Sólin Sólin Rís 06:01 • sest 20:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 15:33 í Reykjavík

Hvers konar steinn er ametyst?

EDS og SSt

Ametyst er holufylling en holufyllingar verða smám saman til þegar efni úr heitu vatni sem leikur um bergið sest í holur, glufur og sprungur. Til þess að stórir kristallar myndist verður hiti lausnarinnar að haldast lengi við „rétt“ hitastig, það er rétt neðan við mettunarmörk hennar.

Hægt er að flokka holufyllingar eftir kristalgerð og efnasamsetningu. Einn flokkur þeirra eru kvarssteindir, en þær eru gerðar úr hreinni kísilsýru SiO2.

Ametyst þykir mjög falleg steind og hefur frá fornu fari verið notað sem skrautsteinn.

Grófkristallaðar kvarssteindir kallast bergkristall á íslensku og er hann glær eða tær á lit. Ef aðskotaefni er í bergkristalnum fær hann á sig lit og er ametyst dæmi um eitt slíkt afbrigði. Ametyst er fjólublátt á lit og hefur liturinn verið talinn stafa af snefilefninu mangan. Nýlegar rannsóknir benda þó til þess að sambland af þrígildu járni og áli valdi litnum. Í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Af hverju eru steinar mismunandi á litinn? er fjallað um fleiri afbrigði bergkristals.

Kvarskristallar mynda holufyllingar í kísilmettuðu basalti og kísilríkara bergi – til dæmis er fræg ametystnáma í Rússlandi þar sem ametyst er holufyllingar í graníti. Helstu ametystnámur í dag eru í Brasilíu og Úrúgvæ en ametyst hefur verið unnið víðar til dæmis í Srí Lanka, Indlandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum og Úralfjöllum í Rússlandi.

Á Vísindavefnum er fjallað um fleiri afbrigði af kvarssteindum:

Heimildir og mynd:


Í heild hljóðar spurningin svona:

Hvers konar steinn er ametyst? Er til íslenskt heiti yfir hann? Hvar í heiminum finnst hann?

Höfundar

Útgáfudagur

5.9.2008

Spyrjandi

Jón Ingvar Hjaltason

Tilvísun

EDS og SSt. „Hvers konar steinn er ametyst?“ Vísindavefurinn, 5. september 2008. Sótt 13. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=32048.

EDS og SSt. (2008, 5. september). Hvers konar steinn er ametyst? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=32048

EDS og SSt. „Hvers konar steinn er ametyst?“ Vísindavefurinn. 5. sep. 2008. Vefsíða. 13. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=32048>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers konar steinn er ametyst?
Ametyst er holufylling en holufyllingar verða smám saman til þegar efni úr heitu vatni sem leikur um bergið sest í holur, glufur og sprungur. Til þess að stórir kristallar myndist verður hiti lausnarinnar að haldast lengi við „rétt“ hitastig, það er rétt neðan við mettunarmörk hennar.

Hægt er að flokka holufyllingar eftir kristalgerð og efnasamsetningu. Einn flokkur þeirra eru kvarssteindir, en þær eru gerðar úr hreinni kísilsýru SiO2.

Ametyst þykir mjög falleg steind og hefur frá fornu fari verið notað sem skrautsteinn.

Grófkristallaðar kvarssteindir kallast bergkristall á íslensku og er hann glær eða tær á lit. Ef aðskotaefni er í bergkristalnum fær hann á sig lit og er ametyst dæmi um eitt slíkt afbrigði. Ametyst er fjólublátt á lit og hefur liturinn verið talinn stafa af snefilefninu mangan. Nýlegar rannsóknir benda þó til þess að sambland af þrígildu járni og áli valdi litnum. Í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Af hverju eru steinar mismunandi á litinn? er fjallað um fleiri afbrigði bergkristals.

Kvarskristallar mynda holufyllingar í kísilmettuðu basalti og kísilríkara bergi – til dæmis er fræg ametystnáma í Rússlandi þar sem ametyst er holufyllingar í graníti. Helstu ametystnámur í dag eru í Brasilíu og Úrúgvæ en ametyst hefur verið unnið víðar til dæmis í Srí Lanka, Indlandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum og Úralfjöllum í Rússlandi.

Á Vísindavefnum er fjallað um fleiri afbrigði af kvarssteindum:

Heimildir og mynd:


Í heild hljóðar spurningin svona:

Hvers konar steinn er ametyst? Er til íslenskt heiti yfir hann? Hvar í heiminum finnst hann?
...