Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:58 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:25 • Sest 00:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:36 • Síðdegis: 23:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:16 • Síðdegis: 16:51 í Reykjavík

Geta kettir séð sig í spegli?

Jón Már Halldórsson

Þegar kettir horfa í spegil sjá þeir spegilmynd sína líkt og við enda er sjón þeirra í meginatriðum eins og sjón okkar. Annað mál er hins vegar hvernig þeir túlka það sem þeir sjá í speglinum.

Atferlisfræðingar telja að kettir þekki ekki sjálfa sig af spegilmyndinni. Þeir nálgast hana líkt og um annað dýr væri að ræða en verða ruglaðir þar sem „hitt“ dýrið hegðar sér alveg eins og þeir sjálfir. Það sama á við hunda sem sjá sig í spegli.Litlir kettlingar leika oft við spegilmynd sína en eftir nokkra daga þreytast þeir á þeim leik. Líklegasta ástæðan er sú að hreyfingar spegilmyndarinnar eru svo fyrirsjáanlegar.

Þegar ungabörn horfa á sig í spegli átta þau sig ekki á því að um spegilmynd þeirra er að ræða. Hið sama gildir um ketti. Barnið lærir hins vegar að þekkja eigin spegilmynd en kötturinn gerir það sennilega aldrei. Hann telur alltaf að í speglinum sé annað dýr.

Hægt er að lesa meira um sjón katta, spegla og spegilmyndir í eftirfarandi svörum:

Mynd: Momentky z našeho domova

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

18.2.2004

Spyrjandi

Ýmir Páll Gíslason

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Geta kettir séð sig í spegli?“ Vísindavefurinn, 18. febrúar 2004. Sótt 27. janúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=4007.

Jón Már Halldórsson. (2004, 18. febrúar). Geta kettir séð sig í spegli? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4007

Jón Már Halldórsson. „Geta kettir séð sig í spegli?“ Vísindavefurinn. 18. feb. 2004. Vefsíða. 27. jan. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4007>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Geta kettir séð sig í spegli?
Þegar kettir horfa í spegil sjá þeir spegilmynd sína líkt og við enda er sjón þeirra í meginatriðum eins og sjón okkar. Annað mál er hins vegar hvernig þeir túlka það sem þeir sjá í speglinum.

Atferlisfræðingar telja að kettir þekki ekki sjálfa sig af spegilmyndinni. Þeir nálgast hana líkt og um annað dýr væri að ræða en verða ruglaðir þar sem „hitt“ dýrið hegðar sér alveg eins og þeir sjálfir. Það sama á við hunda sem sjá sig í spegli.Litlir kettlingar leika oft við spegilmynd sína en eftir nokkra daga þreytast þeir á þeim leik. Líklegasta ástæðan er sú að hreyfingar spegilmyndarinnar eru svo fyrirsjáanlegar.

Þegar ungabörn horfa á sig í spegli átta þau sig ekki á því að um spegilmynd þeirra er að ræða. Hið sama gildir um ketti. Barnið lærir hins vegar að þekkja eigin spegilmynd en kötturinn gerir það sennilega aldrei. Hann telur alltaf að í speglinum sé annað dýr.

Hægt er að lesa meira um sjón katta, spegla og spegilmyndir í eftirfarandi svörum:

Mynd: Momentky z našeho domova...