Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er plantan aloe vera kaktustegund og til hvers er hún notuð?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Hver er ætt og latneskt heiti yfir aloe vera plöntuna?
  • Hvað er svona merkilegt við aloe vera?
  • Hvað er Aloe barbadensis miller? Hefur hún lækningarmátt?

Plantan aloe vera sem nefnd hefur verið alvera eða alóvera[1] á íslensku, hefur þykk blöð og þyrna og líkist því óneitanlega kaktusum. Alóvera er þó ekki kaktus.

Alóvera er þykkblöðungur sem tilheyrir ættkvísl biturblöðunga (Aloe) og ættinni Asphodelaceae. Orðið þykkblöðungur er ekki notað um tiltekna tegund, ættkvísl eða ætt heldur má finna eina eða fleiri tegundir sem teljast til þykkblöðunga í að minnsta kosti 50 plöntuættum. Þykkblöðungar eru, eins og nafnið gefur til kynna, plöntur með þykk og holdmikil blöð og/eða stöngul. Í blöðunum, og oft í stöngli og rót líka, geta þær geymt vatn til nota í langvarandi þurrkatíð.

Plantan alóvera minnir óneitanlega á kaktus en tilheyrir engu að síður annarri ætt plantna.

Rétt eins og alóvera þá eru næstum allir kaktusar þykkblöðungar. Þeir eru hins vegar annarrar ættar en alóvera, tilheyra svokallaðri kaktusætt (Cactaceae) sem skiptst í fjölda ættkvísla og tegunda. Flestir kaktusar hafa ekki eiginleg blöð heldur þyrna eða brodda sem eru ummynduð blöð en þykku og holdmiklu hlutar kaktusanna eru stönglar.

Fjölmargar tegundir teljast til aloe-ættkvíslarinnar. Ólíkar tegundir finnast villtar á þurrkasvæðum í sunnanverðri Afríku, á Madagaskar, í Jórdaníu, á Arabíuskaga og eyjum í Indlandshafi. Auk þess hafa plönturnar aðlagast vel aðstæðum í löndunum í kringum Miðjarðarhafið, Indlandi, Ástralíu, í suðurríkjum Norður-Ameríku, Mið-Ameríku og norðurhluta Suður-Ameríku eftir að hafa verið fluttar þangað til ræktunar.

Ýmsar tegundir innan ættkvíslarinnar eru ræktaðar sem pottaplöntur, sem lækningajurtir, fyrir heilsu- og snyrtivörur eða fyrir matvælaiðnað. Tegundin aloe vera er sú sem er langsamlega mest ræktuð, og raunar talið að hún sé ein mest ræktaða lækningaplanta í heimi.

Aloe vera hefur verið notuð sem lækningajurt frá fornu fari. Í dag eru unnar margs konar húð- og snyrtivörur og græðandi smyrsl úr plöntunni en einnig gel sem er notað í jógúrt, drykkjarvörur og ýmiss konar eftirrétti.

Tegundin á sér nokkur þúsund ára sögu sem lækningaplanta því heimildir benda til þess að Forn-Egyptar hafi notað safa plöntunnar til lækninga 4000 árum f.Kr. Allar götur síðan hefur plantan verið nýtt til lækninga eða í fegrunarskyni. Súmerskar leirtöflur frá um 2100 f.Kr. benda til notkunar á alóvera til lækninga, Alexander mikli á að hafa flutt hana með sér í ferðum sínum og notað til að græða sár hermanna sinna, sagt er að Kleópatra drottning Egyptalands hafi notað húðkrem unnið úr plöntunni, Markó Póló minnist á plöntuna í ferðabók sinni og segir hana mikið notaða til lækninga í Austurlöndum fjær, enn fremur greina heimildir frá því að Kristófer Kólumbus og fleiri skipstjórar á nýöld hafi nýtt plöntuna í löngum siglingum til að græða sár skipverja.

Í dag eru ýmis konar húð- og snyrtivörur unnar úr plöntunni og einnig græðandi smyrsl, auk þess sem gel úr alóvera er notað í jógúrt, drykkjarvörur og fleira. Margar kenningar hafa verið settar fram um lækningarmátt eða gagnsemi aloe vera, sumar hafa verið studdar með rannsóknum á meðan aðrar byggja á veikari grunni og þarfnast frekari rannsókna.

Tilvísun:
  1. ^ Sjá Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins. (Sótt 2.09.2022). Í svarinu verður notast bæði við alóvera og aloe vera. Latneska tegundaheitið er Aloe barbadensis miller.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

12.9.2022

Spyrjandi

Karen Ruth Hansen, Gísli Már Finnsson, Jóhannes Helgason, Eygerður Þorvaldsdóttir

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Er plantan aloe vera kaktustegund og til hvers er hún notuð?“ Vísindavefurinn, 12. september 2022, sótt 24. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=47569.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2022, 12. september). Er plantan aloe vera kaktustegund og til hvers er hún notuð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=47569

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Er plantan aloe vera kaktustegund og til hvers er hún notuð?“ Vísindavefurinn. 12. sep. 2022. Vefsíða. 24. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=47569>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er plantan aloe vera kaktustegund og til hvers er hún notuð?
Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Hver er ætt og latneskt heiti yfir aloe vera plöntuna?
  • Hvað er svona merkilegt við aloe vera?
  • Hvað er Aloe barbadensis miller? Hefur hún lækningarmátt?

Plantan aloe vera sem nefnd hefur verið alvera eða alóvera[1] á íslensku, hefur þykk blöð og þyrna og líkist því óneitanlega kaktusum. Alóvera er þó ekki kaktus.

Alóvera er þykkblöðungur sem tilheyrir ættkvísl biturblöðunga (Aloe) og ættinni Asphodelaceae. Orðið þykkblöðungur er ekki notað um tiltekna tegund, ættkvísl eða ætt heldur má finna eina eða fleiri tegundir sem teljast til þykkblöðunga í að minnsta kosti 50 plöntuættum. Þykkblöðungar eru, eins og nafnið gefur til kynna, plöntur með þykk og holdmikil blöð og/eða stöngul. Í blöðunum, og oft í stöngli og rót líka, geta þær geymt vatn til nota í langvarandi þurrkatíð.

Plantan alóvera minnir óneitanlega á kaktus en tilheyrir engu að síður annarri ætt plantna.

Rétt eins og alóvera þá eru næstum allir kaktusar þykkblöðungar. Þeir eru hins vegar annarrar ættar en alóvera, tilheyra svokallaðri kaktusætt (Cactaceae) sem skiptst í fjölda ættkvísla og tegunda. Flestir kaktusar hafa ekki eiginleg blöð heldur þyrna eða brodda sem eru ummynduð blöð en þykku og holdmiklu hlutar kaktusanna eru stönglar.

Fjölmargar tegundir teljast til aloe-ættkvíslarinnar. Ólíkar tegundir finnast villtar á þurrkasvæðum í sunnanverðri Afríku, á Madagaskar, í Jórdaníu, á Arabíuskaga og eyjum í Indlandshafi. Auk þess hafa plönturnar aðlagast vel aðstæðum í löndunum í kringum Miðjarðarhafið, Indlandi, Ástralíu, í suðurríkjum Norður-Ameríku, Mið-Ameríku og norðurhluta Suður-Ameríku eftir að hafa verið fluttar þangað til ræktunar.

Ýmsar tegundir innan ættkvíslarinnar eru ræktaðar sem pottaplöntur, sem lækningajurtir, fyrir heilsu- og snyrtivörur eða fyrir matvælaiðnað. Tegundin aloe vera er sú sem er langsamlega mest ræktuð, og raunar talið að hún sé ein mest ræktaða lækningaplanta í heimi.

Aloe vera hefur verið notuð sem lækningajurt frá fornu fari. Í dag eru unnar margs konar húð- og snyrtivörur og græðandi smyrsl úr plöntunni en einnig gel sem er notað í jógúrt, drykkjarvörur og ýmiss konar eftirrétti.

Tegundin á sér nokkur þúsund ára sögu sem lækningaplanta því heimildir benda til þess að Forn-Egyptar hafi notað safa plöntunnar til lækninga 4000 árum f.Kr. Allar götur síðan hefur plantan verið nýtt til lækninga eða í fegrunarskyni. Súmerskar leirtöflur frá um 2100 f.Kr. benda til notkunar á alóvera til lækninga, Alexander mikli á að hafa flutt hana með sér í ferðum sínum og notað til að græða sár hermanna sinna, sagt er að Kleópatra drottning Egyptalands hafi notað húðkrem unnið úr plöntunni, Markó Póló minnist á plöntuna í ferðabók sinni og segir hana mikið notaða til lækninga í Austurlöndum fjær, enn fremur greina heimildir frá því að Kristófer Kólumbus og fleiri skipstjórar á nýöld hafi nýtt plöntuna í löngum siglingum til að græða sár skipverja.

Í dag eru ýmis konar húð- og snyrtivörur unnar úr plöntunni og einnig græðandi smyrsl, auk þess sem gel úr alóvera er notað í jógúrt, drykkjarvörur og fleira. Margar kenningar hafa verið settar fram um lækningarmátt eða gagnsemi aloe vera, sumar hafa verið studdar með rannsóknum á meðan aðrar byggja á veikari grunni og þarfnast frekari rannsókna.

Tilvísun:
  1. ^ Sjá Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins. (Sótt 2.09.2022). Í svarinu verður notast bæði við alóvera og aloe vera. Latneska tegundaheitið er Aloe barbadensis miller.

Heimildir og myndir:

...