Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hve hratt fer Boeing 747?

HG

Þota af gerðinni Boeing 747 flýgur á um 85% af hljóðhraða (0.855 Mach). Þetta eru um 912 km/klst. Þessi þota, einnig kölluð júmbóþota vegna stærðar sinnar, er mikið notuð bæði í farþegaflugi og vöruflutningum. Hún er þá helst notuð á löngum flugleiðum, svo sem milli á milli London og Singapore eða milli Los Angeles og Sidney, þar sem flugtíminn er átta til fjórtán tímar.



Fyrstu 747 þotunni var flogið árið 1969 en síðan þá hafa verið þróaðar og framleiddar nýjar gerðir vélarinnar. Sú nýjasta, og sú eina sem enn er framleidd, heitir 747-400. Eldri gerðir eru þó enn í notkun víða um heim.

Þess má geta að það er einmitt þota af gerðinni Boeing 747 sem flýgur um þessar mundir umhverfis hnöttinn með Ólympíueldinn.

Frekara lesefni af Vîsindavefnum:

Heimild og mynd: Heimasíða Boeing

Höfundur

eðlisfræðinemi

Útgáfudagur

10.6.2004

Spyrjandi

Bjarki Sigurðsson

Tilvísun

HG. „Hve hratt fer Boeing 747?“ Vísindavefurinn, 10. júní 2004, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4341.

HG. (2004, 10. júní). Hve hratt fer Boeing 747? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4341

HG. „Hve hratt fer Boeing 747?“ Vísindavefurinn. 10. jún. 2004. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4341>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hve hratt fer Boeing 747?
Þota af gerðinni Boeing 747 flýgur á um 85% af hljóðhraða (0.855 Mach). Þetta eru um 912 km/klst. Þessi þota, einnig kölluð júmbóþota vegna stærðar sinnar, er mikið notuð bæði í farþegaflugi og vöruflutningum. Hún er þá helst notuð á löngum flugleiðum, svo sem milli á milli London og Singapore eða milli Los Angeles og Sidney, þar sem flugtíminn er átta til fjórtán tímar.



Fyrstu 747 þotunni var flogið árið 1969 en síðan þá hafa verið þróaðar og framleiddar nýjar gerðir vélarinnar. Sú nýjasta, og sú eina sem enn er framleidd, heitir 747-400. Eldri gerðir eru þó enn í notkun víða um heim.

Þess má geta að það er einmitt þota af gerðinni Boeing 747 sem flýgur um þessar mundir umhverfis hnöttinn með Ólympíueldinn.

Frekara lesefni af Vîsindavefnum:

Heimild og mynd: Heimasíða Boeing ...