Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað táknar rauði liturinn í íslenska fánanum?

Gísli Gunnarsson (1938-2020)

Rauði liturinn á að tákna eld, blái liturinn hafið og himininn og hvíti liturinn jökla. Rautt og hvítt táknar þannig eld og ís.

Rauði liturinn var settur í íslenska fánann að beiðni danskra stjórnvalda en Íslendingar höfðu fyrst valið sér bláhvítan fána. Meginröksemd Dana var sú að bláhvíti fáninn væri allt of líkur gríska fánanum og raunar alveg eins og grískur sérfáni, konungsfáninn. Málið var Danakonungi nokkuð skylt þar sem Georg I, konungur Grikklands 1863-1913, var sonur Kristáns IX Danakonungs (1863-1906) og albróðir Friðriks VIII Danakonungs (1906-1912).



Margir íslenskir þjóðernissinnar kunnu hins vegar rauða litnum illa vegna þess að tillagan um hann var upphaflega dönsk. Því var haldið fram að tillagan ætti rætur að rekja til þess að minna ætti á tengsl Íslands og Danmerkur en eins og er kunnugt er rautt grunnlitur danska fánans. Þetta er miklu langsóttari skýring en sú staðreynd að bláhvítur krossfáni var þegar í gildi í Grikklandi.

Íslendingar hafa löngum kunnað vel við rauða litinn; andstæðurnar eldur og ís koma oft fyrir í ættjarðarumræðum um Ísland.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Gísli Gunnarsson (1938-2020)

prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ

Útgáfudagur

18.9.2000

Spyrjandi

Ólafur K. Ólafsson

Tilvísun

Gísli Gunnarsson (1938-2020). „Hvað táknar rauði liturinn í íslenska fánanum?“ Vísindavefurinn, 18. september 2000. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=917.

Gísli Gunnarsson (1938-2020). (2000, 18. september). Hvað táknar rauði liturinn í íslenska fánanum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=917

Gísli Gunnarsson (1938-2020). „Hvað táknar rauði liturinn í íslenska fánanum?“ Vísindavefurinn. 18. sep. 2000. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=917>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað táknar rauði liturinn í íslenska fánanum?
Rauði liturinn á að tákna eld, blái liturinn hafið og himininn og hvíti liturinn jökla. Rautt og hvítt táknar þannig eld og ís.

Rauði liturinn var settur í íslenska fánann að beiðni danskra stjórnvalda en Íslendingar höfðu fyrst valið sér bláhvítan fána. Meginröksemd Dana var sú að bláhvíti fáninn væri allt of líkur gríska fánanum og raunar alveg eins og grískur sérfáni, konungsfáninn. Málið var Danakonungi nokkuð skylt þar sem Georg I, konungur Grikklands 1863-1913, var sonur Kristáns IX Danakonungs (1863-1906) og albróðir Friðriks VIII Danakonungs (1906-1912).



Margir íslenskir þjóðernissinnar kunnu hins vegar rauða litnum illa vegna þess að tillagan um hann var upphaflega dönsk. Því var haldið fram að tillagan ætti rætur að rekja til þess að minna ætti á tengsl Íslands og Danmerkur en eins og er kunnugt er rautt grunnlitur danska fánans. Þetta er miklu langsóttari skýring en sú staðreynd að bláhvítur krossfáni var þegar í gildi í Grikklandi.

Íslendingar hafa löngum kunnað vel við rauða litinn; andstæðurnar eldur og ís koma oft fyrir í ættjarðarumræðum um Ísland.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...