Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Þegar olíuslys verður úti á hafi, af hverju er þá ekki bara kveikt í olíunni í staðinn fyrir að hreinsa hana úr sjónum?

EDS

Það er mögulegt að brenna olíu sem berst í sjó við olíuslys og það er gert í einstaka tilfellum eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvernig er olía hreinsuð úr sjó, til dæmis eftir olíuslys? Þar segir um þessa aðferð:
Er henni (olíunni) þá safnað í eldþolnar flotgirðingar og þegar nægjanlegri þykkt er náð er kveikt í henni. Þessi aðferð hefur marga ókosti. Erfitt er að kveikja í olíunni því eldfimasti hluti hennar gufar afar hratt upp, sjálf íkveikjan er afar hættuleg vegna sprengihættu og síðast en ekki síst falla öskuleifar til botns og mikill reykur myndast, sem hvorttveggja getur haft afar slæm umhverfisáhrif. Helst hefur íkveikju verið beitt þegar ljóst er að ekki sé hægt að dæla olíunni frá borði við skipsstrand. Eru þá notaðar herþotur til að sprengja skipið til að losa olíuna úr því um leið og kveikt er í henni. Engar eldþolnar girðingar eru til á Íslandi.

Þó brennsla á olíu í sjó sé ekki mjög algeng er þetta ein þeirra þriggja meginaðferða sem beitt er við að hreinsa olíu sem farið hefur í sjóinn. Hinar aðferðirnar eru annars vegar að safna olíunni saman og dæla henni upp með flotgirðingum og olíufleytum eða olíuupptökutækjum, sem eru talin bestu viðbrögðin, og hins vegar að dreifa olíunni eða fella hana út með felliefnum. Svo er líka til í dæminu að gera ekki neitt en láta náttúruna sjá um málið.



Það er hægt að brenna olíu sem fer í sjóinn en sú hreinsiaðferð hefur ýmsa ókosti.

Nánar má lesa um þessar mismunandi aðferðir við að hreinsa olíu úr sjó í svarinu sem nefnt var hér í upphafi.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: The International Tanker Owners Pollution Federation Limited. Sótt 18.6.2009.

Höfundur

Útgáfudagur

19.6.2009

Spyrjandi

Eiður Smári Elfarsson

Tilvísun

EDS. „Þegar olíuslys verður úti á hafi, af hverju er þá ekki bara kveikt í olíunni í staðinn fyrir að hreinsa hana úr sjónum?“ Vísindavefurinn, 19. júní 2009, sótt 15. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=52875.

EDS. (2009, 19. júní). Þegar olíuslys verður úti á hafi, af hverju er þá ekki bara kveikt í olíunni í staðinn fyrir að hreinsa hana úr sjónum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=52875

EDS. „Þegar olíuslys verður úti á hafi, af hverju er þá ekki bara kveikt í olíunni í staðinn fyrir að hreinsa hana úr sjónum?“ Vísindavefurinn. 19. jún. 2009. Vefsíða. 15. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=52875>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Þegar olíuslys verður úti á hafi, af hverju er þá ekki bara kveikt í olíunni í staðinn fyrir að hreinsa hana úr sjónum?
Það er mögulegt að brenna olíu sem berst í sjó við olíuslys og það er gert í einstaka tilfellum eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvernig er olía hreinsuð úr sjó, til dæmis eftir olíuslys? Þar segir um þessa aðferð:

Er henni (olíunni) þá safnað í eldþolnar flotgirðingar og þegar nægjanlegri þykkt er náð er kveikt í henni. Þessi aðferð hefur marga ókosti. Erfitt er að kveikja í olíunni því eldfimasti hluti hennar gufar afar hratt upp, sjálf íkveikjan er afar hættuleg vegna sprengihættu og síðast en ekki síst falla öskuleifar til botns og mikill reykur myndast, sem hvorttveggja getur haft afar slæm umhverfisáhrif. Helst hefur íkveikju verið beitt þegar ljóst er að ekki sé hægt að dæla olíunni frá borði við skipsstrand. Eru þá notaðar herþotur til að sprengja skipið til að losa olíuna úr því um leið og kveikt er í henni. Engar eldþolnar girðingar eru til á Íslandi.

Þó brennsla á olíu í sjó sé ekki mjög algeng er þetta ein þeirra þriggja meginaðferða sem beitt er við að hreinsa olíu sem farið hefur í sjóinn. Hinar aðferðirnar eru annars vegar að safna olíunni saman og dæla henni upp með flotgirðingum og olíufleytum eða olíuupptökutækjum, sem eru talin bestu viðbrögðin, og hins vegar að dreifa olíunni eða fella hana út með felliefnum. Svo er líka til í dæminu að gera ekki neitt en láta náttúruna sjá um málið.



Það er hægt að brenna olíu sem fer í sjóinn en sú hreinsiaðferð hefur ýmsa ókosti.

Nánar má lesa um þessar mismunandi aðferðir við að hreinsa olíu úr sjó í svarinu sem nefnt var hér í upphafi.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: The International Tanker Owners Pollution Federation Limited. Sótt 18.6.2009.

...