Sólin Sólin Rís 07:27 • sest 19:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:21 • Sest 05:17 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:24 • Síðdegis: 17:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:00 í Reykjavík

Hvað dóu margir í stóra jarðskjálftanum í Japan árið 2011?

EDS

Þegar atburðir verða sem kosta mörg mannslíf, eins og til dæmis miklar náttúruhamfarir, eru upplýsingar um manntjón yfirleitt mjög á reiki fyrst á eftir. Það getur tekið nokkurn tíma að fá rétta mynd af því hversu margir fórust og hversu margra er saknað. Sú var líka raunin í jarðskjálftanum mikla í Japan þann 11. mars 2011.

Flóðbylgjan í kjölfar jarðskjálftans úti fyrir strönd Japans í mars 2011 kostaði mörg mannslíf og olli miklu eignartjóni.

Skjálftinn í Japan var dæmigerður samgengisskjálfti á mörkum Kyrrahafs- og Norður-Ameríkuflekanna. Vægisstærð skjálftans mældist 9,0 (Mw) og hann er þess vegna með allra mestu skjálftum sem mældir hafa verið. Við skjálftann myndaðist mikil flóðbylgja (tsunami) af völdum lyftingar Norður-Ameríkuflekans. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út í mörgum löndum sem liggja að Kyrrahafi, allt frá Alaska suður til Síle. Bylgjuhæðin við austurströnd Kyrrahafs varð ekki eins mikil og búist var við, en náði þó rúmum tveimur metrum bæði í Síle og Kaliforníu og olli víða tjóni við ströndina. Áhrifin við austurströnd Japans urðu önnur og meiri þar sem faldur flóðbylgjunnar náði 10 metra hæð í Miyagi-sýslu og eyðilegging af völdum hennar var skelfileg. Flóðgarðar veittu lítið viðnám þar sem þeir voru alltof lágir og ekki gerðir fyrir svona mikla bylgjuhæð.

Mestar skemmdir og manntjón hlutust af völdum flóðbylgjunnar, þótt margir hafi farist í húsum sem hrundu í skjálftanum. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá hvernig tölur um fjölda látinna og þeirra sem saknað var, breyttust fyrstu vikurnar og mánuðina eftir skjálftann.

Fjöldi látinna og þeirra sem saknað var eftir jarðskjálftann í Japan 11. mars 2011.

Á fyrstu dögum eftir skjálftann var samanlagður fjöldi látinna og þeirra sem saknað var hátt í 30.000 en hálfu ári seinna var þessi tala komin niður í um 20.000. Í júní árið 2013, rúmum tveimur árum eftir jarðskjálftann, er tala látinna 15.883 en 2.667 manns er saknað samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglunni í Japan. Samtals gera þetta 18.550 manns. Rétt er að vekja athygli á því að þessar tölur eiga við Japan, en örfá dauðsföll utan Japans eru rakin til flóðbylgjunnar sem fylgdi skjálftanum.

Heimildir og mynd:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvað voru margir sem dóu í Japan í flóðbylgjunni? Og hvað gerðist?

Höfundur

Útgáfudagur

3.9.2013

Spyrjandi

Sóley María Hauksdóttir, f. 1998

Tilvísun

EDS. „Hvað dóu margir í stóra jarðskjálftanum í Japan árið 2011?“ Vísindavefurinn, 3. september 2013. Sótt 28. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=62067.

EDS. (2013, 3. september). Hvað dóu margir í stóra jarðskjálftanum í Japan árið 2011? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62067

EDS. „Hvað dóu margir í stóra jarðskjálftanum í Japan árið 2011?“ Vísindavefurinn. 3. sep. 2013. Vefsíða. 28. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62067>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað dóu margir í stóra jarðskjálftanum í Japan árið 2011?
Þegar atburðir verða sem kosta mörg mannslíf, eins og til dæmis miklar náttúruhamfarir, eru upplýsingar um manntjón yfirleitt mjög á reiki fyrst á eftir. Það getur tekið nokkurn tíma að fá rétta mynd af því hversu margir fórust og hversu margra er saknað. Sú var líka raunin í jarðskjálftanum mikla í Japan þann 11. mars 2011.

Flóðbylgjan í kjölfar jarðskjálftans úti fyrir strönd Japans í mars 2011 kostaði mörg mannslíf og olli miklu eignartjóni.

Skjálftinn í Japan var dæmigerður samgengisskjálfti á mörkum Kyrrahafs- og Norður-Ameríkuflekanna. Vægisstærð skjálftans mældist 9,0 (Mw) og hann er þess vegna með allra mestu skjálftum sem mældir hafa verið. Við skjálftann myndaðist mikil flóðbylgja (tsunami) af völdum lyftingar Norður-Ameríkuflekans. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út í mörgum löndum sem liggja að Kyrrahafi, allt frá Alaska suður til Síle. Bylgjuhæðin við austurströnd Kyrrahafs varð ekki eins mikil og búist var við, en náði þó rúmum tveimur metrum bæði í Síle og Kaliforníu og olli víða tjóni við ströndina. Áhrifin við austurströnd Japans urðu önnur og meiri þar sem faldur flóðbylgjunnar náði 10 metra hæð í Miyagi-sýslu og eyðilegging af völdum hennar var skelfileg. Flóðgarðar veittu lítið viðnám þar sem þeir voru alltof lágir og ekki gerðir fyrir svona mikla bylgjuhæð.

Mestar skemmdir og manntjón hlutust af völdum flóðbylgjunnar, þótt margir hafi farist í húsum sem hrundu í skjálftanum. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá hvernig tölur um fjölda látinna og þeirra sem saknað var, breyttust fyrstu vikurnar og mánuðina eftir skjálftann.

Fjöldi látinna og þeirra sem saknað var eftir jarðskjálftann í Japan 11. mars 2011.

Á fyrstu dögum eftir skjálftann var samanlagður fjöldi látinna og þeirra sem saknað var hátt í 30.000 en hálfu ári seinna var þessi tala komin niður í um 20.000. Í júní árið 2013, rúmum tveimur árum eftir jarðskjálftann, er tala látinna 15.883 en 2.667 manns er saknað samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglunni í Japan. Samtals gera þetta 18.550 manns. Rétt er að vekja athygli á því að þessar tölur eiga við Japan, en örfá dauðsföll utan Japans eru rakin til flóðbylgjunnar sem fylgdi skjálftanum.

Heimildir og mynd:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvað voru margir sem dóu í Japan í flóðbylgjunni? Og hvað gerðist?

...