Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvaða upplýsingar eru skráðar um mig og mína tölvu þegar ég heimsæki Vísindavefinn?

EÖÞ

Spyrjandi bætir við:
Hvernig vitið þið til dæmis hversu margir nota Windows stýrikerfi?
Líklegt er að spyrjandi hafi lesið svar við spurningunni Hver eru aðalstýrikerfin í tölvum í dag? Þar kemur fram að starfsmenn Vísindavefsins hafa meðal annars aðgang að upplýsingum um það hvaða stýrikerfi gestir nota.

Þessar upplýsingar fáum við frá Modernus, fyrirtækinu sem rekur samræmda teljarann sem Vísindavefurinn notar ásamt flestum helstu vefsetrum landsins. Auk þess sem við getum séð þarna tölur um gesti, heimsóknir, flettingar og fleira sem varðar fjölda þeirra sem skoða Vísindavefinn, má þar sjá tölur um tækniútbúnað í tölvum gestanna. Þannig má sjá vafrategund (Internet Explorer, Mozilla, Netscape, Opera og svo framvegis), stýrikerfi (Windows, MacOs, Linux, ...), Javastuðning og skjástillingar. Þessar upplýsingar eru til dæmis gagnlegar fyrir vefhönnuði.

Ekki er hægt að safna eiginlegum persónuupplýsingum með svona hugbúnaði. Þó ber að geta að ip-tölur gesta Vísindavefsins, sem og annarra vefja sem nota sama eða sambærilegan hugbúnað, eru skráðar, ásamt upplýsingum um þjónustuaðila (innhringiaðila).

Þannig má til dæmis sjá að þann 23.4.2003 koma flest innlit frá tölvu Reiknistofnunar, selfjall.rhi.hi.is, sem er með 87 innlit þennan dag. Heildarfjöldi gesta var þá hins vegar 1143.

Einnig getum við séð að gestir dagsins eru meðal annars staddir á Íslandi, í Mexíkó, Danmörku, Bretlandi, Noregi, Belgíu, Svíþjóð og Færeyjum.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

24.4.2003

Spyrjandi

Vigfús Kristinsson

Tilvísun

EÖÞ. „Hvaða upplýsingar eru skráðar um mig og mína tölvu þegar ég heimsæki Vísindavefinn?“ Vísindavefurinn, 24. apríl 2003. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3358.

EÖÞ. (2003, 24. apríl). Hvaða upplýsingar eru skráðar um mig og mína tölvu þegar ég heimsæki Vísindavefinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3358

EÖÞ. „Hvaða upplýsingar eru skráðar um mig og mína tölvu þegar ég heimsæki Vísindavefinn?“ Vísindavefurinn. 24. apr. 2003. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3358>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða upplýsingar eru skráðar um mig og mína tölvu þegar ég heimsæki Vísindavefinn?
Spyrjandi bætir við:

Hvernig vitið þið til dæmis hversu margir nota Windows stýrikerfi?
Líklegt er að spyrjandi hafi lesið svar við spurningunni Hver eru aðalstýrikerfin í tölvum í dag? Þar kemur fram að starfsmenn Vísindavefsins hafa meðal annars aðgang að upplýsingum um það hvaða stýrikerfi gestir nota.

Þessar upplýsingar fáum við frá Modernus, fyrirtækinu sem rekur samræmda teljarann sem Vísindavefurinn notar ásamt flestum helstu vefsetrum landsins. Auk þess sem við getum séð þarna tölur um gesti, heimsóknir, flettingar og fleira sem varðar fjölda þeirra sem skoða Vísindavefinn, má þar sjá tölur um tækniútbúnað í tölvum gestanna. Þannig má sjá vafrategund (Internet Explorer, Mozilla, Netscape, Opera og svo framvegis), stýrikerfi (Windows, MacOs, Linux, ...), Javastuðning og skjástillingar. Þessar upplýsingar eru til dæmis gagnlegar fyrir vefhönnuði.

Ekki er hægt að safna eiginlegum persónuupplýsingum með svona hugbúnaði. Þó ber að geta að ip-tölur gesta Vísindavefsins, sem og annarra vefja sem nota sama eða sambærilegan hugbúnað, eru skráðar, ásamt upplýsingum um þjónustuaðila (innhringiaðila).

Þannig má til dæmis sjá að þann 23.4.2003 koma flest innlit frá tölvu Reiknistofnunar, selfjall.rhi.hi.is, sem er með 87 innlit þennan dag. Heildarfjöldi gesta var þá hins vegar 1143.

Einnig getum við séð að gestir dagsins eru meðal annars staddir á Íslandi, í Mexíkó, Danmörku, Bretlandi, Noregi, Belgíu, Svíþjóð og Færeyjum.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd: