Sólin Sólin Rís 09:31 • sest 16:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:41 • Sest 19:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:36 • Síðdegis: 22:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:11 • Síðdegis: 16:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:31 • sest 16:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:41 • Sest 19:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:36 • Síðdegis: 22:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:11 • Síðdegis: 16:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju verða karlmenn ekki óléttir?

EDS

Karlmenn verða ekki óléttir af því að þeir hafa ekki þau líffæri sem þarf til þess að nýr einstaklingur geti þroskast og dafnað innan líkama þeirra.

Eitt af einkennum lífvera er að þær fjölga sér. Fjallað er um æxlun í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni: Hver er munurinn á kynæxlun og kynlausri æxlun? Þar segir meðal annars:

Í lífríkinu er hægt að greina tvo meginflokka æxlunar, annars vegar kynæxlun og hins vegar kynlausa æxlun. Meginmunurinn á þessum æxlunargerðum er sá að við kynæxlun makast einstaklingar af gagnkvæmu kyni, þar sem karldýrið myndar sáðfrumur og kvendýrið egg, en í kynlausri æxlun fjölgar lífvera sér sjálf án aðstoðar einstaklings af gagnstæðu kyni.

Þegar kynæxlun hefur átt sér stað, sáðfruman hefur frjóvgað eggið, verður til fóstur sem þroskast í nýjan einstakling. Stundum fer frjóvgunin fram utan líkama dýranna, til dæmis hjá froskum og fiskum, þar sem frjóvgun verður í vatni eftir að bæði kynin hafa losað kynfrumur sínar. Um slíka æxlun má lesa í svari við spurningunni: Hvernig æxlast froskar?

Í öðrum tilfellum verður frjóvgun innan líkama kvendýrsins en varla er hægt að segja að kvendýrið verði „ólétt“ þar sem fóstrið þroskast að mestu leyti utan líkamans. Þetta á bæði við um skriðdýr og fugla en lesa má um æxlun fugla í svari við spurningunni: Hvernig fjölga fuglar sér?

Spendýr eru hins vegar þannig gerð frá náttúrunnar hendi að í langflestum tilfellum fer bæði frjóvgun og þroski fóstursins fram innan líkama kvendýrsins – kvendýrið verður „ólétt“. Þetta á við um menn jafnt sem önnur spendýr að nefdýrum undanskildum en þau verpa eggjum. Hægt er að lesa um tilurð nýrra einstaklinga, með áherslu á manninn, í svari við spurningunni: Hvernig verðum við til?

Þrátt fyrir að tæknin geri það nú kleift að frjóvga egg utan líkamans, þá hafa karldýr, og þar með taldir karlmenn, ekki þau líffæri og þá líkamsgerð sem þarf til þess að fóstur geti vaxið þar og dafnað. Hvort það verður einhvern tíma framtíðinni tæknilega mögulegt að græða leg í karlmann þannig að hann geti gengið með barn er svo annað mál sem ekki verður fjallað um hér.

Á Vísindavefnum er að finna fjölmörg svör sem fjalla um æxlun tiltekinna lífvera. Sem dæmi má nefna:


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

17.11.2008

Spyrjandi

Eyjólfur Jónsson

Tilvísun

EDS. „Af hverju verða karlmenn ekki óléttir?“ Vísindavefurinn, 17. nóvember 2008, sótt 7. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=50149.

EDS. (2008, 17. nóvember). Af hverju verða karlmenn ekki óléttir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=50149

EDS. „Af hverju verða karlmenn ekki óléttir?“ Vísindavefurinn. 17. nóv. 2008. Vefsíða. 7. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=50149>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju verða karlmenn ekki óléttir?
Karlmenn verða ekki óléttir af því að þeir hafa ekki þau líffæri sem þarf til þess að nýr einstaklingur geti þroskast og dafnað innan líkama þeirra.

Eitt af einkennum lífvera er að þær fjölga sér. Fjallað er um æxlun í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni: Hver er munurinn á kynæxlun og kynlausri æxlun? Þar segir meðal annars:

Í lífríkinu er hægt að greina tvo meginflokka æxlunar, annars vegar kynæxlun og hins vegar kynlausa æxlun. Meginmunurinn á þessum æxlunargerðum er sá að við kynæxlun makast einstaklingar af gagnkvæmu kyni, þar sem karldýrið myndar sáðfrumur og kvendýrið egg, en í kynlausri æxlun fjölgar lífvera sér sjálf án aðstoðar einstaklings af gagnstæðu kyni.

Þegar kynæxlun hefur átt sér stað, sáðfruman hefur frjóvgað eggið, verður til fóstur sem þroskast í nýjan einstakling. Stundum fer frjóvgunin fram utan líkama dýranna, til dæmis hjá froskum og fiskum, þar sem frjóvgun verður í vatni eftir að bæði kynin hafa losað kynfrumur sínar. Um slíka æxlun má lesa í svari við spurningunni: Hvernig æxlast froskar?

Í öðrum tilfellum verður frjóvgun innan líkama kvendýrsins en varla er hægt að segja að kvendýrið verði „ólétt“ þar sem fóstrið þroskast að mestu leyti utan líkamans. Þetta á bæði við um skriðdýr og fugla en lesa má um æxlun fugla í svari við spurningunni: Hvernig fjölga fuglar sér?

Spendýr eru hins vegar þannig gerð frá náttúrunnar hendi að í langflestum tilfellum fer bæði frjóvgun og þroski fóstursins fram innan líkama kvendýrsins – kvendýrið verður „ólétt“. Þetta á við um menn jafnt sem önnur spendýr að nefdýrum undanskildum en þau verpa eggjum. Hægt er að lesa um tilurð nýrra einstaklinga, með áherslu á manninn, í svari við spurningunni: Hvernig verðum við til?

Þrátt fyrir að tæknin geri það nú kleift að frjóvga egg utan líkamans, þá hafa karldýr, og þar með taldir karlmenn, ekki þau líffæri og þá líkamsgerð sem þarf til þess að fóstur geti vaxið þar og dafnað. Hvort það verður einhvern tíma framtíðinni tæknilega mögulegt að græða leg í karlmann þannig að hann geti gengið með barn er svo annað mál sem ekki verður fjallað um hér.

Á Vísindavefnum er að finna fjölmörg svör sem fjalla um æxlun tiltekinna lífvera. Sem dæmi má nefna:


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....