Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Má þvo íslenska fánann, til dæmis í þvottavél?

MBS

Um íslenska fánann gilda lög sem í daglegu tali eru oft kölluð fánalögin en raunverulegt heiti þeirra er: Lög um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið. Í þessum lögum kemur fram hvernig íslenski fáninn skuli líta út og undir hvaða kringumstæðum hann má nota. Í 12. gr. laganna segir meðal annars: Enginn má óvirða þjóðfánann, hvorki í orði né verki. Þetta er auðvitað frekar opið fyrir túlkun og erfitt að skilgreina hvað fellur nákvæmlega þar undir. Það er hins vegar lögreglunnar að fylgjast með því að fánalögum sé hlýtt, en brot á þeim getur varðað sektum og allt að 1 ári í fangelsi.



Íslenski þjóðfáninn er heiðblár með mjallhvítum krossi og eldrauðum krossi innan í hvíta krossinum.

Til að árétta lögin hafa því verið settar fram reglugerðir um notkun og meðhöndlun fánans. Á vefsíðu forsætisráðuneytisins má til dæmis finna: Leiðbeiningar um meðferð og notkun íslenska fánans. Þar segir meðal annars:
A.1. Heimild til að nota fánann.

Öllum er heimilt að nota hinn almenna þjóðfána, enda sé farið að lögum og reglum, sem um hann gilda. Æskilegt er að almenningur dragi fána á stöng á fánadögum, þá daga sem ríkisfáninn er hafður uppi á opinberum byggingum, sbr. B.1.b. hér á eftir. Fánann má nota við öll hátíðleg tækifæri, jafnt þau sem tengjast einkalífi sem önnur eða á sorgarstundum, þá dreginn í hálfa stöng.
Þar segir einnig:
A.11. Ýmsar reglur um fánann

a.
Þegar fáni er dreginn á stöng eða dreginn niður, skal gæta þess að hann snerti ekki jörð, vatnsyfirborð eða gólf.

b. Sé fáni á stöng við altari, ræðustól eða ræðuborð, leiksvið eða annan sambærilegan stað, skal hann vera vinstra megin séð frá áhorfanda. Séu fánarnir tveir, skulu þeir vera sinn til hvorrar handar.

Hvorki skal sveipa ræðustól þjóðfánanum né hafa hann framan á ræðustól.

Eigi má nota þjóðfánann til að sveipa með honum styttu eða annan hlut, sem á að afhjúpa, og aldrei skal nota hann sem borðdúk eða gólfábreiðu.
Höfundur fann ekkert í lögum né reglugerðum um þjóðfánann sem banna það að hann megi setja í þvottavél. Það myndi þó sennilega flestum þykja það mikil óprýði og lítilsvirðing við fánann ef hann væri dreginn skítugur að húni. Fæstir myndu því sennilega telja það illa meðferð að þrífa fánann. Handþvottur myndi þó sennilega vera öllu mildari meðhöndlun heldur en þvottavélin.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: Wikimedia Commons

Höfundur

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Útgáfudagur

10.4.2008

Spyrjandi

Bryndís Gísladóttir

Tilvísun

MBS. „Má þvo íslenska fánann, til dæmis í þvottavél?“ Vísindavefurinn, 10. apríl 2008. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7341.

MBS. (2008, 10. apríl). Má þvo íslenska fánann, til dæmis í þvottavél? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7341

MBS. „Má þvo íslenska fánann, til dæmis í þvottavél?“ Vísindavefurinn. 10. apr. 2008. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7341>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Má þvo íslenska fánann, til dæmis í þvottavél?
Um íslenska fánann gilda lög sem í daglegu tali eru oft kölluð fánalögin en raunverulegt heiti þeirra er: Lög um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið. Í þessum lögum kemur fram hvernig íslenski fáninn skuli líta út og undir hvaða kringumstæðum hann má nota. Í 12. gr. laganna segir meðal annars: Enginn má óvirða þjóðfánann, hvorki í orði né verki. Þetta er auðvitað frekar opið fyrir túlkun og erfitt að skilgreina hvað fellur nákvæmlega þar undir. Það er hins vegar lögreglunnar að fylgjast með því að fánalögum sé hlýtt, en brot á þeim getur varðað sektum og allt að 1 ári í fangelsi.



Íslenski þjóðfáninn er heiðblár með mjallhvítum krossi og eldrauðum krossi innan í hvíta krossinum.

Til að árétta lögin hafa því verið settar fram reglugerðir um notkun og meðhöndlun fánans. Á vefsíðu forsætisráðuneytisins má til dæmis finna: Leiðbeiningar um meðferð og notkun íslenska fánans. Þar segir meðal annars:
A.1. Heimild til að nota fánann.

Öllum er heimilt að nota hinn almenna þjóðfána, enda sé farið að lögum og reglum, sem um hann gilda. Æskilegt er að almenningur dragi fána á stöng á fánadögum, þá daga sem ríkisfáninn er hafður uppi á opinberum byggingum, sbr. B.1.b. hér á eftir. Fánann má nota við öll hátíðleg tækifæri, jafnt þau sem tengjast einkalífi sem önnur eða á sorgarstundum, þá dreginn í hálfa stöng.
Þar segir einnig:
A.11. Ýmsar reglur um fánann

a.
Þegar fáni er dreginn á stöng eða dreginn niður, skal gæta þess að hann snerti ekki jörð, vatnsyfirborð eða gólf.

b. Sé fáni á stöng við altari, ræðustól eða ræðuborð, leiksvið eða annan sambærilegan stað, skal hann vera vinstra megin séð frá áhorfanda. Séu fánarnir tveir, skulu þeir vera sinn til hvorrar handar.

Hvorki skal sveipa ræðustól þjóðfánanum né hafa hann framan á ræðustól.

Eigi má nota þjóðfánann til að sveipa með honum styttu eða annan hlut, sem á að afhjúpa, og aldrei skal nota hann sem borðdúk eða gólfábreiðu.
Höfundur fann ekkert í lögum né reglugerðum um þjóðfánann sem banna það að hann megi setja í þvottavél. Það myndi þó sennilega flestum þykja það mikil óprýði og lítilsvirðing við fánann ef hann væri dreginn skítugur að húni. Fæstir myndu því sennilega telja það illa meðferð að þrífa fánann. Handþvottur myndi þó sennilega vera öllu mildari meðhöndlun heldur en þvottavélin.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: Wikimedia Commons...