Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða blóm er sjaldgæfast í heimi?

Jón Már Halldórsson

Þetta er snúin spurning því án efa eru til svo sjaldgæfar plöntur að grasafræðingar hafa ekki hugmynd um tilveru þeirra! En af þeim plöntum sem vísindin þekkja til, þá eru nokkrar tegundir sem eru ákaflega sjaldgæfar og þekkjast aðeins á örfáum einstaklingum. Ein þeirra er plantan Encephalartos woodii sem er nær útdauð í náttúrunni en eitt karlkyns eintak hefur fundist. Það má því segja að þessi tegund sé nánast dauðadæmd undir náttúrulegum kringumstæðum. Þessi planta fannst árið 1895 í Ngoya-skóglendinu í Suður-Afríku.

Snowdonia hawkweed.

Önnur afar sjaldgæf planta sem má nefna er planta sem á ensku kallast Snowdonia hawkweed eða Hieracium snowdoniense. Hún var fyrst uppgötvuð árið 1895 af breska grasafræðingnum John Griffiths í dölum Snowdonia í Wales. Þessi planta fannst síðast á verndarsvæðinu Cwm Idwal árið 1953 og var eftir það talin útdauð þangað til einstaklingur þessarar tegundar fannst árið 2002 á ofangreindu verndarsvæði. H. Snowdoniense er mjög lík mörgum fíflategundum, eins og má sjá á myndinni hér að ofan, meðal annars íslenskum tegundum fífla. Menn hafa því ruglað þessari blómplöntu við aðrar fíflategundir á svæðinu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

15.9.2010

Spyrjandi

Máney Nótt Steinþórsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða blóm er sjaldgæfast í heimi?“ Vísindavefurinn, 15. september 2010, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=55438.

Jón Már Halldórsson. (2010, 15. september). Hvaða blóm er sjaldgæfast í heimi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=55438

Jón Már Halldórsson. „Hvaða blóm er sjaldgæfast í heimi?“ Vísindavefurinn. 15. sep. 2010. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=55438>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða blóm er sjaldgæfast í heimi?
Þetta er snúin spurning því án efa eru til svo sjaldgæfar plöntur að grasafræðingar hafa ekki hugmynd um tilveru þeirra! En af þeim plöntum sem vísindin þekkja til, þá eru nokkrar tegundir sem eru ákaflega sjaldgæfar og þekkjast aðeins á örfáum einstaklingum. Ein þeirra er plantan Encephalartos woodii sem er nær útdauð í náttúrunni en eitt karlkyns eintak hefur fundist. Það má því segja að þessi tegund sé nánast dauðadæmd undir náttúrulegum kringumstæðum. Þessi planta fannst árið 1895 í Ngoya-skóglendinu í Suður-Afríku.

Snowdonia hawkweed.

Önnur afar sjaldgæf planta sem má nefna er planta sem á ensku kallast Snowdonia hawkweed eða Hieracium snowdoniense. Hún var fyrst uppgötvuð árið 1895 af breska grasafræðingnum John Griffiths í dölum Snowdonia í Wales. Þessi planta fannst síðast á verndarsvæðinu Cwm Idwal árið 1953 og var eftir það talin útdauð þangað til einstaklingur þessarar tegundar fannst árið 2002 á ofangreindu verndarsvæði. H. Snowdoniense er mjög lík mörgum fíflategundum, eins og má sjá á myndinni hér að ofan, meðal annars íslenskum tegundum fífla. Menn hafa því ruglað þessari blómplöntu við aðrar fíflategundir á svæðinu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...