Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Down-heilkenni stafar af aukalitningi í frumum einstaklinganna. Í flestum tilfellum er manneskja með 46 litninga (2n=23). Einstaklingar með Down-heilkenni hafa hins vegar þrjú eintök af litningi 21 og eru því með 47 litninga. Af þeim sökum er þessi litningagalli líka kallaður þrístæða 21.
Einstaklingar með Down-heilkenni hafa sérkennandi svipgerð (e. phenotype) eins og kemur fram í svari við spurningunni Hverjar eru líkur á því að barn fæðist með Down-heilkenni? Oft er andlitsfall nokkuð flatt, augnaumgjörð uppvísandi, húðfelling í innri augnkróki, nef og eyru lítil en tunga stór.
Þrístæða litnings númer 21 hefur að því sem höfundur þessa svars kemst næst ekki verið uppgötvaður í öðrum prímötum en mönnum. Hins vegar er þekkt samsvarandi heilkenni meðal simpansa (Pan troglodytes), górilluapa (Gorilla gorilla) og órangútanapa (Pongo pygmeus), þar sem þrjú eintök eru af litningi 22. Þetta heilkenni var fyrst uppgötvað fyrir um 40 árum í simpansa og birtist grein um það í vísindatímaritinu Science árið 1969.
Vitað er að apar geta verið með heilkenni sem samsvarar Down-heilkenni en þá eru þrjú eintök af litningi 22.
Helstu einkenni apa sem hafa þetta heilkenni líkjast Down-heilkenni hjá mönnum. Meðal annars vöðvaslappleiki og hnakkaþykkt auk þess sem andlitsfallið er einkennandi. Þess má geta að öll tilvik af þrístæðum litningi 22 í öpum hafa uppgötvast í einstaklingum í dýragörðum. Það má velta því fyrir sér hvernig slíkum einstaklingum mundi reiða af í villtri náttúru. Apar með þrjá litninga númer 22 eru með verulega skerta hæfni samanborið við aðra apa og náttúran er óvægin.
Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
Jón Már Halldórsson. „Geta simpansar fengið Down-heilkenni?“ Vísindavefurinn, 15. janúar 2010, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54660.
Jón Már Halldórsson. (2010, 15. janúar). Geta simpansar fengið Down-heilkenni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54660
Jón Már Halldórsson. „Geta simpansar fengið Down-heilkenni?“ Vísindavefurinn. 15. jan. 2010. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54660>.