Sólin Sólin Rís 05:54 • sest 21:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:29 • Síðdegis: 24:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:26 í Reykjavík

Hverjir eru helstu skógar Asíu?

Jón Már Halldórsson

Hér áður fyrr þöktu skógar stóran hluta austanverðrar Asíu. Aðeins vatnasvæði og hæstu fjöll voru skóglaus. Þéttir regnskógar þöktu meðal annars suðausturhluta álfunnar, en nú hefur töluvert mikið gengið á þá enda búa tæpir tveir milljarðar manna á því svæði. Asískir skógar telja um 700 milljónir hektara að flatarmáli eða um 18% af heildarskóglendi jarðar. Inni í þessum tölum eru stærstu skógar jarðar en til þeirra teljast barrskógabelti Síberíu og regnskógar Borneó og Papúa Nýju-Gíneu.

Barrskógabeltið

Í raun liggur barrskógabeltið (e. taiga) ekki aðeins í Síberíu heldur allt umhverfis jörðina. Í Norður-Ameríku liggur það gegnum Alaska og Kanada og í Evrasíu nær það yfir Skandinavíu og svo þvert um Rússland allt til Kyrrahafsstrandarinnar. Stærstur hluti beltisins tilheyrir Síberíu. Barrskógabeltið teygir sig jafnframt suður yfir landamæri Kasakstans og Mansjúríu og yfir á Hokkaídó-eyju sem tilheyrir Japan.Kortið sýnir útbreiðslu barrskógabeltisins

Sígræn tré einkenna barrskógabeltið. Algengustu trjátegundir beltisins eru til dæmis síberíulerki (Larix sibirica), síberíufura (Pecia ovobata) og skógarfura (Pinus sylvestris). Breiðlaufungar eins og birki geta einnig verið áberandi á sumum svæðum. Miðað við annað skóglendi jarðar telst barrskógabeltið þó vera fremur tegundasnautt, en aðeins fáar tegundir eru þar mjög ríkjandi og gildir þá einu hvort um er að ræða tré, burkna eða annan gróður.

Afar miklar sveiflur eru á hitastigi milli árstíða í síberíska barrskógabeltinu. Í janúar getur hitinn farið allt niður í –50°C en í júlí fer hitinn iðulega yfir 30°C. Þær tegundir lífvera sem þar lifa þurfa því að vera afar harðgerar til að þola þennan mikla breytileika í veðurfari.Þrátt fyrir að ná yfir afar stórt svæði er tegundafábreytni einkennandi fyrir barrskógabeltið.

Umhverfismál hafa verið í nokkrum ólestri í Síberíu undanfarna áratugi og hefur það bitnað á útbreiðslu barrskógabeltisins. Helstu ástæður rénunar skóglendisins eru efnamengun og sívaxandi eftirspurn eftir timbri.

Regnskógar Borneó

Borneó er þriða stærsta eyja í heiminum og var hér áður fyrr þakin þéttum regnskógi. Á strandsvæðum eyjunnar mátti finna ríkulegt votlendi með leiruviðarskógum (e. mangroves) og afar fjölbreytilegu vistkerfi. Vegna hins þéttvaxna skógar var eyjan hins vegar afar ógreiðfær og gátu fjölmargir ættbálkar lifað í friði frá umheiminum djúpt inni í skóginum.

Á síðustu 20-30 árum hafa hins vegar orðið gríðarlegar breytingar á eyjunni. Til að mæta vaxandi eftirspurn eftir harðviði í Japan og Bandaríkjunum í upphafi níunda áratugarins var farið að ryðja skóginn í miklum mæli. Sú skógeyðing sem þá hófst á sér ekki fordæmi í mannkynssögunni. Um 80% af frumskóginum hefur verið eytt síðan 1980 að mati verndarsamtaka Borneó-regnskógarins. Sumir telja þetta þó vera töluvert ofmat og að í raun sé búið að fella um 50% af skóginum. Stærstur hluti viðarins var nýttur í húsgagnaframleiðslu, matarprjónagerð og pappírsvinnslu.

Regnskógur Borneó hefur oft verið talið eitt tegundaauðugasta vistkerfi jarðar en líffræðilegur fjölbreytileiki svæðisins á sér fáar hliðstæður. Til að mynda finnast þar fleiri tegundir á hektara en í Amason-skóginum í Suður-Ameríku. Vegna þeirrar gríðarlegu eyðileggingar sem orðið hefur á Borneó eru helstu tegundir hryggdýra sem þar lifa í mikilli útrýmingarhættu. Þar má kannski helst nefna borneóórangútaninn (Pongo pygmaeus sem er önnur af aðeins tveim tegundum órangútanapa og er aðeins að finna á Borneó.

Mesta skógeyðingin átti sér stað á norðurhluta eyjunnar í héruðunum Sabah og Sarawak sem tilheyra Malasíu. Stærstur hluti Borneó tilheyrir þó Indónesíu. Stjórnvöld þar hafa nú ráðgert að hefja stórtæka ræktun á olíupálma (Elaeis guineensis) á röskuðum svæðum. Úr olíupálma fæst olía sem hægt er að nota sem lífrænt eldsneyti. Notkun á slíku eldsneyti er talin geta dregið mikið úr losun koltvísýrings út í andrúmsloftið. Á indónesíska hluta eyjarinnar fór ræktun olíupálma úr 600 þúsund hekturum árið 1985 í 4 milljónir hektara árið 2006. Stjórnvöld hafa jafnframt tilkynnt að auka eigi ræktunina í 7 milljón hektara fyrir árið 2011.

Indókínversku regnskógarnir

Þetta var nánast samfelldur skógur sem lá um Laos, Kambódíu, Búrma (Mjanmar), Víetnam, Tæland og Malasíu. Talsvert hefur gengið á þetta skóglendi á síðustu áratugum ekki síst vegna umfangsmikilla hernaðarátaka í Víetnam. Miklu magni af sprengiefni var varpað á skóglendið í Víetnamstríðinu auk þess sem Bandaríkjaher notaði eitur til að drepa tré á stórum svæðum. Hin síðari ár hefur uppgangur í efnahagsmálum þessa svæðis valdið hraðri aukningu skógeyðingar.

Mikill fjöldi dýrategunda á afkomu sína undir þessu skóglendi. Þar má nefna þúsundir skordýrategunda en einnig spendýr eins og sólbjörn (Helarctos malayanus), asíufíl (Elephas maximus) og tígrisdýr (Panthera tigris).Horft yfir Aokigahara-skóg í Japan

Skógar Japans

Hér er ekki beint um afmarkaðan skóg að ræða heldur viðamikið skóglendi á helstu eyjum Japans. Meðal þessara skóga er Aokigahara-skóglendið sem liggur við rætur Fujifjalls. Þetta er afar forn skógur og í honum má finna ótal hella. Hann skipar sérstakan sess í huga japönsku þjóðarinnar en margar af þjóðsagnaverum Japana eru sagðar eiga þar heimkynni sín. Aokigahara er frægasti skógur Japans og má því telja hann með helstu skógum Asíu. Hann er allavega einn af þekktustu skógum álfunnar.

Það er athyglisvert að þrátt fyrir að japönsku eyjarnar séu að miklu leyti skógi vaxnar er Japan einn stærsti timburinnflytjandi heims. Skýringin á þessu felst einkum í því að verð á innfluttum trjám hefur verið töluvert lægra en á japönskum viði. Japanir hafa því ekki sótt hart í skógana hjá sér og þeir hafa því haldist nokkuð ósnertir.Hér sjást skóglendi Papúa Nýju-Gíneu bera við eyðimerkursvæði Ástralíu.

Regnskógar Papúa Nýju-Gíneu

Þessir skógar eru með þeim tegundaauðugustu á jörðinni. Þeir eru jafnframt eitt stærsta ókannaða svæði jarðar og hafa hingað til verið lítið rannsakað. Náttúrufræðingar sem stunda rannsóknir þar nú eru því sífellt að finna nýjar tegundir bæði plantna og dýra, meðal annars ýmsar tegundir hryggdýra.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir: Wikimedia Commons

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

2.6.2008

Spyrjandi

Sólrún Harpa Sveinbjörnsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hverjir eru helstu skógar Asíu?“ Vísindavefurinn, 2. júní 2008. Sótt 15. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=31986.

Jón Már Halldórsson. (2008, 2. júní). Hverjir eru helstu skógar Asíu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=31986

Jón Már Halldórsson. „Hverjir eru helstu skógar Asíu?“ Vísindavefurinn. 2. jún. 2008. Vefsíða. 15. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=31986>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hverjir eru helstu skógar Asíu?
Hér áður fyrr þöktu skógar stóran hluta austanverðrar Asíu. Aðeins vatnasvæði og hæstu fjöll voru skóglaus. Þéttir regnskógar þöktu meðal annars suðausturhluta álfunnar, en nú hefur töluvert mikið gengið á þá enda búa tæpir tveir milljarðar manna á því svæði. Asískir skógar telja um 700 milljónir hektara að flatarmáli eða um 18% af heildarskóglendi jarðar. Inni í þessum tölum eru stærstu skógar jarðar en til þeirra teljast barrskógabelti Síberíu og regnskógar Borneó og Papúa Nýju-Gíneu.

Barrskógabeltið

Í raun liggur barrskógabeltið (e. taiga) ekki aðeins í Síberíu heldur allt umhverfis jörðina. Í Norður-Ameríku liggur það gegnum Alaska og Kanada og í Evrasíu nær það yfir Skandinavíu og svo þvert um Rússland allt til Kyrrahafsstrandarinnar. Stærstur hluti beltisins tilheyrir Síberíu. Barrskógabeltið teygir sig jafnframt suður yfir landamæri Kasakstans og Mansjúríu og yfir á Hokkaídó-eyju sem tilheyrir Japan.Kortið sýnir útbreiðslu barrskógabeltisins

Sígræn tré einkenna barrskógabeltið. Algengustu trjátegundir beltisins eru til dæmis síberíulerki (Larix sibirica), síberíufura (Pecia ovobata) og skógarfura (Pinus sylvestris). Breiðlaufungar eins og birki geta einnig verið áberandi á sumum svæðum. Miðað við annað skóglendi jarðar telst barrskógabeltið þó vera fremur tegundasnautt, en aðeins fáar tegundir eru þar mjög ríkjandi og gildir þá einu hvort um er að ræða tré, burkna eða annan gróður.

Afar miklar sveiflur eru á hitastigi milli árstíða í síberíska barrskógabeltinu. Í janúar getur hitinn farið allt niður í –50°C en í júlí fer hitinn iðulega yfir 30°C. Þær tegundir lífvera sem þar lifa þurfa því að vera afar harðgerar til að þola þennan mikla breytileika í veðurfari.Þrátt fyrir að ná yfir afar stórt svæði er tegundafábreytni einkennandi fyrir barrskógabeltið.

Umhverfismál hafa verið í nokkrum ólestri í Síberíu undanfarna áratugi og hefur það bitnað á útbreiðslu barrskógabeltisins. Helstu ástæður rénunar skóglendisins eru efnamengun og sívaxandi eftirspurn eftir timbri.

Regnskógar Borneó

Borneó er þriða stærsta eyja í heiminum og var hér áður fyrr þakin þéttum regnskógi. Á strandsvæðum eyjunnar mátti finna ríkulegt votlendi með leiruviðarskógum (e. mangroves) og afar fjölbreytilegu vistkerfi. Vegna hins þéttvaxna skógar var eyjan hins vegar afar ógreiðfær og gátu fjölmargir ættbálkar lifað í friði frá umheiminum djúpt inni í skóginum.

Á síðustu 20-30 árum hafa hins vegar orðið gríðarlegar breytingar á eyjunni. Til að mæta vaxandi eftirspurn eftir harðviði í Japan og Bandaríkjunum í upphafi níunda áratugarins var farið að ryðja skóginn í miklum mæli. Sú skógeyðing sem þá hófst á sér ekki fordæmi í mannkynssögunni. Um 80% af frumskóginum hefur verið eytt síðan 1980 að mati verndarsamtaka Borneó-regnskógarins. Sumir telja þetta þó vera töluvert ofmat og að í raun sé búið að fella um 50% af skóginum. Stærstur hluti viðarins var nýttur í húsgagnaframleiðslu, matarprjónagerð og pappírsvinnslu.

Regnskógur Borneó hefur oft verið talið eitt tegundaauðugasta vistkerfi jarðar en líffræðilegur fjölbreytileiki svæðisins á sér fáar hliðstæður. Til að mynda finnast þar fleiri tegundir á hektara en í Amason-skóginum í Suður-Ameríku. Vegna þeirrar gríðarlegu eyðileggingar sem orðið hefur á Borneó eru helstu tegundir hryggdýra sem þar lifa í mikilli útrýmingarhættu. Þar má kannski helst nefna borneóórangútaninn (Pongo pygmaeus sem er önnur af aðeins tveim tegundum órangútanapa og er aðeins að finna á Borneó.

Mesta skógeyðingin átti sér stað á norðurhluta eyjunnar í héruðunum Sabah og Sarawak sem tilheyra Malasíu. Stærstur hluti Borneó tilheyrir þó Indónesíu. Stjórnvöld þar hafa nú ráðgert að hefja stórtæka ræktun á olíupálma (Elaeis guineensis) á röskuðum svæðum. Úr olíupálma fæst olía sem hægt er að nota sem lífrænt eldsneyti. Notkun á slíku eldsneyti er talin geta dregið mikið úr losun koltvísýrings út í andrúmsloftið. Á indónesíska hluta eyjarinnar fór ræktun olíupálma úr 600 þúsund hekturum árið 1985 í 4 milljónir hektara árið 2006. Stjórnvöld hafa jafnframt tilkynnt að auka eigi ræktunina í 7 milljón hektara fyrir árið 2011.

Indókínversku regnskógarnir

Þetta var nánast samfelldur skógur sem lá um Laos, Kambódíu, Búrma (Mjanmar), Víetnam, Tæland og Malasíu. Talsvert hefur gengið á þetta skóglendi á síðustu áratugum ekki síst vegna umfangsmikilla hernaðarátaka í Víetnam. Miklu magni af sprengiefni var varpað á skóglendið í Víetnamstríðinu auk þess sem Bandaríkjaher notaði eitur til að drepa tré á stórum svæðum. Hin síðari ár hefur uppgangur í efnahagsmálum þessa svæðis valdið hraðri aukningu skógeyðingar.

Mikill fjöldi dýrategunda á afkomu sína undir þessu skóglendi. Þar má nefna þúsundir skordýrategunda en einnig spendýr eins og sólbjörn (Helarctos malayanus), asíufíl (Elephas maximus) og tígrisdýr (Panthera tigris).Horft yfir Aokigahara-skóg í Japan

Skógar Japans

Hér er ekki beint um afmarkaðan skóg að ræða heldur viðamikið skóglendi á helstu eyjum Japans. Meðal þessara skóga er Aokigahara-skóglendið sem liggur við rætur Fujifjalls. Þetta er afar forn skógur og í honum má finna ótal hella. Hann skipar sérstakan sess í huga japönsku þjóðarinnar en margar af þjóðsagnaverum Japana eru sagðar eiga þar heimkynni sín. Aokigahara er frægasti skógur Japans og má því telja hann með helstu skógum Asíu. Hann er allavega einn af þekktustu skógum álfunnar.

Það er athyglisvert að þrátt fyrir að japönsku eyjarnar séu að miklu leyti skógi vaxnar er Japan einn stærsti timburinnflytjandi heims. Skýringin á þessu felst einkum í því að verð á innfluttum trjám hefur verið töluvert lægra en á japönskum viði. Japanir hafa því ekki sótt hart í skógana hjá sér og þeir hafa því haldist nokkuð ósnertir.Hér sjást skóglendi Papúa Nýju-Gíneu bera við eyðimerkursvæði Ástralíu.

Regnskógar Papúa Nýju-Gíneu

Þessir skógar eru með þeim tegundaauðugustu á jörðinni. Þeir eru jafnframt eitt stærsta ókannaða svæði jarðar og hafa hingað til verið lítið rannsakað. Náttúrufræðingar sem stunda rannsóknir þar nú eru því sífellt að finna nýjar tegundir bæði plantna og dýra, meðal annars ýmsar tegundir hryggdýra.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir: Wikimedia Commons...