Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Geta konur orðið óléttar þótt þær hafi aldrei farið á túr?
Já, konur geta orðið óléttar án þess að hafa farið nokkurn tímann á túr. Reyndar er ólíklegt að þetta eigi við um fullorðnar konur en getur vel komið fyrir ungar stúlkur sem eru enn ekki byrjaðar að hafa blæðingar.
Konur fara á túr ef undirbúningur legsins fyrir fóstur er til einskis, það er að segja ef frjóvgun á sér ekki stað. Til að kona verði ólétt þarf hún fyrst að hafa egglos og svo þarf sáðfruma að frjóvga eggið. Á meðan undirbýr legið sig undir að taka á móti fóstri sem þroskast úr þessu frjóvgaða eggi. Ef ekkert fóstur hefur myndast er þessi undirbúningur til einskis og konan fer á túr, það er losar sig við blóð og aðra vefi úr leginu. Ef egg konu hefur aftur á móti frjóvgast er legið tilbúið að taka á móti því og verður heimkynni vaxandi fósturs næstu níu mánuði eða svo.
Af þessu ætti að vera ljóst að kona getur orðið ólétt á undan fyrstu tíðum. Egglos verður að jafnaði um tveimur vikum á undan blæðingum.
Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
Þuríður Þorbjarnardóttir. „Geta konur orðið óléttar þótt þær hafi aldrei farið á túr?“ Vísindavefurinn, 3. september 2010. Sótt 5. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=54626.
Þuríður Þorbjarnardóttir. (2010, 3. september). Geta konur orðið óléttar þótt þær hafi aldrei farið á túr? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=54626
Þuríður Þorbjarnardóttir. „Geta konur orðið óléttar þótt þær hafi aldrei farið á túr?“ Vísindavefurinn. 3. sep. 2010. Vefsíða. 5. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=54626>.
Þorvaldur Gylfason er prófessor í hagfræði í HÍ. Rannsóknir Þorvalds spanna allbreitt svið: þjóðhagfræði, hagþróun, náttúruauðlindir og auðlindastjórn og stjórnskipun og stjórnarskrár.