Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað er langt síðan einhver fórst í jarðskjálfta á Íslandi og hversu margir hafa dáið í jarðskjálftum hér á landi frá upphafi byggðar?

Páll Halldórsson, Sveinbjörn Björnsson, Bryndís Brandsdóttir, Júlíus Sólnes, Bjarni Bessason og Ragnar Stefánsson

Það er rétt rúmlega ein öld síðan síðast varð dauðsfall á Íslandi í tengslum við jarðskjálfta.

Norrænir landnámsmenn sem komu til Íslands fyrir meira en þúsund árum, hafa án efa upplifað meiri óróa og líf í jörðinni hér á landi en í fyrri heimkynnum sínum. Í gegnum aldirnar er þráfaldlega greint frá skjálftum þar sem fólk ferst, húsdýr drepast og bæir og útihús hrynja.

Samkvæmt heimildum hafa jarðskjálftar á sögulegum tíma orðið um 100 manns að fjörtjóni hér á landi. Talan er þó eflaust hærri, því að ætla má að einhverjir hafi látist á fyrstu árum landnáms án þess að hafa nokkurs staðar verið skráð.

Jarðskjálftar á sögulegum tíma hafa orðið um 100 manns að fjörtjóni hér á landi. Myndin sýnir útihús sem féll í Suðurlandssjálftunum 29. maí 2008.

Í sjálfu sér er þetta ekki há tala samanborið við aðrar plágur og náttúruvá, en líklega er meginskýringin sú að landið var strjálbýlt, hús lágreist og staðhættir hagstæðir. Þannig er getið mun fleiri landsmanna sem farist hafa í snjóflóðum og öðrum ofanflóðum frá upphafi byggðar. Fræðimenn hafa áætlað að um 200 manns hafi týnt lífi af völdum snjóflóða á hverri öld frá því að landið byggðist.

Ef 20. öldin er skoðuð eingöngu, kemur í ljós að aðeins eitt dauðsfall (Næfurholt 1912) hefur orðið í jarðskjálfta, en 166 í snjóflóðum og 27 að auki af völdum annarra ofanflóða.1

Tilvísun:

1Tómas Jóhannesson og Þorsteinn Arnalds, 2001. Accidents and economic damage due to snow avalanches and landslides in Iceland. Jökull, 50, 81-94.

Mynd:
  • Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar, Viðlagatrygging Íslands/Háskólaútgáfan, Reykjavík 2013, bls. 590.


Þetta svar er brot af lengri umfjöllun um jarðskjálfta á Íslandi í bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundar

Páll Halldórsson

jarðeðlisfræðingur

jarðeðlisfræðingur

Bryndís Brandsdóttir

jarðeðlisfræðingur við Raunvísindastofnun

Júlíus Sólnes

prófessor emeritus

Bjarni Bessason

prófessor í byggingarverkfræði við HÍ

Ragnar Stefánsson

jarðskjálftafræðingur

Útgáfudagur

26.11.2013

Spyrjandi

Steinunn Lilja Emilsdóttir

Tilvísun

Páll Halldórsson, Sveinbjörn Björnsson, Bryndís Brandsdóttir, Júlíus Sólnes, Bjarni Bessason og Ragnar Stefánsson. „Hvað er langt síðan einhver fórst í jarðskjálfta á Íslandi og hversu margir hafa dáið í jarðskjálftum hér á landi frá upphafi byggðar? “ Vísindavefurinn, 26. nóvember 2013. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=25490.

Páll Halldórsson, Sveinbjörn Björnsson, Bryndís Brandsdóttir, Júlíus Sólnes, Bjarni Bessason og Ragnar Stefánsson. (2013, 26. nóvember). Hvað er langt síðan einhver fórst í jarðskjálfta á Íslandi og hversu margir hafa dáið í jarðskjálftum hér á landi frá upphafi byggðar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=25490

Páll Halldórsson, Sveinbjörn Björnsson, Bryndís Brandsdóttir, Júlíus Sólnes, Bjarni Bessason og Ragnar Stefánsson. „Hvað er langt síðan einhver fórst í jarðskjálfta á Íslandi og hversu margir hafa dáið í jarðskjálftum hér á landi frá upphafi byggðar? “ Vísindavefurinn. 26. nóv. 2013. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=25490>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er langt síðan einhver fórst í jarðskjálfta á Íslandi og hversu margir hafa dáið í jarðskjálftum hér á landi frá upphafi byggðar?
Það er rétt rúmlega ein öld síðan síðast varð dauðsfall á Íslandi í tengslum við jarðskjálfta.

Norrænir landnámsmenn sem komu til Íslands fyrir meira en þúsund árum, hafa án efa upplifað meiri óróa og líf í jörðinni hér á landi en í fyrri heimkynnum sínum. Í gegnum aldirnar er þráfaldlega greint frá skjálftum þar sem fólk ferst, húsdýr drepast og bæir og útihús hrynja.

Samkvæmt heimildum hafa jarðskjálftar á sögulegum tíma orðið um 100 manns að fjörtjóni hér á landi. Talan er þó eflaust hærri, því að ætla má að einhverjir hafi látist á fyrstu árum landnáms án þess að hafa nokkurs staðar verið skráð.

Jarðskjálftar á sögulegum tíma hafa orðið um 100 manns að fjörtjóni hér á landi. Myndin sýnir útihús sem féll í Suðurlandssjálftunum 29. maí 2008.

Í sjálfu sér er þetta ekki há tala samanborið við aðrar plágur og náttúruvá, en líklega er meginskýringin sú að landið var strjálbýlt, hús lágreist og staðhættir hagstæðir. Þannig er getið mun fleiri landsmanna sem farist hafa í snjóflóðum og öðrum ofanflóðum frá upphafi byggðar. Fræðimenn hafa áætlað að um 200 manns hafi týnt lífi af völdum snjóflóða á hverri öld frá því að landið byggðist.

Ef 20. öldin er skoðuð eingöngu, kemur í ljós að aðeins eitt dauðsfall (Næfurholt 1912) hefur orðið í jarðskjálfta, en 166 í snjóflóðum og 27 að auki af völdum annarra ofanflóða.1

Tilvísun:

1Tómas Jóhannesson og Þorsteinn Arnalds, 2001. Accidents and economic damage due to snow avalanches and landslides in Iceland. Jökull, 50, 81-94.

Mynd:
  • Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar, Viðlagatrygging Íslands/Háskólaútgáfan, Reykjavík 2013, bls. 590.


Þetta svar er brot af lengri umfjöllun um jarðskjálfta á Íslandi í bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi.

...