Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er í lagi að borða hvannarfræ beint af plöntunni? Er hægt að nota það í brauð ef það hefur verið þurrkað?

Ingólfur Guðnason

Mjög hefur verið varað við risahvönn þar sem hún inniheldur ertandi efni. Um hana er til dæmis fjallað í svari við spurningunni Eru hættulegar jurtir allt í kringum okkur?

Í ætihvönn eru sambærileg efni og í risahvönn en í miklu minna mæli. Hún skilur samt eftir brúna bletti ef safi úr henni kemst í snertingu við húð. Blettir þessir hverfa ekki fyrr en að mörgum vikum liðnum og geta myndað blöðrur. Eftir þurrkun er þetta hins vegar ekki vandamál. Steinselja, sem er skyld jurt, hefur líka þessa eiginleika, mun vægari þó.



Það er vel hægt að nota þurrkuð fræ ætihvannarinnar í matargerð en kannski ekki gott að borða þau beint af plöntunni.

Fræ ætihvannar er fyrirtaks krydd, þurrkað og malað er gott að nota það líkt og pipar á kjöt og grænmetisrétti. Það er líka gott í jurtaseyði. Séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal nefnir meðal annars ætihvönn í Grasnytjum og segir:
Árið 1740, þegar hallæri var í Noregi, þurrkuðu bændur þessa urt (hvönn) með blöðum og rótum, og möldu og suðu saman við annað mjöl og átu so. Njólinn, fræið og rótin er það sem helst má gjöra brauð af saman við annað mjöl.

Hægt er að lesa meira um hvönn á Vísindavefnum í svörum við spurningunum:

Mynd:

Höfundur

Ingólfur Guðnason

fagbrautarstjóri garðyrkjuframleiðslu, LbkÍ Reykjum, Ölfusi

Útgáfudagur

15.10.2009

Spyrjandi

Edda Björnsdóttir

Tilvísun

Ingólfur Guðnason. „Er í lagi að borða hvannarfræ beint af plöntunni? Er hægt að nota það í brauð ef það hefur verið þurrkað?“ Vísindavefurinn, 15. október 2009, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=53337.

Ingólfur Guðnason. (2009, 15. október). Er í lagi að borða hvannarfræ beint af plöntunni? Er hægt að nota það í brauð ef það hefur verið þurrkað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=53337

Ingólfur Guðnason. „Er í lagi að borða hvannarfræ beint af plöntunni? Er hægt að nota það í brauð ef það hefur verið þurrkað?“ Vísindavefurinn. 15. okt. 2009. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=53337>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er í lagi að borða hvannarfræ beint af plöntunni? Er hægt að nota það í brauð ef það hefur verið þurrkað?
Mjög hefur verið varað við risahvönn þar sem hún inniheldur ertandi efni. Um hana er til dæmis fjallað í svari við spurningunni Eru hættulegar jurtir allt í kringum okkur?

Í ætihvönn eru sambærileg efni og í risahvönn en í miklu minna mæli. Hún skilur samt eftir brúna bletti ef safi úr henni kemst í snertingu við húð. Blettir þessir hverfa ekki fyrr en að mörgum vikum liðnum og geta myndað blöðrur. Eftir þurrkun er þetta hins vegar ekki vandamál. Steinselja, sem er skyld jurt, hefur líka þessa eiginleika, mun vægari þó.



Það er vel hægt að nota þurrkuð fræ ætihvannarinnar í matargerð en kannski ekki gott að borða þau beint af plöntunni.

Fræ ætihvannar er fyrirtaks krydd, þurrkað og malað er gott að nota það líkt og pipar á kjöt og grænmetisrétti. Það er líka gott í jurtaseyði. Séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal nefnir meðal annars ætihvönn í Grasnytjum og segir:
Árið 1740, þegar hallæri var í Noregi, þurrkuðu bændur þessa urt (hvönn) með blöðum og rótum, og möldu og suðu saman við annað mjöl og átu so. Njólinn, fræið og rótin er það sem helst má gjöra brauð af saman við annað mjöl.

Hægt er að lesa meira um hvönn á Vísindavefnum í svörum við spurningunum:

Mynd: ...