Sólin Sólin Rís 07:15 • sest 19:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:55 • Sest 22:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:41 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:59 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík

Hvað eru mörg fótboltalið í heiminum?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Fótbolti er líklega vinsælasta íþrótt í heimi. Niðurstöður könnunar sem gerð var á vegum Alþjóðaknattspyrnusambandsins í byrjun 21. aldarinnar sýndu að meira en 240 milljónir spila reglulega fótbolta í þeim 211 ríkjum sem eiga landslið á heimslista FIFA. Eins og geta má nærri er nokkuð erfitt að svara því hvað allir þessir fótboltaiðkendur skiptast í mörg lið. Og reyndar þarf að ákveða hvað nákvæmlega átt er við þegar talað er um lið, líklega ætti að telja með landslið og félagslið en hvað með önnur lið sem æfa reglulega fótbolta en eru utan deilda?

Á skrá hjá FIFA eru 211 karlalandslið og 158 kvennalandslið.

Bara það eitt að telja landslið heims getur reynst flóknara en virðist við fyrstu sýn. Reyndar er ekkert sérlega erfitt að finna út hve mörg landslið í heiminum eru á skrá hjá FIFA og hefur verið fjallað um það í svari við spurningunni Hvað eru mörg fótboltalandslið í heiminum? Þar kemur fram að á skrá hjá FIFA eru 211 karlalandslið og 158 kvennalandslið.

Þessu til viðbótar er töluverður fjöldi “landsliða” sem eiga ekki aðild að FIFA og geta því ekki tekið þátt í heimsmeistaramótinu í fótbolta. Þetta eru gjarnan lið svæða eða eyja sem ekki njóta fulls sjálfstæðis, eða lið þjóðflokka sem ekki eru sjálfstæð þjóð. Hér má nefna lið eins og Grænland, Norður-Kýpur, Vestur-Sahara, Tíbet, Sígaunar, Baskar, Jersey, Álandseyjar, Hawaii, Falklandseyjar og Páskaeyjar svo aðeins örfá dæmi séu tekin. Þessi lið eru vel á annað hundrað ef marka má upplýsingar af Wikipedia .

Ekki er auðvelt að finna upplýsingar um fjölda félagsliða í öllum þeim löndum sem eru á skrá hjá FIFA.

Þá er komið að félagsliðunum, en í mörgum löndum eru skipulagðar deildir sem lið keppa í. Í fljótu bragði fundust ekki sérlega aðgengilegar upplýsingar um fjölda félagsliða í öllum þeim löndum sem eru á skrá hjá FIFA. Á Wikipedia má þó finna lista yfir þau félagslið sem spila í efstu deild í mjög mörgum löndum heims. Það er töluverð vinna að ætla að taka það saman þar sem það þarf að skoða hvert einasta land fyrir sig en áhugasamir geta smellt hér vilji þeir byrja að telja.

Þó einhver tæki sig til og teldi saman hvers mörg félagslið spila í efstu deildum í hinum ýmsu löndum heims þá er björninn ekki þar með unninn. Flest lönd hafa fleiri en eina deild og þar eru líka lið sem þyrfti að telja með. Liðin sem eru í neðri deildunum eru alveg örugglega töluvert fleiri en þau sem spila í efstu deild.

Svo eru það lið eða hópar sem æfa reglulega fótbolta en taka ekki þátt í skipulögðum keppnum á vegum fótboltasamtaka sinna heimalanda. Þetta eru til dæmis vina- eða vinnustaðahópar, karlar og konur, strákar og stelpur. Það er vissulega umhugsunarefni hvort þau ættu ekki að teljast með þegar spurt er um fjölda fótboltaliða. Allavega taka sum þessara liða þátt í keppnum, haldin eru heimsmeistaramót samkynhneigðra, heimilislausra og ýmissa stétta svo sem lögreglumanna og hermanna svo fátt eitt sé nefnt. Að telja öll slík lið í heiminum er óvinnandi vegur.

Lögreglan í New York-borg er með sitt eigið fótboltalið.

Hvernig getum við þá nálgast svarið við spurningunni fyrst nánast ómögulegt er að telja öll lið heims. Ein hugmyndin sem upp kom var að deila einfaldlega með 11 (fjöldi leikmanna í liði) upp í 240 milljónir (fjöldi iðkenda). Hins vegar gengur það líklega ekki upp og fyrir því eru nokkrar ástæður. Í fyrsta lagi eru fleiri en 11 í hverju fótboltaliði þó leikmennirnir inni á vellinum séu ekki fleiri í hvert skipti, varamennirnir eru líka hluti af liðinu. Í öðru lagi spila margir fótbolta í minni liðum, til dæmis fimm í hverju liði.

Og í þriðja lagi getur sami einstaklingurinn verið í fleiri en einu liði, það er til dæmis hægt að vera bæði í KR og íslenska landsliðinu. Ef utandeildarlið eru einnig tekin með þá gæti sami einstaklingurinn verið í enn fleiri liðum, til dæmis ef um væri að ræða samkynhneigða löggu sem væri í FH og landsliðinu. Sá einstaklingur gæti verið í að minnsta kosti fjórum fótboltaliðum (ef hann hefði tíma og krafta í það).

Við verðum því líklega að sætta okkur við að geta ekki vitað fyrir víst hversu mörg fótboltalið heimsins eru.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

18.6.2010

Spyrjandi

Karólína Vilborg Erlendsdóttir, f. 1995

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað eru mörg fótboltalið í heiminum?“ Vísindavefurinn, 18. júní 2010. Sótt 24. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=30939.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2010, 18. júní). Hvað eru mörg fótboltalið í heiminum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=30939

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað eru mörg fótboltalið í heiminum?“ Vísindavefurinn. 18. jún. 2010. Vefsíða. 24. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=30939>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru mörg fótboltalið í heiminum?
Fótbolti er líklega vinsælasta íþrótt í heimi. Niðurstöður könnunar sem gerð var á vegum Alþjóðaknattspyrnusambandsins í byrjun 21. aldarinnar sýndu að meira en 240 milljónir spila reglulega fótbolta í þeim 211 ríkjum sem eiga landslið á heimslista FIFA. Eins og geta má nærri er nokkuð erfitt að svara því hvað allir þessir fótboltaiðkendur skiptast í mörg lið. Og reyndar þarf að ákveða hvað nákvæmlega átt er við þegar talað er um lið, líklega ætti að telja með landslið og félagslið en hvað með önnur lið sem æfa reglulega fótbolta en eru utan deilda?

Á skrá hjá FIFA eru 211 karlalandslið og 158 kvennalandslið.

Bara það eitt að telja landslið heims getur reynst flóknara en virðist við fyrstu sýn. Reyndar er ekkert sérlega erfitt að finna út hve mörg landslið í heiminum eru á skrá hjá FIFA og hefur verið fjallað um það í svari við spurningunni Hvað eru mörg fótboltalandslið í heiminum? Þar kemur fram að á skrá hjá FIFA eru 211 karlalandslið og 158 kvennalandslið.

Þessu til viðbótar er töluverður fjöldi “landsliða” sem eiga ekki aðild að FIFA og geta því ekki tekið þátt í heimsmeistaramótinu í fótbolta. Þetta eru gjarnan lið svæða eða eyja sem ekki njóta fulls sjálfstæðis, eða lið þjóðflokka sem ekki eru sjálfstæð þjóð. Hér má nefna lið eins og Grænland, Norður-Kýpur, Vestur-Sahara, Tíbet, Sígaunar, Baskar, Jersey, Álandseyjar, Hawaii, Falklandseyjar og Páskaeyjar svo aðeins örfá dæmi séu tekin. Þessi lið eru vel á annað hundrað ef marka má upplýsingar af Wikipedia .

Ekki er auðvelt að finna upplýsingar um fjölda félagsliða í öllum þeim löndum sem eru á skrá hjá FIFA.

Þá er komið að félagsliðunum, en í mörgum löndum eru skipulagðar deildir sem lið keppa í. Í fljótu bragði fundust ekki sérlega aðgengilegar upplýsingar um fjölda félagsliða í öllum þeim löndum sem eru á skrá hjá FIFA. Á Wikipedia má þó finna lista yfir þau félagslið sem spila í efstu deild í mjög mörgum löndum heims. Það er töluverð vinna að ætla að taka það saman þar sem það þarf að skoða hvert einasta land fyrir sig en áhugasamir geta smellt hér vilji þeir byrja að telja.

Þó einhver tæki sig til og teldi saman hvers mörg félagslið spila í efstu deildum í hinum ýmsu löndum heims þá er björninn ekki þar með unninn. Flest lönd hafa fleiri en eina deild og þar eru líka lið sem þyrfti að telja með. Liðin sem eru í neðri deildunum eru alveg örugglega töluvert fleiri en þau sem spila í efstu deild.

Svo eru það lið eða hópar sem æfa reglulega fótbolta en taka ekki þátt í skipulögðum keppnum á vegum fótboltasamtaka sinna heimalanda. Þetta eru til dæmis vina- eða vinnustaðahópar, karlar og konur, strákar og stelpur. Það er vissulega umhugsunarefni hvort þau ættu ekki að teljast með þegar spurt er um fjölda fótboltaliða. Allavega taka sum þessara liða þátt í keppnum, haldin eru heimsmeistaramót samkynhneigðra, heimilislausra og ýmissa stétta svo sem lögreglumanna og hermanna svo fátt eitt sé nefnt. Að telja öll slík lið í heiminum er óvinnandi vegur.

Lögreglan í New York-borg er með sitt eigið fótboltalið.

Hvernig getum við þá nálgast svarið við spurningunni fyrst nánast ómögulegt er að telja öll lið heims. Ein hugmyndin sem upp kom var að deila einfaldlega með 11 (fjöldi leikmanna í liði) upp í 240 milljónir (fjöldi iðkenda). Hins vegar gengur það líklega ekki upp og fyrir því eru nokkrar ástæður. Í fyrsta lagi eru fleiri en 11 í hverju fótboltaliði þó leikmennirnir inni á vellinum séu ekki fleiri í hvert skipti, varamennirnir eru líka hluti af liðinu. Í öðru lagi spila margir fótbolta í minni liðum, til dæmis fimm í hverju liði.

Og í þriðja lagi getur sami einstaklingurinn verið í fleiri en einu liði, það er til dæmis hægt að vera bæði í KR og íslenska landsliðinu. Ef utandeildarlið eru einnig tekin með þá gæti sami einstaklingurinn verið í enn fleiri liðum, til dæmis ef um væri að ræða samkynhneigða löggu sem væri í FH og landsliðinu. Sá einstaklingur gæti verið í að minnsta kosti fjórum fótboltaliðum (ef hann hefði tíma og krafta í það).

Við verðum því líklega að sætta okkur við að geta ekki vitað fyrir víst hversu mörg fótboltalið heimsins eru.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Heimildir:

Myndir:...