Sólin Sólin Rís 02:54 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:20 • Sest 01:15 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:25 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:36 • Síðdegis: 23:12 í Reykjavík

Hvað getur þú sagt mér um Tubifex-orma?

Jón Már Halldórsson

Tubifex-ánar eða röraánar eins og þeir hafa verið kallaðir á íslensku eru tegundir af flokki ána (e. oligochaeta). Kunnust þessara tegunda er Tubifex tubifex sem finnst í mjúkum leirbotni í ám og vötnum.

Tubifex-ormar hafa óvenjumikið þol fyrir súrefnisbreytingum í vatni. Þeir geta lifað við mjög lágt súrefnishlutfall auk þess sem þeir geta lifað í vatni með háan styrk af ýmsum mengandi efnum. Lifa þeir meðal annars í vötnum sem eru það menguð af lífrænum efnum að þar finnast oftar en ekki aðeins tubifex-ormar.

Tubifex tubifex ánar eru grannvaxnir og liðskiptir ormar en það eru helstu einkenni ána. Algeng lengd er rúmlega 4 sm en fundist hafa einstaklingar sem eru allt að 20 sm. Tubifex-ánar hafa frá 34 til 120 liði. Þeir hafa smáa bursta (e. setae) sem gerðir eru úr kítín-þráðum en ormurinn notar þá til greftrunar. Tubifex-ánar eru oftast rauðleitir að lit vegna blóðrauða (hemóglóbín) við yfirborð þeirra. Þeir hafa vegna þessa oft verið kallaðir blóðormar (e. blood worms). Öndun fer fram um húðina líkt og hjá öðrum ánum. Tubifex-ánar eru tvíkynja (e. hermaphrodite) eins og flestar tegundir ána.


Tubifex tubifex.

Eitthvað er tegundafjöldi ættkvíslarinnar á reiki þar sem breytileiki innan tegundar er vel þekktur vegna seltu og bakteríuflóru í umhverfi þeirra. Alls hafa verið tilgreindar í vísindagreinum 43 tegundir. Tubifex-ormar finnast um alla jörð og við ólík skilyrði. Bæði í ferskvatni og straumvatni, í sjó og í óseyrum og öðrum stöðum þar sem umtalsverðar sveiflur verða í seltustyrk.

Tubifex-ánar snúa hausnum ofan í leirbotninn þar sem þeir éta meðal annars bakteríur og rotnandi lífrænar fæðuagnir. Áninn er hjúpaður einhvers konar röri sem hann gerir úr slími (e. mucus) og leirögnum. Upp úr botninum er afturendi hans sem hann sveiflar í takt til að auka vatnsstraum um sig og um leið súrefnisupptöku. Þekkt er að ef súrefnisinnihald vatns fellur fikrar hann sig sífellt lengra út í vatnsmassann til að auka það flatarmál sem hann hefur til að ná í súrefni. Tubifex-ánar halda sig saman í einhvers konar sambúi (e. colony).

Fjöldinn getur orðið svo mikill að úr fjarlægð litast botninn rauður. Meðal annars er slíkt þekkt í hinni kunnu Thames-á sem rennur í gegnum Lundúnir á Englandi. Þar hafa þeir verið taldir í tugum þúsunda á hverjum fermetra botns á sumum svæðum. Röraánar eru mikilvæg fæða margra ferskvatnsfiska, svo sem hornsíla (Gasterosteus aculeatus) hér á landi.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:
  • Arrate, Jesús Angel; Rodriguez, Pilar og Martinez-Madrid. 2004. Tubifex tubifex chronic toxicity test using artificial sediment: methodological issues. Limnetica 23(1-2): 25-36.
  • Burton, Maurice. 2002. The International Wildlife Encyclopedia. Marshall Cavendish, 2800 bls.
  • P.K.. Goel. 2006. Water Pollution - Causes, Effects & Control. New Age International, 432 bls.
  • Wikipedia.com - Tubifex tubifex. Sótt 21.6.2010.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

20.8.2010

Spyrjandi

Orri Freyr Tryggvason, f. 2000

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getur þú sagt mér um Tubifex-orma?“ Vísindavefurinn, 20. ágúst 2010. Sótt 19. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=56572.

Jón Már Halldórsson. (2010, 20. ágúst). Hvað getur þú sagt mér um Tubifex-orma? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=56572

Jón Már Halldórsson. „Hvað getur þú sagt mér um Tubifex-orma?“ Vísindavefurinn. 20. ágú. 2010. Vefsíða. 19. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=56572>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getur þú sagt mér um Tubifex-orma?
Tubifex-ánar eða röraánar eins og þeir hafa verið kallaðir á íslensku eru tegundir af flokki ána (e. oligochaeta). Kunnust þessara tegunda er Tubifex tubifex sem finnst í mjúkum leirbotni í ám og vötnum.

Tubifex-ormar hafa óvenjumikið þol fyrir súrefnisbreytingum í vatni. Þeir geta lifað við mjög lágt súrefnishlutfall auk þess sem þeir geta lifað í vatni með háan styrk af ýmsum mengandi efnum. Lifa þeir meðal annars í vötnum sem eru það menguð af lífrænum efnum að þar finnast oftar en ekki aðeins tubifex-ormar.

Tubifex tubifex ánar eru grannvaxnir og liðskiptir ormar en það eru helstu einkenni ána. Algeng lengd er rúmlega 4 sm en fundist hafa einstaklingar sem eru allt að 20 sm. Tubifex-ánar hafa frá 34 til 120 liði. Þeir hafa smáa bursta (e. setae) sem gerðir eru úr kítín-þráðum en ormurinn notar þá til greftrunar. Tubifex-ánar eru oftast rauðleitir að lit vegna blóðrauða (hemóglóbín) við yfirborð þeirra. Þeir hafa vegna þessa oft verið kallaðir blóðormar (e. blood worms). Öndun fer fram um húðina líkt og hjá öðrum ánum. Tubifex-ánar eru tvíkynja (e. hermaphrodite) eins og flestar tegundir ána.


Tubifex tubifex.

Eitthvað er tegundafjöldi ættkvíslarinnar á reiki þar sem breytileiki innan tegundar er vel þekktur vegna seltu og bakteríuflóru í umhverfi þeirra. Alls hafa verið tilgreindar í vísindagreinum 43 tegundir. Tubifex-ormar finnast um alla jörð og við ólík skilyrði. Bæði í ferskvatni og straumvatni, í sjó og í óseyrum og öðrum stöðum þar sem umtalsverðar sveiflur verða í seltustyrk.

Tubifex-ánar snúa hausnum ofan í leirbotninn þar sem þeir éta meðal annars bakteríur og rotnandi lífrænar fæðuagnir. Áninn er hjúpaður einhvers konar röri sem hann gerir úr slími (e. mucus) og leirögnum. Upp úr botninum er afturendi hans sem hann sveiflar í takt til að auka vatnsstraum um sig og um leið súrefnisupptöku. Þekkt er að ef súrefnisinnihald vatns fellur fikrar hann sig sífellt lengra út í vatnsmassann til að auka það flatarmál sem hann hefur til að ná í súrefni. Tubifex-ánar halda sig saman í einhvers konar sambúi (e. colony).

Fjöldinn getur orðið svo mikill að úr fjarlægð litast botninn rauður. Meðal annars er slíkt þekkt í hinni kunnu Thames-á sem rennur í gegnum Lundúnir á Englandi. Þar hafa þeir verið taldir í tugum þúsunda á hverjum fermetra botns á sumum svæðum. Röraánar eru mikilvæg fæða margra ferskvatnsfiska, svo sem hornsíla (Gasterosteus aculeatus) hér á landi.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:
  • Arrate, Jesús Angel; Rodriguez, Pilar og Martinez-Madrid. 2004. Tubifex tubifex chronic toxicity test using artificial sediment: methodological issues. Limnetica 23(1-2): 25-36.
  • Burton, Maurice. 2002. The International Wildlife Encyclopedia. Marshall Cavendish, 2800 bls.
  • P.K.. Goel. 2006. Water Pollution - Causes, Effects & Control. New Age International, 432 bls.
  • Wikipedia.com - Tubifex tubifex. Sótt 21.6.2010.
...