Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða áhrif hefur hláturgas á menn?

Þórdís Kristinsdóttir

Hláturgas eða glaðgas kallast á máli efnafræðinnar dínitureinildi eða díniturmonoxíð. Efnatákn þess er N2O. Glaðgas lætur manni líða mjög vel og léttir af áhyggjum. Það er meðal annars notað í tannlækningum og skurðaðgerðum til staðdeyfingar eða svæfinga og einnig við deyfingu mæðra í hríðum.

Glaðgasið er blandað yfirmagni súrefnis (O) og er þannig algjörlega skaðlaust. Hægt er að stjórna áhrifunum eftir magni og styrk efnis sem sjúklingur andar að sér. Ef hreinu N2O er andað inn of lengi getur það valdið meðvitundarleysi og jafnvel dauða.

Hláturgas eða glaðgas er einnig þekkt sem kæruleysislyf og er það til dæmis notað í tannlækningum.

Nákvæmt gangverk (e. mechanism) N2O í líkamanum er óþekkt en nokkrir mismunandi ferlar virðast eiga sér stað samtímis. Þó er ljóst að efnið bælir flest skynhrif, sérstaklega heyrn, snertingu og sársauka. Það getur einnig bælt vissar tilfinningastöðvar í heila og fólk finnur fyrir áhrifum svipuðum og við neyslu áfengis, enda var efnið notað sem vímuefni á árunum 1970-1980. Einbeiting, minni og hæfni til að framkvæma vitsmunalegar aðgerðir virðast hins vegar breytast lítið.

Kostir þess að nota glaðgas til deyfinga eru ýmsir. Þar sem efnið er tekið inn í líkamann með innöndun er auðvelt að stjórna og breyta því magni sem gefið er, auk þess sem það er heppilegt fyrir fólk sem hræðist sprautur. Efnið nær til heila á 20 sekúndum og byrjar að virka á 2-3 mínútum. Önnur líffæri verða fyrir litlum aukaverkunum af lyfinu og það fer úr líkamanum á 3-5 mínútum.

Mynd:

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

22.9.2011

Spyrjandi

Hersveinn Kvaran, f. 1993

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvaða áhrif hefur hláturgas á menn?“ Vísindavefurinn, 22. september 2011, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=53978.

Þórdís Kristinsdóttir. (2011, 22. september). Hvaða áhrif hefur hláturgas á menn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=53978

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvaða áhrif hefur hláturgas á menn?“ Vísindavefurinn. 22. sep. 2011. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=53978>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða áhrif hefur hláturgas á menn?
Hláturgas eða glaðgas kallast á máli efnafræðinnar dínitureinildi eða díniturmonoxíð. Efnatákn þess er N2O. Glaðgas lætur manni líða mjög vel og léttir af áhyggjum. Það er meðal annars notað í tannlækningum og skurðaðgerðum til staðdeyfingar eða svæfinga og einnig við deyfingu mæðra í hríðum.

Glaðgasið er blandað yfirmagni súrefnis (O) og er þannig algjörlega skaðlaust. Hægt er að stjórna áhrifunum eftir magni og styrk efnis sem sjúklingur andar að sér. Ef hreinu N2O er andað inn of lengi getur það valdið meðvitundarleysi og jafnvel dauða.

Hláturgas eða glaðgas er einnig þekkt sem kæruleysislyf og er það til dæmis notað í tannlækningum.

Nákvæmt gangverk (e. mechanism) N2O í líkamanum er óþekkt en nokkrir mismunandi ferlar virðast eiga sér stað samtímis. Þó er ljóst að efnið bælir flest skynhrif, sérstaklega heyrn, snertingu og sársauka. Það getur einnig bælt vissar tilfinningastöðvar í heila og fólk finnur fyrir áhrifum svipuðum og við neyslu áfengis, enda var efnið notað sem vímuefni á árunum 1970-1980. Einbeiting, minni og hæfni til að framkvæma vitsmunalegar aðgerðir virðast hins vegar breytast lítið.

Kostir þess að nota glaðgas til deyfinga eru ýmsir. Þar sem efnið er tekið inn í líkamann með innöndun er auðvelt að stjórna og breyta því magni sem gefið er, auk þess sem það er heppilegt fyrir fólk sem hræðist sprautur. Efnið nær til heila á 20 sekúndum og byrjar að virka á 2-3 mínútum. Önnur líffæri verða fyrir litlum aukaverkunum af lyfinu og það fer úr líkamanum á 3-5 mínútum.

Mynd:...