Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Voru til risaeðlur á Íslandi?

Nei, það voru aldrei risaeðlur á Íslandi þar sem þær dóu út áður en Ísland tók að myndast.

Blómatími risaeðlanna var á miðlífsöld en á mörkum krítar- og tertíertímabilanna, fyrir 65 milljón árum, urðu miklar náttúruhamfarir sem talið er að hafi valdið aldauða um 70% allra tegunda lífvera sem þá lifðu, þar á meðal risaeðlanna. Tvær kenningar eru aðallega uppi um orsakir hamfaranna, annars vegar árekstur loftsteins eða loftsteina við jörðina, hins vegar gríðarleg eldgos.Lega meginlandanna um það bil sem risaeðlurnar dóu út. Norður-Ameríka og Evrópa liggja nánast saman og Ísland er ekki tekið að myndast.

Nokkrum milljón árum eftir að risaeðlurnar reikuðu um jörðina, eða fyrir um það bil 60 milljón árum, tók Norður-Atlantshafið að opnast. Síðan þá hefur verið land yfir heita reitnum sem nú er undir Íslandi. Landið okkar er þó ekki frá þeim tíma heldur hefur nýtt berg myndast á hverjum tíma í gosbeltunum sem síðan rekur út til beggja hliða með um það bil 1 cm hraða á ári og sekkur í sæ eftir 15 milljón ár eða svo. Fyrir 50 milljón árum voru Færeyjar Ísland, ef svo má segja.

Elsta berg sem nú finnst ofanjarðar á Íslandi er einungis um 16 milljón ára gamalt en eldra berg er sokkið í sæ.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: On-Line Biology Book. Sótt 8. 2. 2010.

Útgáfudagur

10.2.2010

Spyrjandi

Una Bjarnadóttir, Arnar Örn Ingólfsson, 1996

Höfundur

Tilvísun

EDS. „Voru til risaeðlur á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 10. febrúar 2010. Sótt 21. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=27693.

EDS. (2010, 10. febrúar). Voru til risaeðlur á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=27693

EDS. „Voru til risaeðlur á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 10. feb. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=27693>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sumarliði Ragnar Ísleifsson

1955

Sumarliði R. Ísleifsson er lektor í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa snúið að atvinnu- og félagssögu Íslands og beinst að ímyndum Íslands og Íslendinga og hvernig þær hafa tengst viðhorfum til Grænlands.