Sólin Sólin Rís 03:29 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:35 • Sest 09:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:33 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn María Guðjónsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

María Guðjónsdóttir er prófessor í matvælafræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands.

Rannsóknir Maríu felast meðal annars í notkun fljótlegra mæliaðferða til að ákvarða gæði matvæla í vinnsluferli þeirra, allt frá hráefni til lokaafurðar. Til þessara fljótlegu mæliaðferða teljast til dæmis kjarnsegulherma (e. nuclear magnetic resonance, NMR) og ýmsar tegundir litrófsgreininga. Kosturinn við þessar tæknilausnir felst einna helst í því að þær má framkvæma innan vinnslulínanna án þess að þær hafi áhrif á sýnin. Notkun þessara aðferða krefst hins vegar mikillar vinnu við kvörðun þeirra og því hefur mikill hluti rannsóknavinnu Maríu legið í því að finna tengsl á milli mælistærða og þekktra gæðastaðla með hjálp fjölþáttagreiningar (e. multivariate analysis).

Með rannsóknum sínum hefur María öðlast sérfræðiþekkingu á helstu þáttum er hafa áhrif á gæði matvæla, jafnt hvað varðar næringarfræðilega, skynmats-, efna- og eðliseiginleika þeirra og hvernig hámarka megi gæði matvæla með vali á góðri meðhöndlun í gegnum alla virðiskeðjuna.

Rannsóknir Maríu felast meðal annars í notkun fljótlegra mæliaðferða til að ákvarða gæði matvæla í vinnsluferli þeirra, allt frá hráefni til lokaafurðar

María er fædd árið 1980 og lauk stúdentsprófi frá eðlisfræðibraut I í Menntaskólanum í Reykjavík árið 2000, BS-gráðu í efnaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2004 og MS-gráðu í efnaverkfræði með eðlisfræðiáherslu frá Chalmers-tækniháskólanum í Gautaborg í Svíþjóð árið 2006. Árið 2011 varði María doktorsritgerð sína frá Norska tækniháskólanum í Þrándheimi um notkun fljótlegra mæliaðferða við gæðamælingar við vinnslu sjávarafurða.

Eftir doktorsnámið gegndi María nýdoktorsstöðu við rannsóknastofnun INRA í Frakklandi, þar sem rannsóknarmarkmiðið var að vinna að lækkun salts í matvælum með aðstoð NMR-tækninnar og segulómunar (MRI). Nýstárlegar tæknilausnirnar reyndust mjög gagnlegar aðferðir til að greina dreifingu salts og vatns um matvælin miðað við mismunandi saltstyrk og meðhöndlun. Meðal hlutverka Maríu var að þróa NMR-aðferðir til að greina magn bundins salts í matvælum, en áður hafði aðferðin aðeins verið notuð í ýmsum fæðulíkönum en ekki í raunverulegum matvælum. Aðferðirnar voru svo nýttar til að besta framleiðsluaðferðir afurðanna, en með því að breyta hlutfalli bundins og frjáls salts mátti minnka heildarmagn salts í afurðunum en samt viðhalda æskilegu bragði og efna- og eðliseiginleikum afurðanna.

Eftir nýdoktorsstöðuna í Frakklandi hóf María störf sem lektor við Denmarks Tekniske Universitet (DTU) þar sem hún stundaði fjölbreyttar rannsóknir sem höfðu það markmið að auka gæði matvæla og tengja hráefnis- og vinnslueiginleika matvæla frekar við heilsufarsleg áhrif þeirra með hjálp fjölbreyttrar notkunar NMR í matvælarannsóknum. Meðal verkefna sem María vann voru rannsóknir á samspili helstu grunnefna mjólkurvara við stærstu prótínin í munnvatni og magavökva (e. mucins) til að öðlast dýpri skilning á því hvernig matvæli hafa áhrif á skynmatseiginleika og upptöku þessara efna í líkamanum, áhrifum þess að húða kjöt kítósani (e. chitosan) á áferð nautakjöts, áhrifum á mismunandi eldisaðferðum á gæði eldislax fyrir Evrópu- og Bandaríkjamarkað og rannsóknir á efna- og eðliseiginleikum afríska rótarávaxtarins kókossætuhnúðs (e. cocoyams), svo eitthvað sé nefnt.

María tók þá við stöðu lektors við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands í apríl 2015 og hlaut síðar framgang í stöðu dósents í júlí 2016 og í stöðu prófessors í júlí 2018. Í starfi sínu við Háskóla Íslands hefur María tekið fullan þátt í fjölbreyttum rannsóknum og kennslu á sviði matvælaverkfræði við deildina og byggt upp ný samstarfsverkefni bæði innan deildarinnar sem og við aðra utanaðkomandi þátttakendur, bæði innlenda og erlenda.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

7.7.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn María Guðjónsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 7. júlí 2018. Sótt 29. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76080.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 7. júlí). Hvað hefur vísindamaðurinn María Guðjónsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76080

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn María Guðjónsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 7. júl. 2018. Vefsíða. 29. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76080>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn María Guðjónsdóttir rannsakað?
María Guðjónsdóttir er prófessor í matvælafræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands.

Rannsóknir Maríu felast meðal annars í notkun fljótlegra mæliaðferða til að ákvarða gæði matvæla í vinnsluferli þeirra, allt frá hráefni til lokaafurðar. Til þessara fljótlegu mæliaðferða teljast til dæmis kjarnsegulherma (e. nuclear magnetic resonance, NMR) og ýmsar tegundir litrófsgreininga. Kosturinn við þessar tæknilausnir felst einna helst í því að þær má framkvæma innan vinnslulínanna án þess að þær hafi áhrif á sýnin. Notkun þessara aðferða krefst hins vegar mikillar vinnu við kvörðun þeirra og því hefur mikill hluti rannsóknavinnu Maríu legið í því að finna tengsl á milli mælistærða og þekktra gæðastaðla með hjálp fjölþáttagreiningar (e. multivariate analysis).

Með rannsóknum sínum hefur María öðlast sérfræðiþekkingu á helstu þáttum er hafa áhrif á gæði matvæla, jafnt hvað varðar næringarfræðilega, skynmats-, efna- og eðliseiginleika þeirra og hvernig hámarka megi gæði matvæla með vali á góðri meðhöndlun í gegnum alla virðiskeðjuna.

Rannsóknir Maríu felast meðal annars í notkun fljótlegra mæliaðferða til að ákvarða gæði matvæla í vinnsluferli þeirra, allt frá hráefni til lokaafurðar

María er fædd árið 1980 og lauk stúdentsprófi frá eðlisfræðibraut I í Menntaskólanum í Reykjavík árið 2000, BS-gráðu í efnaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2004 og MS-gráðu í efnaverkfræði með eðlisfræðiáherslu frá Chalmers-tækniháskólanum í Gautaborg í Svíþjóð árið 2006. Árið 2011 varði María doktorsritgerð sína frá Norska tækniháskólanum í Þrándheimi um notkun fljótlegra mæliaðferða við gæðamælingar við vinnslu sjávarafurða.

Eftir doktorsnámið gegndi María nýdoktorsstöðu við rannsóknastofnun INRA í Frakklandi, þar sem rannsóknarmarkmiðið var að vinna að lækkun salts í matvælum með aðstoð NMR-tækninnar og segulómunar (MRI). Nýstárlegar tæknilausnirnar reyndust mjög gagnlegar aðferðir til að greina dreifingu salts og vatns um matvælin miðað við mismunandi saltstyrk og meðhöndlun. Meðal hlutverka Maríu var að þróa NMR-aðferðir til að greina magn bundins salts í matvælum, en áður hafði aðferðin aðeins verið notuð í ýmsum fæðulíkönum en ekki í raunverulegum matvælum. Aðferðirnar voru svo nýttar til að besta framleiðsluaðferðir afurðanna, en með því að breyta hlutfalli bundins og frjáls salts mátti minnka heildarmagn salts í afurðunum en samt viðhalda æskilegu bragði og efna- og eðliseiginleikum afurðanna.

Eftir nýdoktorsstöðuna í Frakklandi hóf María störf sem lektor við Denmarks Tekniske Universitet (DTU) þar sem hún stundaði fjölbreyttar rannsóknir sem höfðu það markmið að auka gæði matvæla og tengja hráefnis- og vinnslueiginleika matvæla frekar við heilsufarsleg áhrif þeirra með hjálp fjölbreyttrar notkunar NMR í matvælarannsóknum. Meðal verkefna sem María vann voru rannsóknir á samspili helstu grunnefna mjólkurvara við stærstu prótínin í munnvatni og magavökva (e. mucins) til að öðlast dýpri skilning á því hvernig matvæli hafa áhrif á skynmatseiginleika og upptöku þessara efna í líkamanum, áhrifum þess að húða kjöt kítósani (e. chitosan) á áferð nautakjöts, áhrifum á mismunandi eldisaðferðum á gæði eldislax fyrir Evrópu- og Bandaríkjamarkað og rannsóknir á efna- og eðliseiginleikum afríska rótarávaxtarins kókossætuhnúðs (e. cocoyams), svo eitthvað sé nefnt.

María tók þá við stöðu lektors við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands í apríl 2015 og hlaut síðar framgang í stöðu dósents í júlí 2016 og í stöðu prófessors í júlí 2018. Í starfi sínu við Háskóla Íslands hefur María tekið fullan þátt í fjölbreyttum rannsóknum og kennslu á sviði matvælaverkfræði við deildina og byggt upp ný samstarfsverkefni bæði innan deildarinnar sem og við aðra utanaðkomandi þátttakendur, bæði innlenda og erlenda.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...