Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 89 svör fundust

Má þvo íslenska fánann, til dæmis í þvottavél?

Um íslenska fánann gilda lög sem í daglegu tali eru oft kölluð fánalögin en raunverulegt heiti þeirra er: Lög um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið. Í þessum lögum kemur fram hvernig íslenski fáninn skuli líta út og undir hvaða kringumstæðum hann má nota. Í 12. gr. laganna segir meðal annars: Enginn má óvi...

Nánar

Hvað er múkk, sjúkdómur sem hrjáir hesta?

Múkk er húðbólga í kjúkubótinni á hestum, en kjúkubótina er að finna aftan til á kjúkunni, undir hófskegginu. Húðin er tiltölulega þunn og viðkvæm á þessu svæði. Fyrstu einkennin eru aukin fitumyndun í húðinni sem getur þróast í vessandi bólgu og sár. Hross geta orðið hölt af þessum sökum. Ekki er vitað með vissu ...

Nánar

Hvað er serótónínheilkenni og hverjar eru orsakir þess?

Serótónín er taugaboðefni í heila. Serótónínheilkenni er lífshættulegt ástand í líkamanum sem stafar af of miklu serótóníni. Þetta ástand kemur oftast fram þegar tvö lyf eru tekin samtímis sem örva losun serótóníns eða hamla endurupptöku þess. Dæmi um slíka lyfjatöku er þegar samtímis er tekið svokallað triptanlyf...

Nánar

Hvernig verkar litín (litíum) á mannslíkamann?

Litín eða litíum hefur margs konar verkun á líkamann. Það verkar á frumuveggi, efnaskipti og svörun við hormónum og á taugaboð. Litín er mikilvægt lyf í meðhöndlun tvískauta lyndisröskunar (geðhvarfa, e. manic-depressive) en ekki er fullljóst í hverju áhrif þess á þessa geðröskun er fólgin. Líklega er það hamlandi...

Nánar

Hver er munurinn á mjólkurprótíni og mysuprótíni?

Prótín í mjólk eru af ýmsum gerðum, en að mestu samanstanda þau af kaseinum (ostaprótínum) eða um 80%, og mysuprótínum, tæplega 20%. Því má segja að mysuprótín teljist til mjólkurprótína. Kaseinum má skipta í fjóra flokka, alfa-, beta-, gamma- og kappa-kasein. Í kaseinum er amínósýran prólín í miklu magni, en ...

Nánar

Er til fólk með rafsegulóþol?

Rafsegulóþoli, eða ofurnæmi fyrir rafsegulsviði (e. electromagnetic hypersensitivity) hefur verið lýst, meðal annars af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) á síðunni Radiation and health. Einkenni rafsegulóþols eru ósértæk, mismunandi milli einstaklinga og ekki hefur tekist að finna á þeim læknisfræðilegar ...

Nánar

Hvað eru frauðvörtur?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hvað eru frauðvörtur, hvers vegna koma þær og hvernig er hægt að losna við þær? Frauðvörtur (molluscum contagiosum) eru litlar bólur eða vörtur. Þær eru oft glansandi og inni í þeim er hvítur massi. Frauðvörtur orsakast af veirunni Molluscum contagiosum virus (MCV) sem smitas...

Nánar

Hvað er Kallmansheilkenni?

Kallmansheilkenni er sjaldgæfur kvilli sem einkennist af skertu eða engu lyktarskyni, vanþroskuðum kynfærum, lítilli kynhvöt og ófrjóum kynkirtlum (ekkert egglos verður í konum og sáðfrumur eru engar eða mjög fáar í körlum). Önnur einkenni eru skapsveiflur, þunglyndi, kvíði, þreyta og svefnleysi. Ef sjúklingar fá ...

Nánar

Er rétt að húsflugan sé í hópi alhættulegustu meindýra sem til eru?

Það er að sjálfsögðu matsatriði hvað er "alhættulegast" en hitt er rétt að húsflugan getur verið býsna hættuleg, ekki af eigin völdum heldur vegna þess sem hún ber með sér. Það er líka rétt athugað hjá spyrjanda að hún er sérlega varasöm við hvers konar meðhöndlun matar. Þar sem mikið er um húsflugur og sýklauppsp...

Nánar

Hver er skilgreiningin á því "að vera"?

Sögnin “að vera” getur haft þrjár mismunandi merkingar sem hljóta mismunandi meðhöndlun í rökfræði. "Að vera" má ýmist nota til að mynda umsögn, tilvistarstaðhæfingu eða staðhæfingu um samsemd. Þessu er best lýst með dæmum: Umsögn: "Snælda er köttur." Hér er sagnorðið notað til að mynda umsögnina “að vera köt...

Nánar

Hví má ekki borða hráan kjúkling?

Matur sem mengaður er af örverum getur við neyslu valdið sjúkdómum. Ein þessara örvera er baktería sem kallast kampýlóbakter. Hún finnst víða í umhverfinu og getur borist í fólk eftir ýmsum leiðum, svo sem með menguðu vatni, hrámjólk, snertingu við gæludýr og menguðum matvælum. Hins vegar er talið að algengasta sm...

Nánar

Hvernig er efedrín og amfetamín skylt?

Margir hafa heyrt talað um efedrín (e. ephedrine) og amfetamín (e. amphetamine) í sömu andrá og flestir vita að amfetamín er örvandi efni. Efedrín er það einnig en í minna mæli. Þegar örvandi efnis er neytt eykst hjartslátturinn og þar með blóðflæðið en það getur valdið of háum blóðþrýstingi. Efnin eru vissule...

Nánar

Fleiri niðurstöður