Sólin Sólin Rís 08:57 • sest 18:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:39 • Sest 09:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:12 • Síðdegis: 18:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:01 • Síðdegis: 12:30 í Reykjavík

Er ölvun á almannafæri bönnuð á Íslandi?

Sigurður Guðmundsson

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Er ölvun á almannafæri bönnuð á Íslandi, hvað felst í því? Getur maður sem dettur í það á bar ekki labbað heim án þess að brjóta lögin?
Um þetta er fjallað í 21. gr. áfengislaga nr. 75/1998:
Hver sá sem sökum ölvunar veldur óspektum, hættu eða hneyksli á almannafæri, opinberum samkomum, í bifreiðum eða öðrum farartækjum eða skipum skal sæta ábyrgð samkvæmt lögum þessum.
Samkvæmt ákvæðinu þarf tvennt til svo verknaðurinn sé refsiverður - að viðkomandi sé ölvaður og valdi “óspektum, hættu eða hneyksli”. Einnig þarf verknaðurinn að gerast á almannafæri eða á þeim stöðum sem nefndir eru í ákvæðinu. Ölvunin ein og sér er ekki refsiverð.

Ef maður er að skemmta sér í miðbænum um helgi og ákveður að ganga heim ölvaður eftir skemmtunina þá telst hann varla vera að brjóta lög sé tekið mið af áfengissiðum Íslendinga. Ef hið sama gerðist hins vegar í íbúðarhverfi um kvöldmatarleytið á virkum degi gæti málið litið öðruvísi út. Þá gæti hegðun mannsins verið refsiverð samkvæmt ákvæðinu; ef hann væri ofurölvi gæti framferði hans verið hneykslanlegt. Þetta ræðst semsagt allt af aðstæðum hverju sinni.

Ölvun á almannafæri er þess vegna ekki bönnuð á Íslandi en ef ölvaður maður veldur óspektum, hættu eða hneyksli á almannafæri getur hann þurft að sæta ábyrgð.

Þeir sem vilja lesa meira um ölvun og áfengi á Vísindavefnum geta skoðað svör við eftirfarandi spurningum:

Höfundur

laganemi við HÍ

Útgáfudagur

8.9.2003

Spyrjandi

Jóna Arnarsdóttir, f. 1988

Tilvísun

Sigurður Guðmundsson. „Er ölvun á almannafæri bönnuð á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 8. september 2003. Sótt 23. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3715.

Sigurður Guðmundsson. (2003, 8. september). Er ölvun á almannafæri bönnuð á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3715

Sigurður Guðmundsson. „Er ölvun á almannafæri bönnuð á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 8. sep. 2003. Vefsíða. 23. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3715>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er ölvun á almannafæri bönnuð á Íslandi?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Er ölvun á almannafæri bönnuð á Íslandi, hvað felst í því? Getur maður sem dettur í það á bar ekki labbað heim án þess að brjóta lögin?
Um þetta er fjallað í 21. gr. áfengislaga nr. 75/1998:
Hver sá sem sökum ölvunar veldur óspektum, hættu eða hneyksli á almannafæri, opinberum samkomum, í bifreiðum eða öðrum farartækjum eða skipum skal sæta ábyrgð samkvæmt lögum þessum.
Samkvæmt ákvæðinu þarf tvennt til svo verknaðurinn sé refsiverður - að viðkomandi sé ölvaður og valdi “óspektum, hættu eða hneyksli”. Einnig þarf verknaðurinn að gerast á almannafæri eða á þeim stöðum sem nefndir eru í ákvæðinu. Ölvunin ein og sér er ekki refsiverð.

Ef maður er að skemmta sér í miðbænum um helgi og ákveður að ganga heim ölvaður eftir skemmtunina þá telst hann varla vera að brjóta lög sé tekið mið af áfengissiðum Íslendinga. Ef hið sama gerðist hins vegar í íbúðarhverfi um kvöldmatarleytið á virkum degi gæti málið litið öðruvísi út. Þá gæti hegðun mannsins verið refsiverð samkvæmt ákvæðinu; ef hann væri ofurölvi gæti framferði hans verið hneykslanlegt. Þetta ræðst semsagt allt af aðstæðum hverju sinni.

Ölvun á almannafæri er þess vegna ekki bönnuð á Íslandi en ef ölvaður maður veldur óspektum, hættu eða hneyksli á almannafæri getur hann þurft að sæta ábyrgð.

Þeir sem vilja lesa meira um ölvun og áfengi á Vísindavefnum geta skoðað svör við eftirfarandi spurningum:...