Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:43 • Síðdegis: 25:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:01 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:43 • Síðdegis: 25:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:01 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er hnjúkaþeyr?

Guðrún Nína Petersen

Í stuttu máli er hnjúkaþeyr (einnig skrifað hnúkaþeyr) hlýr og þurr vindur sem blæs af fjöllum. Hnjúkaþeyr getur verið mjög hvass og hviðugjarn en þarf ekki að vera það.

Á sumum stöðum í heiminum er hnjúkaþeyr svo algengur að honum hefur verið gefið sérstakt nafn. Í Ölpunum heitir hnjúkaþeyrinn Föhn, í Klettafjöllunum Chinook, Santa Ana í Suður-Kaliforníu og Zonda í argentínsku Andesfjöllunum, svo dæmi séu tekin.

Dæmi eru um að Föhn hafi valdið allt að 20 ºC hlýnun á nokkrum mínútum og í Montana í Bandaríkjunum hefur mælst hitabreyting frá -12ºC til +5ºC á 3 mínútum vegna Chinook! Hnjúkaþeyr getur, vegna hlýleika loftsins, brætt snjó mjög hratt og jafnvel valdið flóðum. Hnjúkaþeyr getur líka skapað aðstæður fyrir skógarelda vegna þess hversu þurr hann er.

Á Íslandi er orðið hnjúkaþeyr upprunnið úr Skaftafellsýslum þar sem hnjúkaþeyr var skilgreindur á þennan hátt: „Nær vindur er á útnorðan um vetur og stendur af Öræfajökli þeyjar snjór á Hnappavöllum, þó alls staðar sé frost annars staðar, og kallast það hnúkaþeyr“ (Sæmundur Hólm). Nú til dags er orðið þó yfirleitt notað í viðtækari merkingu, um þurra, hlýja vinda af fjöllum hvar sem er á landinu. Hnjúkaþeyr er ekki óalgengur í suðlægum áttum á Norður- og Norðausturlandi, meðal annars á Siglufirði.

Nokkrar útskýringar eru til á hnjúkaþey og þær byggjast allar á því að loft við eða yfir fjallshæð streymir niður að yfirborði hlémegin fjalls.

Algengt er að hnjúkaþeyr sé útskýrður á eftirfarandi hátt: Rakt, stöðugt loft er þvingað yfir fjall. Við það lækkar loftþrýstingur, loftið þenst út og kólnar. Þetta kallast þurrinnræn hitabreyting og er um 1ºC/100 m. Kaldara loft getur borið minna magn af vatnsgufu en hlýtt og ef loftið er þvingað upp kemur að því að það getur ekki borið alla upprunalegu vatnsgufuna, þá þéttist rakinn og fellur sem úrkoma. Við þéttingu rakans losnar orka, þannig að hitafall á uppleiðinni er minna en væri í ómettuðu lofti. Hinn svokallaði votinnræni hitafallandi með hæð er því lægri en sá þurrinnræni eða um 0,6ºC/100 m.

Eftir að hafa risið upp fyrir topp fjallsins er loftið kaldara en það var við fjallsræturnar. Það er rakamettað, en inniheldur minni vatnsgufu en áður en það mætti fjallinu. Þegar komið er framhjá fjallstoppnum leitar loftið aftur niður í sömu hæð og það var áður en uppstreymið hófst. Á leið sinni niður fjallshlíðina hlýnar loftið aftur. Þar sem hlýtt loft getur borið meiri vatnsgufu en kalt verður loftið strax ómettað þegar það hlýnar. Á sama hátt og ómettað loft kólnar meira á leiðinni upp en mettað, þá hlýnar ómettað loft meira á leiðinni niður. Þetta veldur því að þegar loftið er komið niður að fjallsrótum hlémegin er það hlýrra en það var vindmegin fjallsins. Það er líka þurrara vegna rakataps í tengslum við úrkomu á fjallinu.

Í sumum tilvikum, til dæmis þegar hnjúkaþeyr er á Norðausturlandi, er ekki nógu mikil úrkoma á hálendinu til að lýsingin hér að ofan skýri hitamuninn sitt hvoru megin hálendisins. Í þeim tilvikum er líklegast að ofangreind skýring, sem byggir á losun varma vegna úrkomu og hlýnun yfirborðslofts, eigi ekki við, heldur að loft úr efri loftlögum, það er yfir fjallshæð, komi niður. Ef það loft er hlýtt miðað við þann lága þrýsting sem er í háloftunum verður það einnig tiltölulega hlýtt við yfirborð vegna þurrinnrænnar hlýnunar á leiðinni niður.

Loft úr efri lögum getur borist að yfirborði á tvennan hátt: Í fyrsta lagi, ef loftið sem berst að fjalli getur ekki streymt yfir það, vegna þess að fjallið er of hátt, loftið of stöðugt eða vindhraði ónógur, myndast svokallað hindrunarástand. Aðstæður eru þá slíkar að fjallið er of mikil hindrun fyrir yfirborðsloftið og í stað þess að streyma yfir fjallið streymir loftið í kringum það. Við þetta myndast vök hlémegin við fjallið og í hana streymir loft niður frá efri loftlögum. Í öðru lagi, í tilvikum þar sem vindhraði er nógur til að yfirborðsloftið geti streymt yfir fjallið, myndast oft ókyrrð, eða lóðrétt hreyfing, þegar vindurinn blæs yfir hrjúft yfirborð. Við þessa lóðréttu hreyfingu loftsins blandast loft úr efri loftlögum niður að yfirborði.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Einnig má benda á grein eftir Harald Ólafsson frá árinu 2005: The heat source of the föhn, Proc. ICAM, Cro. Meteorol. J.

Mynd: Veður og veðurfar © Örn Óskarsson. Birt með góðfúslegu leyfi. Sótt 26. 5. 2009.

Höfundur

Guðrún Nína Petersen

veðurfræðingur

Útgáfudagur

27.5.2009

Síðast uppfært

17.1.2022

Spyrjandi

Ingunn Helgadóttir
Einar Jónsson

Tilvísun

Guðrún Nína Petersen. „Hvað er hnjúkaþeyr?“ Vísindavefurinn, 27. maí 2009, sótt 12. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=25532.

Guðrún Nína Petersen. (2009, 27. maí). Hvað er hnjúkaþeyr? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=25532

Guðrún Nína Petersen. „Hvað er hnjúkaþeyr?“ Vísindavefurinn. 27. maí. 2009. Vefsíða. 12. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=25532>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er hnjúkaþeyr?
Í stuttu máli er hnjúkaþeyr (einnig skrifað hnúkaþeyr) hlýr og þurr vindur sem blæs af fjöllum. Hnjúkaþeyr getur verið mjög hvass og hviðugjarn en þarf ekki að vera það.

Á sumum stöðum í heiminum er hnjúkaþeyr svo algengur að honum hefur verið gefið sérstakt nafn. Í Ölpunum heitir hnjúkaþeyrinn Föhn, í Klettafjöllunum Chinook, Santa Ana í Suður-Kaliforníu og Zonda í argentínsku Andesfjöllunum, svo dæmi séu tekin.

Dæmi eru um að Föhn hafi valdið allt að 20 ºC hlýnun á nokkrum mínútum og í Montana í Bandaríkjunum hefur mælst hitabreyting frá -12ºC til +5ºC á 3 mínútum vegna Chinook! Hnjúkaþeyr getur, vegna hlýleika loftsins, brætt snjó mjög hratt og jafnvel valdið flóðum. Hnjúkaþeyr getur líka skapað aðstæður fyrir skógarelda vegna þess hversu þurr hann er.

Á Íslandi er orðið hnjúkaþeyr upprunnið úr Skaftafellsýslum þar sem hnjúkaþeyr var skilgreindur á þennan hátt: „Nær vindur er á útnorðan um vetur og stendur af Öræfajökli þeyjar snjór á Hnappavöllum, þó alls staðar sé frost annars staðar, og kallast það hnúkaþeyr“ (Sæmundur Hólm). Nú til dags er orðið þó yfirleitt notað í viðtækari merkingu, um þurra, hlýja vinda af fjöllum hvar sem er á landinu. Hnjúkaþeyr er ekki óalgengur í suðlægum áttum á Norður- og Norðausturlandi, meðal annars á Siglufirði.

Nokkrar útskýringar eru til á hnjúkaþey og þær byggjast allar á því að loft við eða yfir fjallshæð streymir niður að yfirborði hlémegin fjalls.

Algengt er að hnjúkaþeyr sé útskýrður á eftirfarandi hátt: Rakt, stöðugt loft er þvingað yfir fjall. Við það lækkar loftþrýstingur, loftið þenst út og kólnar. Þetta kallast þurrinnræn hitabreyting og er um 1ºC/100 m. Kaldara loft getur borið minna magn af vatnsgufu en hlýtt og ef loftið er þvingað upp kemur að því að það getur ekki borið alla upprunalegu vatnsgufuna, þá þéttist rakinn og fellur sem úrkoma. Við þéttingu rakans losnar orka, þannig að hitafall á uppleiðinni er minna en væri í ómettuðu lofti. Hinn svokallaði votinnræni hitafallandi með hæð er því lægri en sá þurrinnræni eða um 0,6ºC/100 m.

Eftir að hafa risið upp fyrir topp fjallsins er loftið kaldara en það var við fjallsræturnar. Það er rakamettað, en inniheldur minni vatnsgufu en áður en það mætti fjallinu. Þegar komið er framhjá fjallstoppnum leitar loftið aftur niður í sömu hæð og það var áður en uppstreymið hófst. Á leið sinni niður fjallshlíðina hlýnar loftið aftur. Þar sem hlýtt loft getur borið meiri vatnsgufu en kalt verður loftið strax ómettað þegar það hlýnar. Á sama hátt og ómettað loft kólnar meira á leiðinni upp en mettað, þá hlýnar ómettað loft meira á leiðinni niður. Þetta veldur því að þegar loftið er komið niður að fjallsrótum hlémegin er það hlýrra en það var vindmegin fjallsins. Það er líka þurrara vegna rakataps í tengslum við úrkomu á fjallinu.

Í sumum tilvikum, til dæmis þegar hnjúkaþeyr er á Norðausturlandi, er ekki nógu mikil úrkoma á hálendinu til að lýsingin hér að ofan skýri hitamuninn sitt hvoru megin hálendisins. Í þeim tilvikum er líklegast að ofangreind skýring, sem byggir á losun varma vegna úrkomu og hlýnun yfirborðslofts, eigi ekki við, heldur að loft úr efri loftlögum, það er yfir fjallshæð, komi niður. Ef það loft er hlýtt miðað við þann lága þrýsting sem er í háloftunum verður það einnig tiltölulega hlýtt við yfirborð vegna þurrinnrænnar hlýnunar á leiðinni niður.

Loft úr efri lögum getur borist að yfirborði á tvennan hátt: Í fyrsta lagi, ef loftið sem berst að fjalli getur ekki streymt yfir það, vegna þess að fjallið er of hátt, loftið of stöðugt eða vindhraði ónógur, myndast svokallað hindrunarástand. Aðstæður eru þá slíkar að fjallið er of mikil hindrun fyrir yfirborðsloftið og í stað þess að streyma yfir fjallið streymir loftið í kringum það. Við þetta myndast vök hlémegin við fjallið og í hana streymir loft niður frá efri loftlögum. Í öðru lagi, í tilvikum þar sem vindhraði er nógur til að yfirborðsloftið geti streymt yfir fjallið, myndast oft ókyrrð, eða lóðrétt hreyfing, þegar vindurinn blæs yfir hrjúft yfirborð. Við þessa lóðréttu hreyfingu loftsins blandast loft úr efri loftlögum niður að yfirborði.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Einnig má benda á grein eftir Harald Ólafsson frá árinu 2005: The heat source of the föhn, Proc. ICAM, Cro. Meteorol. J.

Mynd: Veður og veðurfar © Örn Óskarsson. Birt með góðfúslegu leyfi. Sótt 26. 5. 2009....