Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er algengt að ungir krakkar á Norðurlöndum séu ljóshærðir?

MBS

Líkt og spyrjandi bendir á er ljóst hár mun algengari hárlitur hjá börnum heldur en fullorðnum. Ljóst hár er jafnframt afar sjaldgæft hjá fólki sem ekki er af evrópskum uppruna, en fjölbreytni í hárlit er mun meiri í Evrópu heldur en gengur og gerist annars staðar í heiminum.

Hárlitur stafar af litarefninu melanín sem litfrumur í hársekk mynda. Melanín skiptist einkum í eumelanín og feómelanín. Hjá fólki með dökkt eða brúnt hár framleiða litfrumurnar mestmegnis eumelanín. Styrkur feómelaníns er venjulega meiri hjá fólki með ljóst eða rautt hár, þó samsetning litarefnanna sé afar fjölbreytt hjá þessum hóp. Hvaða samsetningu litarefna einstaklingur myndar er bundið erfðum og fer það því eftir genasamsetningu fólks hvaða hárlit það hefur. Þetta er þó ekki alveg eins einfalt og það hljómar þar sem hár- og augnlit er stýrt af fleiri en einu geni. Hér er því um að ræða svokallaðar fjölgenaerfðir.

Það er eðlilegt að hárlitur dökkni með aldri en þetta er þó sérstaklega áberandi hjá fólki sem var ljóshært, skolhært eða rauðhært sem börn. Algengt er að hárið fari að dökkna strax á unglingsaldri eða í kringum kynþroskaskeiðið. Ekki er vitað með fullri vissu hvað veldur þessu en með adlri verða breytingar á samsetningu melanínframleislu litfrumna. Hárið dökknar svo með aldrinum, fer síðan að grána og verður að lokum hvítt. Þetta gerist þegar dregur úr nýmyndun litfrumna (e. melanocytes) í hársekknum sem veldur því að framleiðsla á litarefninu melanín hættir og hárin vaxa því á endanum litlaus.

Ýmsar kenningar eru uppi um hvers vegna svo mikil fjölbreytni ríkir í augn- og hárlit Norður-Evrópubúa. Ein kenning byggir á að ljóst yfirbragð hafi verið aðlögun að aðstæðum á norðurhveli til að tryggja nægjanlega framleiðslu D-vítamíns í líkamanum. Aðrar kenningar segja að hér sé um kynval að ræða, það er hvernig maka fólk velur sér. Þær byggja á að þéttleiki fólks hafi verið minni hér á norðurhveli jarðar og því hafi verið meiri samkeppni um maka. Þegar um samkeppni í náttúrunni er að ræða getur verið gott að skera sig úr og því hafi myndast þessi fjölbreytni í hár- og augnlit sem við eigum að venjast á þessum slóðum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

21.11.2008

Spyrjandi

Aldís Ósk Sigvaldadóttir

Tilvísun

MBS. „Af hverju er algengt að ungir krakkar á Norðurlöndum séu ljóshærðir?“ Vísindavefurinn, 21. nóvember 2008, sótt 15. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=50383.

MBS. (2008, 21. nóvember). Af hverju er algengt að ungir krakkar á Norðurlöndum séu ljóshærðir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=50383

MBS. „Af hverju er algengt að ungir krakkar á Norðurlöndum séu ljóshærðir?“ Vísindavefurinn. 21. nóv. 2008. Vefsíða. 15. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=50383>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er algengt að ungir krakkar á Norðurlöndum séu ljóshærðir?
Líkt og spyrjandi bendir á er ljóst hár mun algengari hárlitur hjá börnum heldur en fullorðnum. Ljóst hár er jafnframt afar sjaldgæft hjá fólki sem ekki er af evrópskum uppruna, en fjölbreytni í hárlit er mun meiri í Evrópu heldur en gengur og gerist annars staðar í heiminum.

Hárlitur stafar af litarefninu melanín sem litfrumur í hársekk mynda. Melanín skiptist einkum í eumelanín og feómelanín. Hjá fólki með dökkt eða brúnt hár framleiða litfrumurnar mestmegnis eumelanín. Styrkur feómelaníns er venjulega meiri hjá fólki með ljóst eða rautt hár, þó samsetning litarefnanna sé afar fjölbreytt hjá þessum hóp. Hvaða samsetningu litarefna einstaklingur myndar er bundið erfðum og fer það því eftir genasamsetningu fólks hvaða hárlit það hefur. Þetta er þó ekki alveg eins einfalt og það hljómar þar sem hár- og augnlit er stýrt af fleiri en einu geni. Hér er því um að ræða svokallaðar fjölgenaerfðir.

Það er eðlilegt að hárlitur dökkni með aldri en þetta er þó sérstaklega áberandi hjá fólki sem var ljóshært, skolhært eða rauðhært sem börn. Algengt er að hárið fari að dökkna strax á unglingsaldri eða í kringum kynþroskaskeiðið. Ekki er vitað með fullri vissu hvað veldur þessu en með adlri verða breytingar á samsetningu melanínframleislu litfrumna. Hárið dökknar svo með aldrinum, fer síðan að grána og verður að lokum hvítt. Þetta gerist þegar dregur úr nýmyndun litfrumna (e. melanocytes) í hársekknum sem veldur því að framleiðsla á litarefninu melanín hættir og hárin vaxa því á endanum litlaus.

Ýmsar kenningar eru uppi um hvers vegna svo mikil fjölbreytni ríkir í augn- og hárlit Norður-Evrópubúa. Ein kenning byggir á að ljóst yfirbragð hafi verið aðlögun að aðstæðum á norðurhveli til að tryggja nægjanlega framleiðslu D-vítamíns í líkamanum. Aðrar kenningar segja að hér sé um kynval að ræða, það er hvernig maka fólk velur sér. Þær byggja á að þéttleiki fólks hafi verið minni hér á norðurhveli jarðar og því hafi verið meiri samkeppni um maka. Þegar um samkeppni í náttúrunni er að ræða getur verið gott að skera sig úr og því hafi myndast þessi fjölbreytni í hár- og augnlit sem við eigum að venjast á þessum slóðum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....