Sólin Sólin Rís 03:49 • sest 23:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:41 • Sest 03:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:38 • Síðdegis: 18:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:46 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík

Getur fólk fengið einkirningasótt þótt búið sé að fjarlægja hálskirtla?

Þórdís Kristinsdóttir

Já, það er hægt að fá einkirningasótt (mononucleosis infectiosa) án þess að vera með hálskirtla. Hálskirtlarnir eru í raun ekki kirtlar heldur eitilvefur aftarlega í hálsinum. Þetta er ekki eini eitilvefurinn í hálsi því þar finnast einnig stakir eitlar sem líkt og hálskirtlarnir eru hluti af ónæmiskerfinu. Við margar sýkingar, líkt og einkirningasótt, bólgna hálskirtlarnir og stakir eitlar í hálsi, sem og víðar í líkamanum. Bólgnir og aumir hálskirtlar eru því ekki orsök einkirningasóttar heldur afleiðing hennar.

Einkirningasótt er veirusýking af völdum Ebstein-Barr-veirunnar sem finnst í munnvatni. Hún smitast manna á milli með kossum en getur lifað utan líkamans í nokkrar klukkustundir. Um 30-50 dagar líða á milli þess sem einstaklingur smitast og þess að einkenni komi fram. Helstu einkenni einkirningasóttar eru þreyta og slappleiki, hiti, höfuðverkur, særindi í hálsi, aumir vöðvar, útbrot og kviðverkir sem stafa af bólgnu milta, auk þess sem lifur getur bólgnað.

Einstaklingur getur fengið einkirningasótt þó búið sé að fjarlægja hálskirtla.

Engin lækning er til við sýkingunni, heldur miðast meðferð við að minnka einkenni á meðan að líkaminn myndar mótefni gegn veirunni. Hiti hverfur oftast á innan við 10 dögum, milta og lifur hætta að vera bólgin á um 4 vikum og þreyta hverfur oftast á nokkrum vikum en getur enst í 2-3 mánuði. Á meðan milta er enn bólgið skal forðast að stunda íþróttir þar sem það gæti sprungið vegna álagsins.

Einstaklingar með einkirningasótt eru smitandi á meðan að þeir hafa einkenni og í allt að nokkra mánuði eftir á. Mótefnið sem myndast gegn veirunni endist ævilangt svo þeir sem einu sinni hafa fengið einkirningasótt fá hana aldrei aftur.

Heimild:

Mynd:

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

2.5.2012

Spyrjandi

Írena Jónsdóttir, f. 1995

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Getur fólk fengið einkirningasótt þótt búið sé að fjarlægja hálskirtla?“ Vísindavefurinn, 2. maí 2012. Sótt 22. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=56705.

Þórdís Kristinsdóttir. (2012, 2. maí). Getur fólk fengið einkirningasótt þótt búið sé að fjarlægja hálskirtla? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=56705

Þórdís Kristinsdóttir. „Getur fólk fengið einkirningasótt þótt búið sé að fjarlægja hálskirtla?“ Vísindavefurinn. 2. maí. 2012. Vefsíða. 22. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=56705>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getur fólk fengið einkirningasótt þótt búið sé að fjarlægja hálskirtla?
Já, það er hægt að fá einkirningasótt (mononucleosis infectiosa) án þess að vera með hálskirtla. Hálskirtlarnir eru í raun ekki kirtlar heldur eitilvefur aftarlega í hálsinum. Þetta er ekki eini eitilvefurinn í hálsi því þar finnast einnig stakir eitlar sem líkt og hálskirtlarnir eru hluti af ónæmiskerfinu. Við margar sýkingar, líkt og einkirningasótt, bólgna hálskirtlarnir og stakir eitlar í hálsi, sem og víðar í líkamanum. Bólgnir og aumir hálskirtlar eru því ekki orsök einkirningasóttar heldur afleiðing hennar.

Einkirningasótt er veirusýking af völdum Ebstein-Barr-veirunnar sem finnst í munnvatni. Hún smitast manna á milli með kossum en getur lifað utan líkamans í nokkrar klukkustundir. Um 30-50 dagar líða á milli þess sem einstaklingur smitast og þess að einkenni komi fram. Helstu einkenni einkirningasóttar eru þreyta og slappleiki, hiti, höfuðverkur, særindi í hálsi, aumir vöðvar, útbrot og kviðverkir sem stafa af bólgnu milta, auk þess sem lifur getur bólgnað.

Einstaklingur getur fengið einkirningasótt þó búið sé að fjarlægja hálskirtla.

Engin lækning er til við sýkingunni, heldur miðast meðferð við að minnka einkenni á meðan að líkaminn myndar mótefni gegn veirunni. Hiti hverfur oftast á innan við 10 dögum, milta og lifur hætta að vera bólgin á um 4 vikum og þreyta hverfur oftast á nokkrum vikum en getur enst í 2-3 mánuði. Á meðan milta er enn bólgið skal forðast að stunda íþróttir þar sem það gæti sprungið vegna álagsins.

Einstaklingar með einkirningasótt eru smitandi á meðan að þeir hafa einkenni og í allt að nokkra mánuði eftir á. Mótefnið sem myndast gegn veirunni endist ævilangt svo þeir sem einu sinni hafa fengið einkirningasótt fá hana aldrei aftur.

Heimild:

Mynd:...