Sólin Sólin Rís 03:55 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:59 • Sest 03:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:27 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 23:06 í Reykjavík

Hvað kæmist mikið hraun fyrir í Reyðarfirði ef Hólmatindur færi að gjósa?

Ívar Daði Þorvaldsson

Það gæti reynst þrautin þyngri að ákvarða hve mikið hraun kæmist fyrir innan Reyðarfjarðar. Hins vegar er lítið mál að gera slíkt ef teningur er búinn til úr öllu hrauninu þar sem botnflötur hans væri ferkílómetrafjöldi Reyðarfjarðar og hæðin væri fyrirfram ákveðin.


Til vinstri má sjá Hólmatind.

Flestir eiga ekki í neinum erfiðleikum með að breyta metrum í kílómetra, enda 1.000 metrar í einum kílómetra.

Kílómetri Hektómetri Dekametri Metri
1 0 0 0

Málið vandast þó þegar umreikna á fermetra og rúmmetra.

Þegar reikna á fermetra þarf að margfalda saman lengd og breidd viðkomandi flatar en við gerum ráð fyrir að hann sé ferhyrningur til að hafa þetta allt saman sem einfaldast. Þá fáum við til dæmis að lengd ∙ breidd = 10 m ∙ 10 m = 100 m2 og að sama skapi er 10 km ∙ 10 km = 100 km2. En hvað eru 100 ferkílómetrar þá margir fermetrar?

Kílómetri Hektómetri Dekametri Metri
1 00 00 00 00

Við sjáum að 100 km2 = 100.000.000 m2. Ástæðuna fyrir tveimur tölustöfum í hverjum dálk má skýra með margföldun. Við margföldum saman lengd og breidd viðkomandi flatar. Nú er dekametri (Dm) tíu sinnum stærri en metri, bæði að lengd og breidd. Er við margföldum Dm með Dm fáum við í raun 10 m ∙ 10 m = 100 m2 en þá er auðséð að 1 Dm2 = 100 m2, þar sem 1 Dm ∙ 1 Dm = 1 Dm2.

Rúmmál er lengd ∙ breidd ∙ hæð = 10 m ∙ 10 m ∙ 10 m = 1000 m3. En hvað eru þá 29,8 milljarðar m3 margir rúmkílómetrar?

Kílómetri Hektómetri Dekametri Metri
29 800 000 000

Við sjáum að 29.800.000.000 m3 eða 29,8 milljarðar m3 jafngilda 29,8 km3, hvorki meira né minna.

Hér má nota sömu röksemdarfærslu og að ofan til að skýra tilvist þriggja tölustafa í hverjum dálk. Áfram er 1 Dm tíu sinnum stærri en 1 metri en þar sem þrjár stærðir eiga í hlut; lengd, breidd og hæð, fæst eftirfarandi: 10 m ∙ 10 m ∙ 10 m = 1000 m3, það er 1 Dm3 jafngildir 1000 m3.

Eftirfarandi töflu mætti nota til að auðvelda sér umritun á rúmmáli. Hér eru stærðirnar desimetri, sentimetri og millimetri hafðar með.

Kílómetri Hektómetri Dekametri Metri Desimetri Sentimetri Millimetri
000 000 000 000 000 000 000

Til dæmis er 1 m3 = 1.000 dm3 (desimetrar):

Kílómetri Hektómetri Dekametri Metri Desimetri Sentimetri Millimetri
1 000 000 000

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hversu margir km3 eru 29,8 milljarðar m3? Við viljum vita hvað Reyðarfjörður myndi taka mikið hraun ef gos yrði í Hólmatindi.

Hér er einnig svarað spurningu Jóns Sveins Gíslasonar:

Hvers vegna er flatarmál skráð sem metrar í öðru veldi og rúmmál sem metrar í þriðja?

Höfundur

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

16.7.2010

Spyrjandi

Guðjón B. Jóhannsson, Tæknideild Securitas á Austurlandi

Tilvísun

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvað kæmist mikið hraun fyrir í Reyðarfirði ef Hólmatindur færi að gjósa?“ Vísindavefurinn, 16. júlí 2010. Sótt 20. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=55803.

Ívar Daði Þorvaldsson. (2010, 16. júlí). Hvað kæmist mikið hraun fyrir í Reyðarfirði ef Hólmatindur færi að gjósa? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=55803

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvað kæmist mikið hraun fyrir í Reyðarfirði ef Hólmatindur færi að gjósa?“ Vísindavefurinn. 16. júl. 2010. Vefsíða. 20. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=55803>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað kæmist mikið hraun fyrir í Reyðarfirði ef Hólmatindur færi að gjósa?
Það gæti reynst þrautin þyngri að ákvarða hve mikið hraun kæmist fyrir innan Reyðarfjarðar. Hins vegar er lítið mál að gera slíkt ef teningur er búinn til úr öllu hrauninu þar sem botnflötur hans væri ferkílómetrafjöldi Reyðarfjarðar og hæðin væri fyrirfram ákveðin.


Til vinstri má sjá Hólmatind.

Flestir eiga ekki í neinum erfiðleikum með að breyta metrum í kílómetra, enda 1.000 metrar í einum kílómetra.

Kílómetri Hektómetri Dekametri Metri
1 0 0 0

Málið vandast þó þegar umreikna á fermetra og rúmmetra.

Þegar reikna á fermetra þarf að margfalda saman lengd og breidd viðkomandi flatar en við gerum ráð fyrir að hann sé ferhyrningur til að hafa þetta allt saman sem einfaldast. Þá fáum við til dæmis að lengd ∙ breidd = 10 m ∙ 10 m = 100 m2 og að sama skapi er 10 km ∙ 10 km = 100 km2. En hvað eru 100 ferkílómetrar þá margir fermetrar?

Kílómetri Hektómetri Dekametri Metri
1 00 00 00 00

Við sjáum að 100 km2 = 100.000.000 m2. Ástæðuna fyrir tveimur tölustöfum í hverjum dálk má skýra með margföldun. Við margföldum saman lengd og breidd viðkomandi flatar. Nú er dekametri (Dm) tíu sinnum stærri en metri, bæði að lengd og breidd. Er við margföldum Dm með Dm fáum við í raun 10 m ∙ 10 m = 100 m2 en þá er auðséð að 1 Dm2 = 100 m2, þar sem 1 Dm ∙ 1 Dm = 1 Dm2.

Rúmmál er lengd ∙ breidd ∙ hæð = 10 m ∙ 10 m ∙ 10 m = 1000 m3. En hvað eru þá 29,8 milljarðar m3 margir rúmkílómetrar?

Kílómetri Hektómetri Dekametri Metri
29 800 000 000

Við sjáum að 29.800.000.000 m3 eða 29,8 milljarðar m3 jafngilda 29,8 km3, hvorki meira né minna.

Hér má nota sömu röksemdarfærslu og að ofan til að skýra tilvist þriggja tölustafa í hverjum dálk. Áfram er 1 Dm tíu sinnum stærri en 1 metri en þar sem þrjár stærðir eiga í hlut; lengd, breidd og hæð, fæst eftirfarandi: 10 m ∙ 10 m ∙ 10 m = 1000 m3, það er 1 Dm3 jafngildir 1000 m3.

Eftirfarandi töflu mætti nota til að auðvelda sér umritun á rúmmáli. Hér eru stærðirnar desimetri, sentimetri og millimetri hafðar með.

Kílómetri Hektómetri Dekametri Metri Desimetri Sentimetri Millimetri
000 000 000 000 000 000 000

Til dæmis er 1 m3 = 1.000 dm3 (desimetrar):

Kílómetri Hektómetri Dekametri Metri Desimetri Sentimetri Millimetri
1 000 000 000

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hversu margir km3 eru 29,8 milljarðar m3? Við viljum vita hvað Reyðarfjörður myndi taka mikið hraun ef gos yrði í Hólmatindi.

Hér er einnig svarað spurningu Jóns Sveins Gíslasonar:

Hvers vegna er flatarmál skráð sem metrar í öðru veldi og rúmmál sem metrar í þriðja?
...