðist þarf að feðra barnið sérstaklega. Það er yfirleitt gert með faðernisviðurkenningu hjá sýslumanni, samanber 4. gr. barnalaga nr. 76/2003. Það fer fram með þeim hætti að móðir lýsir mann föður barnsins með því fylla út þar til gert eyðublað. Sýslumaður gerir engar athugasemdir við það hvern hún lýsir föður. Maðurinn sem vill verða skráður faðir barnsins getur svo mætt til sýslumanns með eyðublaðið útfyllt, fæðingarvottorð barnsins meðferðis og persónuskilríki og gengist við faðerninu. Engin könnun á sér stað á því hvort að viðkomandi maður sé líffaðir barnsins. Orð móður eru einfaldlega tekin trúanleg gangist maðurinn við faðerninu.

Ef líffaðir neitar því að gangast við faðerni barns getur móðirin hins vegar, ef hún kærir sig um það, höfðað faðernismál fyrir dómi til þess að feðra barnið sitt á réttan hátt, samanber 10. gr. barnalaga. Dómari hefur heimild til að úrskurða um blóðrannsókn á málsaðilum til að fá skorið úr um það með vísindalegum hætti hvort að lýstur faðir sé í raun og veru líffaðir, samanber 15. gr. laganna. Ef það er niðurstaðan getur dómarinn „dæmt“ hann föður barnsins. En ef móðirin kærir sig ekki um þessa leið getur hún lýst hvern sem er föður með framangreindum hætti og hann gengist við faðerninu af fúsum og frjálsum vilja. Sama á við ef faðir er látinn áður en barn er feðrað, að því gefnu að foreldrar hafi ekki verið í hjúskap eða skráðri sambúð þegar faðirinn lést.

Hér að lokum má taka fram að nokkuð stífar reglur gilda síðan um dómsmál til véfengingar á faðerni. Einungis skráður faðir, móðir og barn geta höfðað mál til véfengingar á faðerni, samanber 21. gr. barnalaga. Þetta getur leitt til þess að líffaðir barns sem er ranglega feðrað eigi enga möguleika á því að verða skráður faðir. Það er vegna þess að sá sem telur sig vera faðir barns getur ekki höfðað faðernismál nema barnið sé ófeðrað samkvæmt 10. gr. barnalaga. Þannig þarf skráður faðir, móðirin eða barnið að fá faðerninu hnekkt fyrir dómi til að byrja með og það er gert með því að höfða véfengingarmál. Þá fyrst getur sá sem telur sig föður barns (eða erfingi hans) höfðað faðernismál, það er þegar barnið er orðið ófeðrað, samanber 10. gr. barnalaga. Þessi háttur er hafður á með það að markmiði að verja þá fjölskyldueiningu sem löggjafinn telur æskilega.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

nemi í lögfræði við HÍ

Útgáfudagur

24.8.2010

Spyrjandi

Sigríður Kristjánsdóttir

Tilvísun

Ragnar Guðmundsson. „Má annar en líffaðir barns, sem er fætt utan hjónabands, viðurkenna barnið sem sitt eigið ef líffaðir neitar faðerni eða er látinn við fæðingu?“ Vísindavefurinn, 24. ágúst 2010, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=23453.

Ragnar Guðmundsson. (2010, 24. ágúst). Má annar en líffaðir barns, sem er fætt utan hjónabands, viðurkenna barnið sem sitt eigið ef líffaðir neitar faðerni eða er látinn við fæðingu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=23453

Ragnar Guðmundsson. „Má annar en líffaðir barns, sem er fætt utan hjónabands, viðurkenna barnið sem sitt eigið ef líffaðir neitar faðerni eða er látinn við fæðingu?“ Vísindavefurinn. 24. ágú. 2010. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=23453>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Má annar en líffaðir barns, sem er fætt utan hjónabands, viðurkenna barnið sem sitt eigið ef líffaðir neitar faðerni eða er látinn við fæðingu?
Já, það er ekkert sem kemur í veg fyrir að annar en líffaðir viðurkenni faðerni barns ef móðir lýsir því yfir að viðkomandi maður sé faðir barnsins og hann samþykkir að gangast við faðerninu í viðurvist fulltrúa sýslumanns.

Ef móðir er ekki í hjúskap eða skráðri sambúð þegar barn fæðist þarf að feðra barnið sérstaklega. Það er yfirleitt gert með faðernisviðurkenningu hjá sýslumanni, samanber 4. gr. barnalaga nr. 76/2003. Það fer fram með þeim hætti að móðir lýsir mann föður barnsins með því fylla út þar til gert eyðublað. Sýslumaður gerir engar athugasemdir við það hvern hún lýsir föður. Maðurinn sem vill verða skráður faðir barnsins getur svo mætt til sýslumanns með eyðublaðið útfyllt, fæðingarvottorð barnsins meðferðis og persónuskilríki og gengist við faðerninu. Engin könnun á sér stað á því hvort að viðkomandi maður sé líffaðir barnsins. Orð móður eru einfaldlega tekin trúanleg gangist maðurinn við faðerninu.

Ef líffaðir neitar því að gangast við faðerni barns getur móðirin hins vegar, ef hún kærir sig um það, höfðað faðernismál fyrir dómi til þess að feðra barnið sitt á réttan hátt, samanber 10. gr. barnalaga. Dómari hefur heimild til að úrskurða um blóðrannsókn á málsaðilum til að fá skorið úr um það með vísindalegum hætti hvort að lýstur faðir sé í raun og veru líffaðir, samanber 15. gr. laganna. Ef það er niðurstaðan getur dómarinn „dæmt“ hann föður barnsins. En ef móðirin kærir sig ekki um þessa leið getur hún lýst hvern sem er föður með framangreindum hætti og hann gengist við faðerninu af fúsum og frjálsum vilja. Sama á við ef faðir er látinn áður en barn er feðrað, að því gefnu að foreldrar hafi ekki verið í hjúskap eða skráðri sambúð þegar faðirinn lést.

Hér að lokum má taka fram að nokkuð stífar reglur gilda síðan um dómsmál til véfengingar á faðerni. Einungis skráður faðir, móðir og barn geta höfðað mál til véfengingar á faðerni, samanber 21. gr. barnalaga. Þetta getur leitt til þess að líffaðir barns sem er ranglega feðrað eigi enga möguleika á því að verða skráður faðir. Það er vegna þess að sá sem telur sig vera faðir barns getur ekki höfðað faðernismál nema barnið sé ófeðrað samkvæmt 10. gr. barnalaga. Þannig þarf skráður faðir, móðirin eða barnið að fá faðerninu hnekkt fyrir dómi til að byrja með og það er gert með því að höfða véfengingarmál. Þá fyrst getur sá sem telur sig föður barns (eða erfingi hans) höfðað faðernismál, það er þegar barnið er orðið ófeðrað, samanber 10. gr. barnalaga. Þessi háttur er hafður á með það að markmiði að verja þá fjölskyldueiningu sem löggjafinn telur æskilega.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:...