Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær byrja ungbörn að tárast?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Nýburar tárast ekki. Ástæðan er sú að táragöng þeirra eru ekki fullmynduð. Þegar börn eru um það bil mánaðar gömul hafa táragöngin náð fullum þroska og þá koma tár þegar þau gráta.

Grátur er eina leið ungbarna til að tjá tilfinningar sínar en honum fylgja þó ekki alltaf tár þótt táragöngin hafi náð fullum þroska. Börn gráta af mörgum ástæðum svo sem þreytu, óþægindum, hungri, leiðindum eða sársauka. Líklegt er að þegar ungbarn grætur án tára sé það að reyna að láta vita af einhverju, en það er ekki nein hætta á ferð. Þegar tár fylgja grátnum, aftur á móti, er talið að alvarlegri ástæða geti verið fyrir grátnum, svo sem sársauki.

Það tekur einhvern tíma fyrir táragöng nýbura að ná fullum þroska og þess vegna tárfella þau ekki á sama hátt og eldri börn.

Stundum getur táralaus grátur verið vegna ofþornunar eða annars alvarlegs ástands. Ef grátur barns er táralaus er mikilvægt að fylgjast með því hvort barnið fái nægilegan vökva. Ef ekkert bólar enn á tárum þrátt fyrir nægan vökva gætu táragöngin verið stífluð en slíkt lagast oftast af sjálfu sér á nokkrum mánuðum.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör um grát og tár, til dæmis:

Heimild og mynd:


Hér er einnig svarað spurningunni
  • Hvers vegna koma engin tár þegar smábörn gráta og hvenær koma fyrstu tárin?

Höfundur

Útgáfudagur

13.5.2008

Síðast uppfært

22.6.2018

Spyrjandi

Sóley Kristbjörg Ingibjargardóttir
Aron Freyr Leifsson

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvenær byrja ungbörn að tárast?“ Vísindavefurinn, 13. maí 2008, sótt 7. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=29505.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2008, 13. maí). Hvenær byrja ungbörn að tárast? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=29505

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvenær byrja ungbörn að tárast?“ Vísindavefurinn. 13. maí. 2008. Vefsíða. 7. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=29505>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær byrja ungbörn að tárast?
Nýburar tárast ekki. Ástæðan er sú að táragöng þeirra eru ekki fullmynduð. Þegar börn eru um það bil mánaðar gömul hafa táragöngin náð fullum þroska og þá koma tár þegar þau gráta.

Grátur er eina leið ungbarna til að tjá tilfinningar sínar en honum fylgja þó ekki alltaf tár þótt táragöngin hafi náð fullum þroska. Börn gráta af mörgum ástæðum svo sem þreytu, óþægindum, hungri, leiðindum eða sársauka. Líklegt er að þegar ungbarn grætur án tára sé það að reyna að láta vita af einhverju, en það er ekki nein hætta á ferð. Þegar tár fylgja grátnum, aftur á móti, er talið að alvarlegri ástæða geti verið fyrir grátnum, svo sem sársauki.

Það tekur einhvern tíma fyrir táragöng nýbura að ná fullum þroska og þess vegna tárfella þau ekki á sama hátt og eldri börn.

Stundum getur táralaus grátur verið vegna ofþornunar eða annars alvarlegs ástands. Ef grátur barns er táralaus er mikilvægt að fylgjast með því hvort barnið fái nægilegan vökva. Ef ekkert bólar enn á tárum þrátt fyrir nægan vökva gætu táragöngin verið stífluð en slíkt lagast oftast af sjálfu sér á nokkrum mánuðum.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör um grát og tár, til dæmis:

Heimild og mynd:


Hér er einnig svarað spurningunni
  • Hvers vegna koma engin tár þegar smábörn gráta og hvenær koma fyrstu tárin?
...