Sólin Sólin Rís 03:48 • sest 23:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:45 • Síðdegis: 15:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:55 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:48 • sest 23:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:45 • Síðdegis: 15:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:55 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ef klukkan er 12 um hádegi á Hawaii hvað er hún þá í Víetnam? (Hawaii: UTC-10, Víetnam: UTC+7)

EDS

Skammstöfunin UTC er notuð fyrir tímakvarða sem á ensku kallast Coordinated Universal Time. UTC er sami tími og miðtími Greenwich (GMT eða Greenwich mean time) en það er einmitt sá tími sem notaður er á Íslandi.

Þegar gefinn er upp tími á ákveðnum stað á jörðinni með því að nota UTC eru notuð + eða – tákn til þess að gefa til kynna hversu mörgum klukkustundum þarf að bæta við eða draga frá UTC-tíma.Tímabelti jarðar. Tölurnar sýna hversu mörgum klukkustundum þarf að bæta við eða draga frá UTC-tíma.

Ef tíminn á Hawaii er UTC–10 merkir það að draga þarf 10 klukkustundir frá UTC-tímanum. Á sama hátt þarf að bæta 7 klukkustundum við UTC-tímann í Víetnam. Tökum sem dæmi ef klukkan er 12 á hádegi samkvæmt UTC-tíma, þá er klukkan 2 að nóttu á Hawaii (12-10=2) og 19 (12+7=19) í Víetnam.

Tímamunurinn á Hawaii og Víetnam er sem sagt 17 klukkustundir. Svarið við spurningunni er því að ef klukkan er 12 á hádegi á Hawaii þá er hún 5 að morgni næsta dags í Víetnam.

Á vefnum er hægt að finna síður sem gera það mjög einfalt að bera saman tímann á mismunandi stöðum á jörðinni. Um það er fjallað í svari við spurningunni Hvernig get ég fundið hver tímamunurinn er á Íslandi og öðrum löndum eða stöðum í heiminum?

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: The Globe Program. Sótt 16. 4. 2009.

Höfundur

Útgáfudagur

16.4.2009

Spyrjandi

Sara Mosadsdóttir Mansour, f. 1996

Tilvísun

EDS. „Ef klukkan er 12 um hádegi á Hawaii hvað er hún þá í Víetnam? (Hawaii: UTC-10, Víetnam: UTC+7).“ Vísindavefurinn, 16. apríl 2009, sótt 17. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=52084.

EDS. (2009, 16. apríl). Ef klukkan er 12 um hádegi á Hawaii hvað er hún þá í Víetnam? (Hawaii: UTC-10, Víetnam: UTC+7). Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=52084

EDS. „Ef klukkan er 12 um hádegi á Hawaii hvað er hún þá í Víetnam? (Hawaii: UTC-10, Víetnam: UTC+7).“ Vísindavefurinn. 16. apr. 2009. Vefsíða. 17. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=52084>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ef klukkan er 12 um hádegi á Hawaii hvað er hún þá í Víetnam? (Hawaii: UTC-10, Víetnam: UTC+7)
Skammstöfunin UTC er notuð fyrir tímakvarða sem á ensku kallast Coordinated Universal Time. UTC er sami tími og miðtími Greenwich (GMT eða Greenwich mean time) en það er einmitt sá tími sem notaður er á Íslandi.

Þegar gefinn er upp tími á ákveðnum stað á jörðinni með því að nota UTC eru notuð + eða – tákn til þess að gefa til kynna hversu mörgum klukkustundum þarf að bæta við eða draga frá UTC-tíma.Tímabelti jarðar. Tölurnar sýna hversu mörgum klukkustundum þarf að bæta við eða draga frá UTC-tíma.

Ef tíminn á Hawaii er UTC–10 merkir það að draga þarf 10 klukkustundir frá UTC-tímanum. Á sama hátt þarf að bæta 7 klukkustundum við UTC-tímann í Víetnam. Tökum sem dæmi ef klukkan er 12 á hádegi samkvæmt UTC-tíma, þá er klukkan 2 að nóttu á Hawaii (12-10=2) og 19 (12+7=19) í Víetnam.

Tímamunurinn á Hawaii og Víetnam er sem sagt 17 klukkustundir. Svarið við spurningunni er því að ef klukkan er 12 á hádegi á Hawaii þá er hún 5 að morgni næsta dags í Víetnam.

Á vefnum er hægt að finna síður sem gera það mjög einfalt að bera saman tímann á mismunandi stöðum á jörðinni. Um það er fjallað í svari við spurningunni Hvernig get ég fundið hver tímamunurinn er á Íslandi og öðrum löndum eða stöðum í heiminum?

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: The Globe Program. Sótt 16. 4. 2009....