Sólin Sólin Rís 09:31 • sest 16:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:41 • Sest 19:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:36 • Síðdegis: 22:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:11 • Síðdegis: 16:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:31 • sest 16:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:41 • Sest 19:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:36 • Síðdegis: 22:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:11 • Síðdegis: 16:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er íslenska starfsheitið fyrir það sem heitir á norsku „markedsøkonom“?

Gylfi Magnússon og Þórólfur Matthíasson

Á sumum hinna Norðurlandanna, að minnsta kosti Noregi og Danmörku, er markedsøkonom stundum notað sem titill fyrir fólk sem lokið hefur tveggja ára háskólanámi í viðskiptafræði. Boðið er upp á svipað nám hérlendis en nokkuð er misjafnt hvaða titil, ef nokkurn, þeir sem útskrifast nota.

Þeir sem útskrifast hafa eftir tveggja ára nám frá Samvinnuháskólanum á Bifröst eru yfirleitt kallaðir rekstrarfræðingar en þeir sem útskrifast eftir svipað nám frá Háskólanum á Akureyri og Tækniskóla Íslands iðnrekstrarfræðingar. Háskólinn í Reykjavík útskrifar fólk með diplómu eftir tveggja ára nám í viðskiptafræði og Háskóli Íslands býður upp á eins og hálfs árs nám í ýmsum greinum viðskiptafræði og hagfræði sem lýkur með diplómu. Yfirleitt er ekki notaður sérstakur titill fyrir þá sem útskrifast hafa með diplómu.

Markedsøkonom er eins konar fyrrihluta próf í viðskiptafræði, það er það er notað yfir þá sem lokið hafa tveimur árum af þremur til B.S. gráðu (eða H.A. gráðu sem er sambærileg) í greininni. Það sama gildir um það íslenska nám sem talið er upp að ofan, nemendur geta haldið áfram að því loknu og útskrifast með B.S. próf.

Starfsheitin viðskiptafræðingur og hagfræðingur eru lögvernduð starfsheiti. Áður en þau lög tóku gildi voru alls kyns samsetningar sem enduðu á -hagfræðingur eins og rekstrarhagfræðingur við lýði. Eitthvað virðist hafa dregið úr slíku eftir að lögin um lögvernd starfsheitanna viðskiptafræðingur og hagfræðingur tóku gildi, enda þarf að sækja um leyfi til sérstakrar nefndar til að mega nota þau heiti á opinberum vettvangi. Eins og hálfs eða tveggja ára nám í viðskiptafræði eða hagfræði á þessu háskólastigi veitir ekki rétt til að nota starfsheitið viðskiptafræðingur eða hagfræðingur.

Það er því erfitt að fullyrða um það hvert sé hið íslenska starfsheiti er jafngildi markedsøkonom. Hugsanlegt væri að þýða það á ýmsan hátt, til dæmis sem rekstrarfræðingur eða markaðsfræðingur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundar

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Þórólfur Matthíasson

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

25.5.2000

Spyrjandi

Anna Þormóðsdóttir

Tilvísun

Gylfi Magnússon og Þórólfur Matthíasson. „Hvert er íslenska starfsheitið fyrir það sem heitir á norsku „markedsøkonom“?“ Vísindavefurinn, 25. maí 2000, sótt 7. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=463.

Gylfi Magnússon og Þórólfur Matthíasson. (2000, 25. maí). Hvert er íslenska starfsheitið fyrir það sem heitir á norsku „markedsøkonom“? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=463

Gylfi Magnússon og Þórólfur Matthíasson. „Hvert er íslenska starfsheitið fyrir það sem heitir á norsku „markedsøkonom“?“ Vísindavefurinn. 25. maí. 2000. Vefsíða. 7. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=463>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert er íslenska starfsheitið fyrir það sem heitir á norsku „markedsøkonom“?
Á sumum hinna Norðurlandanna, að minnsta kosti Noregi og Danmörku, er markedsøkonom stundum notað sem titill fyrir fólk sem lokið hefur tveggja ára háskólanámi í viðskiptafræði. Boðið er upp á svipað nám hérlendis en nokkuð er misjafnt hvaða titil, ef nokkurn, þeir sem útskrifast nota.

Þeir sem útskrifast hafa eftir tveggja ára nám frá Samvinnuháskólanum á Bifröst eru yfirleitt kallaðir rekstrarfræðingar en þeir sem útskrifast eftir svipað nám frá Háskólanum á Akureyri og Tækniskóla Íslands iðnrekstrarfræðingar. Háskólinn í Reykjavík útskrifar fólk með diplómu eftir tveggja ára nám í viðskiptafræði og Háskóli Íslands býður upp á eins og hálfs árs nám í ýmsum greinum viðskiptafræði og hagfræði sem lýkur með diplómu. Yfirleitt er ekki notaður sérstakur titill fyrir þá sem útskrifast hafa með diplómu.

Markedsøkonom er eins konar fyrrihluta próf í viðskiptafræði, það er það er notað yfir þá sem lokið hafa tveimur árum af þremur til B.S. gráðu (eða H.A. gráðu sem er sambærileg) í greininni. Það sama gildir um það íslenska nám sem talið er upp að ofan, nemendur geta haldið áfram að því loknu og útskrifast með B.S. próf.

Starfsheitin viðskiptafræðingur og hagfræðingur eru lögvernduð starfsheiti. Áður en þau lög tóku gildi voru alls kyns samsetningar sem enduðu á -hagfræðingur eins og rekstrarhagfræðingur við lýði. Eitthvað virðist hafa dregið úr slíku eftir að lögin um lögvernd starfsheitanna viðskiptafræðingur og hagfræðingur tóku gildi, enda þarf að sækja um leyfi til sérstakrar nefndar til að mega nota þau heiti á opinberum vettvangi. Eins og hálfs eða tveggja ára nám í viðskiptafræði eða hagfræði á þessu háskólastigi veitir ekki rétt til að nota starfsheitið viðskiptafræðingur eða hagfræðingur.

Það er því erfitt að fullyrða um það hvert sé hið íslenska starfsheiti er jafngildi markedsøkonom. Hugsanlegt væri að þýða það á ýmsan hátt, til dæmis sem rekstrarfræðingur eða markaðsfræðingur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:...