Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvar er mesta þéttbýli í Bandaríkjunum?

ÍDÞ og EAH

Samkvæmt upplýsingum um Bandaríkin á Wikipediu búa tæpar 314 milljónir manna í Bandaríkjunum en íbúaþéttleiki er tæplega 34 íbúar á ferkílómetra (km2). Til samanburðar er íbúaþéttleiki Íslands um 10 sinnum minni en í Japan 10 sinnum meiri. Íbúaþéttleiki Bandaríkjanna er tiltölulega lítill miðað við önnur lönd.

Bandaríkin samanstanda af 50 ríkjum eða fylkjum, auk eins alríkisumdæmis (e. Federal District) sem nefnist District of Columbia eða einfaldlega Washington DC og er höfuðborg Bandaríkjanna.

Þessi mynd sýnir ágætlega íbúaþéttleika Bandaríkjanna. Mestur er hann á norðausturströndinni en minnstur í miðvesturríkjunum. Athugið að tölur miðast við íbúa á hverja fermílu en það hefur þó einungis áhrif á tölurnar sem koma fram á myndinni.

Í höfuðborginni er íbúaþéttleiki langsamlega mestur eða 10.065 íbúar á km2. En séu einungis fylki Bandaríkjanna skoðuð þá fæst þessi listi:

Fylki: Íbúaþéttleiki
(íbúar á km2):
1. New Jersey 1.189
2. Rhode Island 1.006
3. Massachusetts 739
4. Connecticut 840
5. Maryland 596

Glöggir lesendur hafa ef til vill áttað sig á því að ríki þessi eru öll á norðausturströnd Bandaríkjanna en íbúaþéttleiki er þar mestur. Minnstur er íbúaþéttleikinn í miðvesturríkjunum og Alaska en hann eykst aftur þegar komið er yfir á vesturströndina.

Fylkjum Bandaríkjanna er einnig skipt upp í sýslur (e. county) og með því að skoða þær hverja fyrir sig má fá ámóta kort:

Hér sést íbúaþéttleiki í hverri sýslu Bandaríkjanna miðað við íbúatal árið 2000. Smellið á myndina til að fá stærri mynd.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir tíu þéttbýlustu sýslur Bandaríkjanna. Athygli gæti vakið að efstu sætin skipa fjórar af fimm sýslum New York-borgar.

Sæti Nafn sýslu Íbúar á km2 Íbúar á mílu2
1 New York County, New York (Manhattan) 25.846 66.940
2 Kings County, New York (Brooklyn) 13.481 34.917
3 Bronx County, New York (The Bronx) 12.243 31.709
4 Queens County, New York (Queens) 7.880 20.409
5 City and County of San Francisco, California 6.423 16.634
6 Hudson County, New Jersey 5,036 13.044
7 Suffolk County, Massachusetts 4.552 11.788
8 Philadelphia County, Pennsylvania 4.337 11.234
9 Washington, D.C. 3.597 9.316
10 City of Alexandria, Virginia 3.263 8.452

Heimildir:

Myndir:

Höfundar

Útgáfudagur

17.10.2012

Spyrjandi

Eva Sigurðardóttir

Tilvísun

ÍDÞ og EAH. „Hvar er mesta þéttbýli í Bandaríkjunum?“ Vísindavefurinn, 17. október 2012. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=26070.

ÍDÞ og EAH. (2012, 17. október). Hvar er mesta þéttbýli í Bandaríkjunum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=26070

ÍDÞ og EAH. „Hvar er mesta þéttbýli í Bandaríkjunum?“ Vísindavefurinn. 17. okt. 2012. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=26070>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar er mesta þéttbýli í Bandaríkjunum?
Samkvæmt upplýsingum um Bandaríkin á Wikipediu búa tæpar 314 milljónir manna í Bandaríkjunum en íbúaþéttleiki er tæplega 34 íbúar á ferkílómetra (km2). Til samanburðar er íbúaþéttleiki Íslands um 10 sinnum minni en í Japan 10 sinnum meiri. Íbúaþéttleiki Bandaríkjanna er tiltölulega lítill miðað við önnur lönd.

Bandaríkin samanstanda af 50 ríkjum eða fylkjum, auk eins alríkisumdæmis (e. Federal District) sem nefnist District of Columbia eða einfaldlega Washington DC og er höfuðborg Bandaríkjanna.

Þessi mynd sýnir ágætlega íbúaþéttleika Bandaríkjanna. Mestur er hann á norðausturströndinni en minnstur í miðvesturríkjunum. Athugið að tölur miðast við íbúa á hverja fermílu en það hefur þó einungis áhrif á tölurnar sem koma fram á myndinni.

Í höfuðborginni er íbúaþéttleiki langsamlega mestur eða 10.065 íbúar á km2. En séu einungis fylki Bandaríkjanna skoðuð þá fæst þessi listi:

Fylki: Íbúaþéttleiki
(íbúar á km2):
1. New Jersey 1.189
2. Rhode Island 1.006
3. Massachusetts 739
4. Connecticut 840
5. Maryland 596

Glöggir lesendur hafa ef til vill áttað sig á því að ríki þessi eru öll á norðausturströnd Bandaríkjanna en íbúaþéttleiki er þar mestur. Minnstur er íbúaþéttleikinn í miðvesturríkjunum og Alaska en hann eykst aftur þegar komið er yfir á vesturströndina.

Fylkjum Bandaríkjanna er einnig skipt upp í sýslur (e. county) og með því að skoða þær hverja fyrir sig má fá ámóta kort:

Hér sést íbúaþéttleiki í hverri sýslu Bandaríkjanna miðað við íbúatal árið 2000. Smellið á myndina til að fá stærri mynd.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir tíu þéttbýlustu sýslur Bandaríkjanna. Athygli gæti vakið að efstu sætin skipa fjórar af fimm sýslum New York-borgar.

Sæti Nafn sýslu Íbúar á km2 Íbúar á mílu2
1 New York County, New York (Manhattan) 25.846 66.940
2 Kings County, New York (Brooklyn) 13.481 34.917
3 Bronx County, New York (The Bronx) 12.243 31.709
4 Queens County, New York (Queens) 7.880 20.409
5 City and County of San Francisco, California 6.423 16.634
6 Hudson County, New Jersey 5,036 13.044
7 Suffolk County, Massachusetts 4.552 11.788
8 Philadelphia County, Pennsylvania 4.337 11.234
9 Washington, D.C. 3.597 9.316
10 City of Alexandria, Virginia 3.263 8.452

Heimildir:

Myndir:...