Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er það siðlaust eða óheilbrigt að systkinabörn gifti sig og eignist börn?

Már Jónsson

Þessari spurningu er auðsvarað frá mínu sjónarmiði sem sagnfræðings: Nei, hvorugt.

Einhverjum kann að finnast ósmekklegt að börn systkina gangi í hjónaband og líklega er það fátítt nú orðið, en ætti samt ekki að stangast á við siðferðiskennd nokkurs manns. Á miðöldum máttu ekki fjórmenningar giftast eða eignast börn, og gat aðeins páfi veitt undanþágur, sem hann gerði endrum og sinnum, meðal annars að beiðni íslenskra höfðingja. Við siðaskipti fyrir miðja 16. öld voru mörkin færð til þremenninga og í Stóradómi frá 1564 er kveðið á um háar sektir eignist þremenningar börn. Enn hærri var sektin ef systkinabörn gerðust sek um slíkt athæfi. Ef systkinabörn endurtóku brot sitt tvöfaldaðist sektin og þriðja brot varðaði útlegð af landinu.

Fljótlega eftir aldamótin 1600 fór það að tíðkast í Norðurálfu að fólk sækti um undanþágu til konungs til að eigast í þremennings skyldleika eða mægðum. Öld síðar fékk hann fyrstu umsóknir systkinabarna. Frumkvæði að þessu á Íslandi höfðu auðugar ættir sem sáu hag sínum borgið með því að láta afkvæmi systkina eigast, líklega til að tryggja eignir sínar í viðsjárverðum heimi vaxandi konungsvalds og dvínandi arðsemi jarðeigna. Um miðja 18. öld var Danakonungur farinn að veita systkinabörnum giftingarleyfi án umhugsunar, enda fundu guðfræðingar og lögfræðingar ekkert í lögum guðs eða náttúrunnar sem bannaði þeim að eigast. Sömu tilhneigingar gætti um alla Norður-Evrópu.


Viktoría Bretadrottning og Albert prins voru systkinabörn. Þau gengu í hjónaband árið 1840.

Með nýjum hjónabandslögum fyrir Danmörku, Noreg og Ísland 27. september 1775 var systkinabörnum síðan leyft að eigast án umsóknar um undanþágu, en hjónabönd innan þeirra marka voru að hluta til háð leyfi, svo sem ef föðurbróðir og systurdóttir áttu í hlut eða ekkill og systir fyrri eiginkonu hans. Annað var stranglega bannað, svo sem hjónaband systkina, foreldra og barna, og fleira. Á Íslandi hafði þetta þau áhrif í lok 18. aldar og fram undir lok 19. aldar að nokkuð var um hjónabönd systkinabarna, enda heppilegt að mörgu leyti að ráðstafa ungu fólki innan fjölskyldu í stað þess að leita lengra, jafnvel út fyrir sveitina. Þetta hefur því miður ekki verið rannsakað en væri einfalt með gögnum úr ættfræðigrunninum Íslendingabók.

Það er því liðin hálf þriðja öld frá því að giftingar systkinabarna þóttu annað en eðlilegar. Hvað óheilbrigði varðar er það væntanlega viðfangsefni líffræðinnar hvort hjónabönd skyldra einstaklinga hafi óheppileg áhrif á erfðir. Í opinberri umræðu um þessi mál er þó aldrei talað um systkinabörn sem áhættuþátt heldur enn nánari skyldleika, svo sem ef feðgin eignast barn, eins og Morgunblaðið greindi frá núna 7. apríl í fréttinni Feðgin sem eiga barn saman biðja um skilning.

Í gildandi hjúskaparlögum á Íslandi frá 1993 segir aðeins þetta í 9. grein: „Hvorki má vígja skyldmenni í beinan legg né systkin.“ Allt annað er leyfilegt og ekki eru færð rök fyrir einmitt þessu banni en ekki einhverju öðru. Á dögum Stóradóms voru rök sótt í orð guðs í Biblíunni en frá lokum 18. aldar hafa lögspekingar fremur leitað til lögmála náttúrunnar og út frá þeim staðhæft að skyldleikagiftingar væru óheilbrigðar fyrir afkvæmin. Sem fyrr segir verða líffræðingar að svara því hvort það stenst samkvæmt vísindum nútímans.

Sú hlið málsins sem snýr að hugsanlegri sambúð af þessu tagi kann reyndar að vera sterkari í hugum fólks, sem gæti þótt einkennilegt að hjónin á móti væru jafnframt systkini. Þá má hins vegar spyrja hvort skrýtnara sé að vita af systkinum í sambúð eða karli nokkrum og móðursystur hans eða konu og bróðursyni hennar. Nánari skyldleika er vart hægt að hugsa sér, og af hverju leyfa hið síðara en banna hið fyrra?

Á Vísindavefnum er að finna svar við sömu spurningu eftir líffræðinginn Snæbjörn Pálsson. Við bendum lesendum á að skoða það svar einnig.

Heimildir:
  • Ármann Snævarr, „Íslenzkar réttarreglur um tvenna hjúskapartálma frá siðaskiptum til vorra daga.“ Afmælisrit Ólafs Lárussonar. Reykjavík 1955, bls. 1-20.
  • Lagasafn. Íslensk lög 1. janúar 2008.
  • Már Jónsson, Blóðskömm á Íslandi 1270-1870. Reykjavík 1993.

Mynd:

Höfundur

Már Jónsson

prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

28.4.2008

Spyrjandi

Jónas Beck

Tilvísun

Már Jónsson. „Er það siðlaust eða óheilbrigt að systkinabörn gifti sig og eignist börn?“ Vísindavefurinn, 28. apríl 2008, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=47389.

Már Jónsson. (2008, 28. apríl). Er það siðlaust eða óheilbrigt að systkinabörn gifti sig og eignist börn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=47389

Már Jónsson. „Er það siðlaust eða óheilbrigt að systkinabörn gifti sig og eignist börn?“ Vísindavefurinn. 28. apr. 2008. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=47389>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er það siðlaust eða óheilbrigt að systkinabörn gifti sig og eignist börn?
Þessari spurningu er auðsvarað frá mínu sjónarmiði sem sagnfræðings: Nei, hvorugt.

Einhverjum kann að finnast ósmekklegt að börn systkina gangi í hjónaband og líklega er það fátítt nú orðið, en ætti samt ekki að stangast á við siðferðiskennd nokkurs manns. Á miðöldum máttu ekki fjórmenningar giftast eða eignast börn, og gat aðeins páfi veitt undanþágur, sem hann gerði endrum og sinnum, meðal annars að beiðni íslenskra höfðingja. Við siðaskipti fyrir miðja 16. öld voru mörkin færð til þremenninga og í Stóradómi frá 1564 er kveðið á um háar sektir eignist þremenningar börn. Enn hærri var sektin ef systkinabörn gerðust sek um slíkt athæfi. Ef systkinabörn endurtóku brot sitt tvöfaldaðist sektin og þriðja brot varðaði útlegð af landinu.

Fljótlega eftir aldamótin 1600 fór það að tíðkast í Norðurálfu að fólk sækti um undanþágu til konungs til að eigast í þremennings skyldleika eða mægðum. Öld síðar fékk hann fyrstu umsóknir systkinabarna. Frumkvæði að þessu á Íslandi höfðu auðugar ættir sem sáu hag sínum borgið með því að láta afkvæmi systkina eigast, líklega til að tryggja eignir sínar í viðsjárverðum heimi vaxandi konungsvalds og dvínandi arðsemi jarðeigna. Um miðja 18. öld var Danakonungur farinn að veita systkinabörnum giftingarleyfi án umhugsunar, enda fundu guðfræðingar og lögfræðingar ekkert í lögum guðs eða náttúrunnar sem bannaði þeim að eigast. Sömu tilhneigingar gætti um alla Norður-Evrópu.


Viktoría Bretadrottning og Albert prins voru systkinabörn. Þau gengu í hjónaband árið 1840.

Með nýjum hjónabandslögum fyrir Danmörku, Noreg og Ísland 27. september 1775 var systkinabörnum síðan leyft að eigast án umsóknar um undanþágu, en hjónabönd innan þeirra marka voru að hluta til háð leyfi, svo sem ef föðurbróðir og systurdóttir áttu í hlut eða ekkill og systir fyrri eiginkonu hans. Annað var stranglega bannað, svo sem hjónaband systkina, foreldra og barna, og fleira. Á Íslandi hafði þetta þau áhrif í lok 18. aldar og fram undir lok 19. aldar að nokkuð var um hjónabönd systkinabarna, enda heppilegt að mörgu leyti að ráðstafa ungu fólki innan fjölskyldu í stað þess að leita lengra, jafnvel út fyrir sveitina. Þetta hefur því miður ekki verið rannsakað en væri einfalt með gögnum úr ættfræðigrunninum Íslendingabók.

Það er því liðin hálf þriðja öld frá því að giftingar systkinabarna þóttu annað en eðlilegar. Hvað óheilbrigði varðar er það væntanlega viðfangsefni líffræðinnar hvort hjónabönd skyldra einstaklinga hafi óheppileg áhrif á erfðir. Í opinberri umræðu um þessi mál er þó aldrei talað um systkinabörn sem áhættuþátt heldur enn nánari skyldleika, svo sem ef feðgin eignast barn, eins og Morgunblaðið greindi frá núna 7. apríl í fréttinni Feðgin sem eiga barn saman biðja um skilning.

Í gildandi hjúskaparlögum á Íslandi frá 1993 segir aðeins þetta í 9. grein: „Hvorki má vígja skyldmenni í beinan legg né systkin.“ Allt annað er leyfilegt og ekki eru færð rök fyrir einmitt þessu banni en ekki einhverju öðru. Á dögum Stóradóms voru rök sótt í orð guðs í Biblíunni en frá lokum 18. aldar hafa lögspekingar fremur leitað til lögmála náttúrunnar og út frá þeim staðhæft að skyldleikagiftingar væru óheilbrigðar fyrir afkvæmin. Sem fyrr segir verða líffræðingar að svara því hvort það stenst samkvæmt vísindum nútímans.

Sú hlið málsins sem snýr að hugsanlegri sambúð af þessu tagi kann reyndar að vera sterkari í hugum fólks, sem gæti þótt einkennilegt að hjónin á móti væru jafnframt systkini. Þá má hins vegar spyrja hvort skrýtnara sé að vita af systkinum í sambúð eða karli nokkrum og móðursystur hans eða konu og bróðursyni hennar. Nánari skyldleika er vart hægt að hugsa sér, og af hverju leyfa hið síðara en banna hið fyrra?

Á Vísindavefnum er að finna svar við sömu spurningu eftir líffræðinginn Snæbjörn Pálsson. Við bendum lesendum á að skoða það svar einnig.

Heimildir:
  • Ármann Snævarr, „Íslenzkar réttarreglur um tvenna hjúskapartálma frá siðaskiptum til vorra daga.“ Afmælisrit Ólafs Lárussonar. Reykjavík 1955, bls. 1-20.
  • Lagasafn. Íslensk lög 1. janúar 2008.
  • Már Jónsson, Blóðskömm á Íslandi 1270-1870. Reykjavík 1993.

Mynd:...